Vísbending - 25.12.2020, Page 24
24 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
HORFUR Á VIÐSPYRNU EFTIR ERFITT ÁR
Árið sem nú er að renna sitt skeið hefur verið mörgum landsmönnum afar erfitt og
væntanlega öllum mjög sérkennilegt� Fyrir lítið land með risastóran ferðaþjónustugeira
var óhjákvæmilegt að skellurinn vegna COVID19 faraldursins yrði harður� Nýjustu
tölur bera með sér að samdrátturinn í ár er krappur og verður líklega sá mesti á einu ári
í nútíma hagsögu landsins�
Í rauninni hefur framgangur kreppunnar verið í stórum dráttum í samræmi við þá
mynd sem ýmsir drógu upp í vor� Stærstur hluti efnahagsþrenginganna stafar beint af
því þunga höggi sem útflutningi landsins var greitt af veirunni skæðu en einnig hafa
afleidd áhrif á innlenda eftirspurn aukið á samdráttinn� Það bætir þó talsvert úr skák
að heimili og fyrirtæki hafa í auknum mæli beint kaupum sínum á vörum og þjónustu
að innlendum aðilum og þannig viðhaldið fleiri störfum og meiri efnahagsumsvifum
en ella væri�
Ljóst er að yfirstandandi vetur verður harður í efnahagslegu tilliti� Tekjubrestur ferða
þjónustunnar, hömlur á margvíslega starfsemi vegna sóttvarnaaðgerða og afleidd áhrif á
efnahagsstarfsemina alla mun áfram lita íslenskan efnahag sterkum litum næsta kastið�
Atvinnuleysi á enn eftir að ná hámarki og fyrirtækin þurfa mörg hver áfram verulegan
stuðning til að lifa harðindin af�
Sem betur fer er ljóstýran við enda ganganna bæði að verða bjartari og þokast nær
okkur� Líkur á að hagkerfið taki kröftuglega við sér þegar lengra líður á næsta ár hafa
batnað verulega með tilkomu áhrifaríkra bóluefna� Góðu heilli eru flestar forsendur til
staðar fyrir myndarlegri viðspyrnu� Starfskraftar, fasteignir, farartæki og aðrir innviðir
ferðaþjónustunnar eru vel í stakk búnir til að taka við myndarlegri fjölgun ferðamanna�
Efnahagsreikningar bæði heimila, fyrirtækja og hins opinbera eru enn allsterkir á heildina
litið öfugt við upphaf síðasta áratugar og ímynd Íslands með sína hreinu náttúru og víðerni
ætti að falla vel að áhuga ferðamanna á að fá sem mesta tilbreytingu eftir innilokunarár
en fara á sama tíma að gát hvað varðar smithættu og slíkt�
Að mínu mati hefur kórónukreppan staðfest flest það sem við væntum þegar faraldur
inn fór að geisa síðastliðinn vetur� Sá lærdómur sem við drógum af hruninu hefur til að
mynda nýst okkur í aðdraganda skellsins nú� Gengið var hægt um gleðinnar dyr þegar
góðærið var mest, safnað í sarpinn bæði hjá einkageiranum og hinu opinbera og þess
gætt að búa hagkerfið undir mögru árin� Viðbrögð hins opinbera og Seðlabankans hafa
í stórum dráttum verið býsna árangursrík á sama tíma og bankarnir hafa kappkostað að
nýta aukið svigrúm eftir tilslakanir á kvöðum og kröfum til þess að styðja við viðskiptavini
sína eftir megni� Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað hægar en óttast var, eignamarkaðir
haldist fremur stöðugir og kaupmáttur almennings verið varinn á sama tíma og veiking
krónu hefur aukið líkur á viðspyrnu útflutningsgreina þegar um hægist�
Framundan er það verkefni að koma sem flestum heimilum og fyrirtækjum klakklaust
í gegnum efnahagslegan frostavetur og hugsanlega hráslagalegt vor� Takist það eru meiri
líkur en minni á að hagkerfið verði aftur farið að blómstra að ári liðnu og kórónukreppan
fari í sögubækurnar sem efnahagslegar náttúruhamfarir sem ollu miklum tímabundnum
búsifjum en ekki langvinnum skaða�
BIRNA EINARSDÓTTIR
bankastjóri Íslandsbanka