Vísbending - 25.12.2020, Page 38
38 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
MYND 2 ÞRÓUN ATVINNULEYSIS Á SPÁNI5
Launum er líka misskipt eftir svæðum en meðallaun
eru einna hæst í Madrid og Katalóníu eða rúmlega 2�100
evrur á mánuði�6 Fasteignaverðið þar er líka hátt og ungt
fólk leigir frekar herbergi og deilir íbúð með 34 öðrum í
svipaðri stöðu� Slík húsakynni eru dæmigerð fyrir vinnandi
fólk í stórborgum, þar sem annars ótengdir aðilar búa
saman, vinna á ólíkum stöðum, eiga hver sína fjölskyldu
og vinahópa utan heimilisins� Það ætti því ekki að koma
á óvart að faraldurinn fór eins og eldur í sinu um bæði
Madrid og Barcelona þegar aðbúnaður fólks er hafður
í huga�
5 Instituto Nacional de Estadística
6 Instituto Nacional de Estadística
7 Instituto Nacional de Estadística https://www.ine.es/jaxi/Datos.htm?path=/t20/e245/p04/provi/l0/&file=0ccaa003.px#!tabs-tabla
8 Ministerio de Sanidad https://www.mscbs.gob.es/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasActual/nCov/documentos/Actualizacion_265_COVID-19.pdf
BÖRN INNILOKUÐ Í 45 DAGA
Útbreiðsla og afleiðingar faraldursins á Spáni er margþætt
og ræðst að einhverju leyti af tilviljunum� Tilviljun að
faraldurinn breiddist fyrst út hjá nágrannaþjóð þeirra,
Ítölum, þar sem samgangur er mikill� Einnig má benda
á að aldurssamsetning þjóðarinnar gerir hana útsettari
fyrir alvarlegum tilfellum sjúkdómsins en fimmtungur
þjóðarinnar er eldri en 65 ára�7 Þá má velta fyrir sér
hvort menningarlegir þættir gætu haft áhrif á útbreiðslu�
SuðurEvrópubúar eru þekktir fyrir að heilsast með 23
kossum og eru Spánverjar þar engin undantekning� Mikil
áhersla er á fjölskylduna og stórir hópar ættingja koma
reglulega saman� Um helgar hittast stórfjölskyldurnar
gjarnan í hádegismat sem varir fram á kvöld og algengt
er að stórir vinahópar hittist með fjölskyldum sínum í
almenningsgörðunum eða á ströndinni og eyði þar deg
inum saman� Spænska heilbrigðisráðuneytið gaf nýlega út
samantekt yfir hópsýkingar þar sem kemur fram að rekja
má rúmlega 40% þeirra til vina og fjölskyldusamvista�8
Útgöngubannið sem tók gildi um miðjan mars 2020 risti
spænsku þjóðina djúpt� Á einni nóttu voru Spánverjar
hnepptir í eins konar stofufangelsi þar sem aðeins einn af
hverju heimili mátti sækja vistir í næstu matvöruverslun
og apótek� Allt í einu var staðsetning kaupmannsins á
horninu ekki lengur heppileg því hún svipti þig eina
réttinum til gönguferðar� Almenningsgörðum var lokað
með lögregluborða líkt og um glæpavettvang væri að
ræða, hjólreiðamenn og hlauparar voru sektaðir, öllum
30
25
20
15
10
5
0 2002Q
1
2004Q
1
2006Q
1
2008Q
1
2010Q
1
2012Q
1
2014Q
1
2016Q
1
2018Q
1
2020Q
1
%
Höfuðborg Spánar, Madríd, varð miðpunktur faraldursins þar í landi. Ljósmynd: Pexels.