Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 26

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 26
26 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 FYRIRTÆKI ERU FÓLK Á meðal viðskiptavina Landsbankans eru hjón sem reka vel staðsett, meðalstórt hótel á landsbyggðinni� Þegar Covid­19 skall á reiknuðu þau út að reiðuféð þeirra og yfir­ dráttarheimildin hjá bankanum myndi duga til að þau gætu greitt kokkinum laun, en þó aðeins í lágmarksstarfshlutfalli� Önnur störf myndu þau sjálf taka að sér, launalaust� Þannig gátu þau haldið hótelinu opnu� Annað starfsfólk yrði að fara á hlutabótaleiðina� Um leið og von um bjartari tíma færi að glæðast vildu þau vera tilbúin til að fá fólkið aftur til starfa og geta byrjað að greiða aftur laun, því til að geta tekið á móti ferðamönnum þarf starfsfólk til að undirbúa hótelið, löngu áður en tekjur skila sér í kassann� Þau áttu líka nóg fyrir rimlagjöldunum, þ�e� ýmsum opinberum gjöldum, sem nauðsynlegt var að greiða til að þau gætu haldið fyrirtækinu� Hlutverk Landsbankans var að koma til móts við þau með því að sjá til þess að afborganir af lánum og greiðslur væru tímasettar í takt við breyttan veruleika� Þannig fengju þau ráðrúm til að fá starfsfólkið aftur til starfa, nógu snemma til að geta gripið tækifærin sem gefast þegar ferðaþjónustan tekur aftur við sér� 95% FYRIRTÆKJA ERU LÍTIL Í hugum sumra eru fyrirtæki einhvers konar ópersónulegar stofnanir� Svo er auðvitað ekki� Það er fólk sem stofnar fyrirtæki, fólk sem hefur ástríðu og hugsjónir og er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu og strit, svo ekki sé talað um fórnir� Sum fyrirtæki eru stór en flest eru lítil� Um 95% fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Landsbankann teljast vera lítil eða pínulítil (e� micro)� Það er mikilvægt að hlusta vel á fólkið sem rekur og á þessi fyrirtæki, stór sem smá� Þetta fólk er ómissandi við að halda efnahagslífinu gangandi� Það ræður aðra í vinnu, greiðir laun, skatta og gjöld og býr til verðmæti úr þeirri þekkingu og reynslu sem það hefur aflað sér� MIKLAR BREYTINGAR Á SKÖMMUM TÍMA Fyrir utan þær efnahagslegu áskoranir sem margir glíma nú við, þá hefur umhverfið allt breyst� Landsbankinn hefur verið á fleygiferð við að breyta þjónustu sinni til að geta áfram veitt einstaklingum og fyrirtækjum bankaþjónustu á tímum samkomutakmarkana� Þegar faraldurinn skall á settum við í hraðgírinn við að rafvæða allt sem áður kallaði á að fólk kæmi í útibú� Við gerðum okkar allra besta til að gera þjónustuna eins aðgengilega og hægt var� Við bættum við fólki sem veitir aðstoð í gegnum síma og flýttum þróun á stafrænum lausnum� Við unnum með fyrirtækjum að því að finna lausnir og með stjórnvöldum að því að meta stöðuna til að hægt væri að mæta þeim miklu áskorunum sem blöstu við – og blasa raunar enn við� VEXTIR HAFA LÆKKAÐ SEX SINNUM Það skipti miklu máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem urðu fyrir tekjufalli að hafa fengið andrými í upphafi faraldursins, s�s� með því að fá greiðslufresti á lánum� Þá hafa lækkandi vextir hjálpað mikið til, en Landsbankinn hefur lækkað vexti hratt og vel, sem hefur skilað sér til þeirra sem eru með lán hjá bankanum� Almennt séð er greiðslubyrði lána sífellt lægri hluti af mánaðarlegum útgjöldum einstaklinga� Nú þegar atvinnuleysi er í hæstu hæðum er ekki von á öðru en að einhverjir lendi í erfiðleikum en þá er mikilvægt að hafa sem fyrst samband við bankann og leita lausna� Hjá þeim sem staðan er betri, er mikilvægt að nýta núverandi vaxtastig, og þar með lægri greiðslubyrði, til að leggja meira fyrir til að geta brugðist við ef og þegar vextir hækka� Þetta á auðvitað sérstaklega við um þau sem eru með óverðtryggð lán� BJARTSÝNI Á árinu 2020 höfum við aldrei lánað jafn mikið til einstaklinga og aldrei lækkað vexti jafn títt� Þrátt fyrir miklar áskoranir höfum við getað sinnt viðskiptavinum okkar vel og bæði viðskiptavinir og starfsfólk er ánægt með hvernig tekist hefur til� Við höfum umbreytt þjónustunni hraðar en nokkru sinni fyrr og starfsfólk bankans hefur verið fljótt að tileinka sér ný vinnubrögð� Við erum virkilega bjartsýn fyrir árið 2021 og mætum sterk til leiks� Best af öllu verður að fá að hitta fólk aftur, augliti til auglitis� LILJA BJÖRK EINARSDÓTTIR bankastjóri Landsbankans

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.