Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 21

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 21
21V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 Þar að auki hefði hún reynst væg og ekki valdið mann­ tjóni� Það átti heldur betur eftir að breytast� En þrátt fyrir ískyggilegar fréttir af afleiðingum faraldursins erlendis í október hamraði landlæknir engu að síður á því að spænska veikin væri bara inflúensa, ekki illkynjaðri en ýmsir inflúensufaraldrar fyrri ára og áratuga og auk þess ógerlegt að koma í veg fyrir að hún bærist til landsins og breiddist út� Afstaða landlæknis var afar umdeild, svo ekki sé sterkara að orði kveðið� Hann mátti þola vægðarlausa gagnrýni og var sakaður um að bera ábyrgð á því hversu margir létu lífið� Það væri óafsakanleg vanræksla og í raun glæpur að hafa hleypt veikinni inn í landið og leyft henni að leika lausum hala� Í blöðum og á Alþingi var þess krafist að honum yrði vikið frá störfum� En hann sat sem fastast í emb­ ætti og benti í málsvörn sinni á að íslensk sóttvarnarlög hefðu ekki verið samin „með þá fjarstæðu fyrir augum að þeirra ströngu fyrirmæli geti nokkru sinni orðið beitt við öll – öll aðkomuskip, að þau geti reist rönd við farsótt sem gengur um allan heim og hvergi annars staðar verður viðnám veitt“� En slík orð mættu litlum skilningi í fjar­ lægari byggðum þar sem fólk fylltist ótta þegar fréttir tóku að berast af öllum dauðs­ föllunum á suðvesturhorni lands� Heimamenn á Austur­ og Norðurlandi og víðar bjuggust til varna� „Því að fyrir kæruleysi eins og ég tel að átt hafi sér stað syðra ætla ég mér ekki, meðan má, að láta Skaftfellinga verða sótt þessari að bráð,“ sagði til dæmis Gísli Sveinsson, sýslumaður í Vík í Mýrdal� Bráðabirgða- sjúkrahús í Fort Riley í Kansas, Bandaríkjunum, árið 1918. Ljósmynd: Armed Forces Institute of Pathology/National Museum of Health and Medicine.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.