Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 35

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 35
35V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 við ákveðinn fyrirsjáanleika� Það er það sem atvinnulífið hefur undanfarið beðið um í meira mæli� Þangað til bólu­ setning við veirunni verður almenn, má búast við ýmsum takmörkunum og það er mikil áskorun fólgin í því að reka fyrirtæki við slíkar aðstæður� Skýr og skiljanleg skilaboð, með hæfilegum fyrirvara, eru því nauðsynleg� Nýjustu breytingar svöruðu sem betur fer að ein­ hverju leyti óskum verslunarinnar, á mikilvægum tíma, þar sem tekin voru upp fermetraviðmið í stað algildrar og óskiljanlegrar fjöldatakmörkunar� Mér þótti í það minnsta skrýtið að fara úr lítilli matvörubúð þar sem voru tugir manna yfir í mörghundruð fermetra raftækja­ búð með innan við tuttugu viðskiptavini, í tvískiptu rými� BATINN TEKUR TÍMA Það má sennilega þakka fyrir að árið 2020 skyldi ekki vera kosningaár í ofanaálag við allt annað, enda skiptir pólitískur stöðugleiki máli í þrengingum sem þessum� En á næsta ári verður kosið og vonandi berum við gæfu til að njóta áfram þeirrar samstöðu sem ríkt hefur frá upphafi faraldursins, um að auka ekki álögur á fólk og fyrirtæki� Það kemur líka að því að ríkisvaldið, sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa varnir, vernd og viðspyrnu, þurfi að stíga til baka� Viðbrögð þess og úrræði hafa skipt miklu við að draga úr skellinum, en þau inngrip eru ekki sjálfbær til langs tíma� Nú þarf að treysta samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, leggja áherslu á sanngjarnt og hvetjandi rekstrarumhverfi og gera landið um leið að spennandi kosti fyrir erlenda fjárfestingu� Fréttir um að fyrstu skammtarnir af bóluefninu komi til landsins strax um áramótin hafa glætt vonir um að endalok faraldursins nálgist� Um leið er ljóst að höggið sem kórónuveiran hefur veitt okkur er þungt, í margvís­ legum skilningi, og batinn mun taka sinn tíma� Ég leyfi mér samt sem áður að vera bjartsýn á að landið muni rísa um leið og atvinnulífið fær svigrúm til vaxa á ný og skapa störf� Þannig munum við ryðja leiðina út úr kreppunni fyrir íslenskt samfélag� Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári ÓSKUM SJÓÐ FÉLÖGUM OKKAR OG LANDSMÖNN- UM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS GILDI-LÍFEYRISSJÓÐUR Ljósmynd: Bára Huld Beck

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.