Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Page 40

Vísbending - 25.12.2020, Page 40
40 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 HVAÐ BER AÐ VARAST Á NÝJU ÁRI? Þótt heimsfaraldrinum ljúki líklega á næsta ári leynast ýmsar hættur í hagkerfinu sem stjórnmála­menn ættu að vera á varðbergi fyrir� Verðhækkanir á fasteigna­ og hlutabréfamarkaði gætu orðið varasamar, auk þess sem samkeppni við láglaunalönd um komu ferðamanna gætu aukið ójöfnuð, sem nú þegar hefur aukist töluvert� Nægar ástæður eru fyrir því að líta björtum augum á næsta ár� COVID­19­draugurinn mun að öllum líkindum verða kveðinn í kútinn eftir að bólusetningar hefjast af krafti og heimurinn mun opnast hægt og rólega á ný� Við tekur bataskeið í hagkerfinu, þar sem atvinnuleysi mun minnka, neysla aukast og framleiðsla vonandi komast aftur í fyrra horf� Aftur á móti hafa mörg viðvörunarljós kviknað í hagkerf­ inu vegna kreppunnar og efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar gegn henni� Ýmsir greinarhöfundar í Vísbendingu hafa bent á þessa þróun á síðustu mánuðum, en hugsanlegt væri að næsta ár fæli einnig í sér miklar verðhækkanir og aukinn ójöfnuð ef ekkert verður að gert� Hér fyrir neðan eru fjögur atriði sem hafa ætti auga á í efnahagsmálum á næstu misserum� MEIRI VERÐHÆKKANIR Á FASTEIGNAMARKAÐI Eins og rakið hefur verið ítarlega í Vísbendingu á árinu hafa miklar og hraðar vaxtalækkanir aukið virkni á fasteigna­ markaði í miðri kreppu� Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru innlán heimila í bankakerfinu 10 prósentum meiri heldur en á sama tímabili í fyrra� Húsnæðisverð hafði einnig hækkað töluvert í október, eða um sex prósent á tólf mánuðum� Ýmsar vísbendingar eru uppi um að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka� Samkvæmt nóvemberskýrslu Hús­ næðis­ og mannvirkjastofnunar (HMS) eru stórir árgangar að fara að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum á næstu árum� Um 47 þúsund manns eru á aldrinum 22­29 ára, sem er rúm fjórðungsaukning á fólki á þessu aldursbili á átta árum� Meðalaldur fyrstu kaupenda er 30 ár, svo búast má við því að fjölga muni í þeim hópi um nær 10 þúsund á næstu átta árum, miðað við árin á undan� Með lægri húsnæðisvöxtum og fleiri Íslendingum á þrítugsaldri má því búast við að eftirspurnin haldist mikil á fasteignamarkaðnum í náinni framtíð� Hins vegar, þrátt fyrir aukinn áhuga á nýjum íbúðum hefur orðið verulegur samdráttur á byggingamarkaðnum, eins og októberskýrsla HMS greinir frá� Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á fyrri helmingi ársins og reiknar Hagstofan með að samdrátturinn hafi haldist svipaður út árið� Einnig er búist við áframhaldandi samdrætti í íbúðafjár­ festingu á næsta ári� Samdráttinn má einnig sjá þegar velta í byggingariðnaði er skoðuð, en hún dróst saman um tæp 16 prósent á fyrri helmingi ársins, miðað við sama tímabil í fyrra� Minni fjárfestingar í íbúðum munu leiða til minna fram­ boðs af fullkláruðum íbúðum þegar fram í sækir� Þetta sést í nýjustu talningu Samtaka iðnaðarins (SI), þar sem íbúðir á fyrstu byggingarstigum í haust voru helmingi færri en á árunum á undan� Samkvæmt HMS þarf að byggja talsvert mikið af nýjum íbúðum til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf, en stofnunin vonar að útgáfa svokallaðra hlutdeildarlána muni hjálpa til við að auka íbúðafjárfestingu aftur� Gangi það ekki upp má búast við áframhaldandi verð­ hækkunum á fasteignamarkaði, þar sem fjöldi kaupenda eykst á meðan fjöldi lausra íbúða dregst saman� Þetta gæti sérstaklega orðið vandamál fyrir þá allra tekjulægstu sem geta ekki sótt sér hlutdeildarlán, en með miklum verðhækk­ unum aukast líkurnar á að þeir festist á leigumarkaðnum� EIGNABÓLA Á HLUTABRÉFAMARKAÐI? Til viðbótar við verðhækkanir á fasteignamarkaðnum væri ekki ósennilegt að hlutabréfaverð hækki líka á næsta ári, sam kvæmt grein sem Eggert Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu, skrifaði í Vísbendingu fyrr í mánuðinum� Í greininni fer Eggert yfir helstu áhrifaþætti verðhækk­ ana í Kauphöllinni á árinu, og nefnir þar helst vaxtalækk­ anir Seðlabankans og aukinn áhuga fjárfesta á hlutabréfa­ markaðnum í kjölfar hlutafjárútboðs Icelandair í haust� Samkvæmt honum leiddu vaxtalækkanirnar til hækk­ unar hlutabréfaverðs á tvenna vegu� Annars vegar jókst JÓNAS ATLI GUNNARSSON hagfræðingur

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.