Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Síða 37

Vísbending - 25.12.2020, Síða 37
37V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 Franco lést árið 1975 sem markaði endalok fasistaveld­ isins� Hann var grafinn í dal hinna föllnu (Valle de los caídos) innan um tugþúsundir fórnarlamba borgarastyrj­ aldarinnar� Þangað flykktust stuðningsmenn Francos til að minnast hans allt til ársins 2019 þegar vinstri stjórn­ inni tókst loks að flytja gröfina og verða þannig við ósk aðstandenda þeirra sem féllu í borgarastyrjöldinni� Eftir dauða Francos var lýðræði komið á og nýir tímar blöstu við Spánverjum� Einræðisstjórnin barðist gegn öllum hugmyndum um sjálfstæði ríkja innan Spánar og lagði áherslu á að Spánn væri eitt, öflugt og frjálst ríki (¡Una, Grande y Libre!)� Í dag skiptist Spánn upp í 17 sjálfstjórnarhéruð sem lúta þó öll stjórnvöldum í Madríd� Opinber tungumál eru fimm talsins og ljóst að hugmyndir Francos um sameiningu þjóðarinnar undir einni tungu, spænsku, urðu ekki að veruleika� Sjálfstæðisbarátta Katalóna hefur verið mikið í umræðunni en árið 2017 var haldin umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníuhéraðs� Á síðasta ári féllu þungir dómar í málum kata­ lónskra stjórnmálaleiðtoga en sama ár voru almennar kosningar á Spáni þar sem sjálf­ stæðissinnar fengu meirihluta í Katalóníu� Það er því ljóst að sjálfstæðisbaráttunni er hvergi nærri lokið� Pólitískar deilur milli sjálfstjórnarhéraða, einkum milli stjórnvalda í Madríd og Kata­ lóníu, fengu nýjan vettvang þegar kór­ ónuveiran braust út á fyrri hluta þessa árs� Margir hafa bent á pólitíska sundrung sem eina helstu ástæðuna fyrir því hve illa stjórnvöldum hefur tekist að ná sam­ stöðu um aðgerðir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar� LÍFIÐ ER UTANDYRA Í SÓLRÍKASTA LANDI EVRÓPU Í stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona, býr fólk við þröngan húsakost enda er fermetraverðið hátt� Það kemur ekki að sök þar sem lífinu er að mestu leyti varið utandyra� Loftslagið í Madrid er þurrt og sólríkt en sveiflukennt, svalir vetrarmánuðir á spænskan mæli­ kvarða og mikill hiti á sumrin� Loftslagið í Barcelona er ólíkt enda staðsett við Miðjarðarhafið, veturinn mildur og rakur hiti á sumrin� Báðar borgirnar eru sólríkar allan ársins hring og eyða íbúar flestum frístundum sínum utandyra� Vinnudagarnir eru langir en mikil virðing er borin fyrir hádegishlénu, heilaga ,,siestan“ milli 14:00 og 16:00, þar sem veitingastaðirnir bjóða upp á þriggja rétta matseðil á 10 evrur (Menú del día) 2 https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/tps00199/default/bar?lang=en 3 Instituto Nacional de Estadística https://www.ine.es/jaxiT3/Datos.htm?t=1579#!tabs-tabla 4 Instituto Nacional de Estadística sem er iðulega skolað niður með litlum bjór� Þvert á steríótýpuna sem gerir ráð fyrir því að Spánverjar leggi sig að máltíð lokinni, endurræsa flestir vélina með kaffibolla eftir mat og vinna langt fram á kvöld� Eftir vinnu fyllast barir og veitingastaðir þar sem deginum lýkur með kvöldmáltíð á tíma sem fæstum Norður­ landabúum þætti kristilegur� Hvað með börnin, velta eflaust einhverjir fyrir sér� Spánverjum er að fækka en fæðingartíðni þar er ein sú lægsta í Evrópu, eða 1,26 barn á hverja konu2� Sá lífstíll sem hér hefur verið lýst er ekki fjölskylduvænn en fleiri þættir spila þó inn í hvers vegna Spánverjar bæði fresta barneignum, en spænskar konur eru að meðaltali 32 ára þegar þær eignast sitt fyrsta barn3 og eignast færri börn� MYND 1 ATVINNULEYSI 25 ÁRA OG YNGRI EFTIR HÉRÖÐUM4 Atvinnuleysi og þá einkum atvinnuleysi ungs fólks á Spáni hefur lengi verið í umræðunni� Offramboð er á háskólamenntuðu fólki og leigu­ og fasteignaverð í stórborgunum þangað sem háskólamenntaðir flykkjast er hátt samanborið við launin� Staðan er misalvarleg eftir svæðum líkt og mynd 1 sýnir� Ástandið er verst í suðri þar sem íbúar reiða sig á ferðaþjónustu, en atvinnuleysi ungs fólks í Andalúsíu mældist um 50% á þriðja ársfjórðungi 2020 og um 60% á Kanaríeyjum� Í Madrid og Katalóníu þar sem framboð sérhæfðra starfa er mest er atvinnuleysi ungs fólks rúmlega 30%� Atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármálahrunsins líkt og mynd 2 sýnir og hefur tekið á rás á ný í kjölfar kór­ ónuveirufaraldursins�

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.