Vísbending - 25.12.2020, Page 30
30 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
Þrátt fyrir kreppuástand og ferðatak
markanir hefur erlendum ríkisborg
urum haldið áfram að fjölga hér á
landi það sem af er ári� Í lok september
hafði þeim fjölgað um tæplega 2�500
og voru orðnir 51 þúsund talsins� Það
jafngildir um 14 prósentum af öllum
landsmönnum�
Til viðmiðunar fjölgaði erlendum
ríkisborgurum nokkuð árið 2008,
þrátt fyrir fjármálakreppuna sem hófst
í október það ár� Á milli 2009 og 2012
fækkaði þeim þó umtalsvert, en árið
2009 fækkaði erlendum ríkisborg
urum um 2�700 manns� Á síðustu átta
árum hefur þeim svo fjölgað jafnt og
þétt en hlutfall erlendra ríkisborgara
hefur rúmlega tvöfaldast á þeim tíma�
Líkt og við mátti búast
hefur kórónukreppan,
ásamt efnahagsaðgerðum
ríkisstjórnarinnar til að
milda áhrif hennar, sett
sinn svip á fjárhag hins
opinbera� Með gjald
þrotum fjölda fyrirtækja
og greiðslum ríkisins á
launum starfsmanna í
gegnum hlutabótaleiðina
minnkaði skattstofn hins
opinbera sem hefur leitt
til minni tekna� Á fyrstu
níu mánuðum ársins voru
tekjur hins opinbera 59
milljörðum krónum minni
en á sama tíma í fyrra�
Á sama tíma kröfðust efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem fólu meðal annars í sér umrædda hlutabótaleið, tekju
fallsstyrki og ferðagjöf til allra landsmanna, aukinna útgjalda hins opinbera� Því kemur ekki á óvart að heildarútgjöld
ríkisins voru 94 milljörðum krónum meiri á fyrstu níu mánuðum ársins heldur en á sama tíma í fyrra�
Fjárlagahallinn, sem nam rúmlega 44 milljörðum króna á milli janúar og október í fyrra, hefur því aukist til muna
á einu ári, og nam hann 197 milljörðum króna á sama tímabili í ár� Það er rúm fjórföldun�
1. ERLENDUM RÍKISBORGURUM HELDUR ÁFRAM AÐ FJÖLGA
2. KREPPAN STRAX SJÁANLEG Í RÍKISFJÁRMÁLUM
0 100 200 300 400 500 600 700
Heildarútgjöld
Heildartekjur
2020 2019
Fjárhagur hins opinbera um mitt ár 2019 og 2020
Heildar-
tekjur
Heildar-
útgjöld
48,640
51,120
0
10,000
20,000
30,000
40,000
50,000
60,000
2019 2020
Fjöldi erlendra ríkisborgara
6 0
5 0
4 0
3 0
2 0
1 0
0
20
48,640
2
5 20
2020
Í TÖLUMÁRIÐ