Vísbending - 25.12.2020, Side 39
39V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
börum, veitingastöðum og verslunum öðrum en þeim
sem seldu nauðsynjavöru var gert að loka�
Á meðan fullorðnir máttu fara út til þess að sækja
nauðsynjar voru spænsk börn hneppt í algjört stofufang
elsi� Athygli vakti að hundaeigendur fengu undanþágu frá
útgöngubanninu til þess að viðra dýrin sín� Gönguferðin
átti þó að vera stutt og aðeins til þess að fullnægja grund
vallarhreyfiþörf hundsins� Ekki var minnst á hreyfiþörf
barna í reglugerðinni� Af þeim sóttvarnaaðgerðum sem
beinast að börnum eru þessar aðgerðir þær hörðustu í
Evrópu en spænsk börn máttu ekki yfirgefa heimili sín
í 45 daga� Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif
sem það hefur á börn að vera innilokuð svo vikum skiptir
í litlum íbúðum sem eru ekki hannaðar til þess að dvelja
þar löngum stundum�
FRAMTÍÐARHORFUR
Árið hefur einkennst af miklum samdrætti hjá vestrænum
ríkjum en á öðrum ársfjórðungi fór spænska hagkerfið í
dýpstu niðursveiflu frá því í borgarastyrjöldinni� Mynd 3
sýnir breytingu á hagvexti valinna Evrópuríkja miðað við
sama tímabil árið á undan� Samdráttur á öðrum ársfjórðungi
var mestur á Spáni eða 21,5%� Þriðji ársfjórðungur leit betur
út hjá flestum Evrópuþjóðum, að Íslandi undanskildu, en
hagvöxtur mældist þá neikvæður um 8�7% á Spáni�9
Efnahagslegar afleiðingar faraldursins eru mismiklar
eftir löndum� Ástæður fyrir því eru margþættar en þau
Evrópuríki sem hafa upplifað mestan efnahagslegan sam
drátt eiga það sameiginlegt að hafa ráðist í harðar sóttvarna
aðgerðir� Samkvæmt vísitölu um umfang sóttvarna10 gengu
stjórnvöld harðar fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar
í stærstu hagkerfum Evrópu samanborið við Norðurlöndin�
9 Seðlabanki Íslands og OECD
10 Vísitalan um umfang sóttvarna er gefin út af Oxford en hún vegur saman níu ólíka mælikvarða á aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr útbreiðslu
veirunnar og hverstu harkalega þeim er beitt. Heimild: Oxford COVID-19 Government Response Tracker.
Ferðatakmarkanir hafa einnig sett stórt strik í reikninginn
hjá þeim löndum sem reiða sig á komu ferðamanna en
þar eru Spánverjar efstir á lista en hlutur ferðaþjónustu er
um 12% af landsframleiðslu samanborið við 8% á Íslandi�
Í nýútgefinni skýrslu OECD kemur fram að það
muni taka nokkur ár fyrir spænskt efnahagslíf að ná
bata en spáin gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi verði
áfram mikið� Sóttvarnaraðgerðir og ferðatakmarkanir
muni fresta efnahagsbatanum fram að dreifingu bólu
efnis en spáð er töluverðu bakslagi í efnahagslífinu, eða
12,6% samdrætti á síðasta ársfjórðungi 2020� Það er þó
líklegt að hagkerfið taki fljótt við sér þegar ferðatak
mörkunum verður aflétt� Framleiðsluþættirnir eru til
staðar og lítinn undirbúning þarf til þess að Spánn geti
tekið við milljónum ferðamanna árlega að nýju� Hins
vegar er atvinnuleysi ungs fólks, hækkandi fasteignaverð
og pólitísk ólga ekki nýtt af nálinni sem einhverjar
stærstu áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir� Það er
spurning hvort Spánverjar nái með endurskipulagningu
í kjölfar faraldursins að leggja meiri áherslu á að leysa
framangreind vandamál og þannig tryggja betri framtíð
fyrir komandi kynslóðir�
Heimildir:
1. Instituto Nacional de Estadística (talnaefni)
2. Ministerio de Sanidad: Actualizacion 265 COVID-19
https://www.mscbs.gob.es/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasAct-
ual/nCov/documentos/Actualizacion_265_COVID-19.pdf
3. OECD (talnaefni)
4. Oxford COVID-19 Government Response Tracker
https://www.bsg.ox.ac.uk/research/research-projects/coronavir-
us-government-response-tracker
5. Seðlabanki Íslands: Peningamál 2020/3 (talnaefni)
6. World Values Survey 2010-2014
https://www.worldvaluessurvey.org/WVSDocumentationWV6.jsp
MYND 3 HAGVÖXTUR Á 2. OG 3. ÁRSFJÓRÐUNGI (% BREYTING FRÁ FYRRA ÁRI)
2020 Q2
2020 Q3
Sp
án
n
Br
etl
an
d
Fra
kk
lan
d
Íta
lía
Þý
sk
ala
nd
Ísl
an
d
Ho
lla
nd
Sv
iss
Da
nm
örk
Sv
íþj
óð
No
reg
ur
0
-5
-10
-15
-20
-25
%