Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Síða 36

Vísbending - 25.12.2020, Síða 36
36 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 HVAÐ VERÐUR UM SPÁN? 1 World Values Survey 2010-2014 https://www.worldvaluessurvey.org/WVSDocumentationWV6.jsp Fá lönd hafa orðið jafnilla fyrir barðinu á kórónu­veirunni og Spánn� Meira en ein og hálf milljón Spánverja hefur sýkst af veirunni og 45 þúsund látist af völdum hennar� Á sama tíma hafa sóttvarnaaðgerðir í landinu, sem er eitt helsta ferðamannaland heims í heimi, verið með þeim harkalegustu í álfunni� Þessar aðgerðir valda því að Spánverjar eru að ganga í gegnum dýpstu efnahagslægð sem þjóðin hefur fundið fyrir í tæpa öld� Spánverjar eru alls ekki ókunnugir efnahagskreppum og frelsistakmörkunum� Saga þeirra og menning gæti gefið betri innsýn og aukið skilning á því hvers vegna veiran dreifðist svona hratt þar í landi og hvers vegna útbreiðslu hennar var mætt með svo hörðum aðgerðum� EINRÆÐISRÍKI SEM VARÐ AÐ FERÐAMANNAPARADÍS Árið 1936 hófst borgarastyrjöld á Spáni með uppreisn þjóðernissinna gegn þáverandi ríkisstjórn� Þjóðernis­ sinnar undir forystu Francisco Franco nutu stuðnings fasistabræðra sinna í Þýskalandi og á Ítalíu en Sovét­ ríkin sáu lýðræðissinnum fyrir vopnum� Stríðið varð að æfingabúðum fyrir seinni heimsstyrjöldina þar sem Hitler prófaði vopn sín á herjum lýðræðissinna sem voru skipaðir sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum� Franco leit upp til Hitlers og lét sem dæmi færa klukkuna þannig að Madríd væri á sama tíma og Berlín� Þetta hefur ekki verið leiðrétt og er klukkan á Spáni því röng miðað við landfræðilega legu� Lýðveldi Spánar er fremur ungt samanborið við nágrannaþjóðirnar en því var komið á fyrir um 40 árum� Stór hluti þjóðarinnar man því vel eftir tímum einræðis­ stjórnar sem hefur eflaust mótað viðhorf og stefnur í landinu� Í nýlegri könnun um stjórnarfyrirkomulag sögðust tæplega 40% Spánverja myndu kjósa sterkan leiðtoga fram yfir lýðræði�1 Arfleifð einræðisherrans Francisco Franco eru enn merkjanleg en hann skipaði arftaka sinn Juan Carlos konung yfir landinu� Sonur hans Felipe tók nýverið við krúnunni eftir að upp komst um ýmis hneykslismál föður hans� Einræðisherrann á sér enn þann dag í dag yfirlýsta stuðningsmenn sem margir hafa fundið nýja rödd innan öfgahægriflokksins Vox en hann náði 52 þingsætum í síðustu kosningum� Það var lítil stemning fyrir fasískum sjónarmiðum í lok síðari heimsstyrjaldar en sú hugarfarsbreyting ásamt efnahagslegri stöðnun Spánar varð til þess að Franco tók að færa sig frá einangrunarstefnu sem hafði einkennt stjórnarfar hans framan af� Markaðir voru opnaðir og sólþyrstir Evrópubúar tóku að flykkjast á strendur Spánar� Hagvöxtur tók kipp með innflæði erlends gjaldmiðils en með vestrænum ferðamönnum komu einnig önnur menn­ ingarleg gildi sem samræmdust illa einræðisstjórninni� ÞÓRUNN HELGADÓTTIR hagfræðingur Einræðisherrarnir Adolf Hitler og Francisco Franco árið 1940. Ljósmynd: Wikimedia Commons

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.