Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 32

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 32
32 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 5. ... EN JÓK VERÐBÓLGUNA 6. SMITBYLGJURNAR SJÁST Í ATVINNULEYSISTÖLUNUM Önnur afleiðing veikari krónu er þó sú að innflutt vara og þjónusta hækkar í verði� Þar sem stór hluti af neyslu Íslendinga er innfluttur kemur því ekki á óvart að vísitala neysluverðs hafi hækkað tölu­ vert í kjölfar veikingarinnar� Verðbólgan, sem vanalega er mæld sem tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs, jókst úr 1,7 prósenti í byrjun árs og upp í 3,6 prósent í október� Í nóvember minnkaði hún svo nokkuð óvænt niður í 3,5 prósent, en flestir grein­ ingaraðilar höfðu spáð áfram­ haldandi vexti verðbólgunnar fram á næsta ár� Áhrif kórónuveirufaraldursins og sótt­ varnaaðgerða ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við útbreiðslu hans eru skýr þegar horft er á atvinnuleysistölur á milli mánaða� Samkvæmt vinnumarkaðs­ könnun Hagstofunnar jókst atvinnuleysi hratt í kjölfar fyrstu smitbylgju kórónu­ veirunnar eða úr 2,7 prósentum í mars í 7 prósent í apríl og tæp 10 prósent í maí� Þegar aðgerðunum var aflétt í júní­ mánuði minnkaði svo atvinnuleysið aftur niður í 3,5 prósent og hélst á bilinu á milli 4 og 6 prósent út september� Eftir að sóttvarnarreglur voru hertar enn á ný í þriðju smitbylgjunni í október fór svo atvinnuleysið að aukast aftur á ný og mældist það 6,8 prósent þá� 3.6% 3.5% 0.0% 0.5% 1.0% 1.5% 2.0% 2.5% 3.0% 3.5% 4.0% Verðbólga á ársgrundvelli árið 2020 . . 0.0% 2.0% 4.0% 6.0% 8.0% 10.0% 12.0% Atvinnuleysi eftir mánuðum árið 2020 12. 10. 8. 6. 4. 2.0 0.0

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.