Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 7
Sund er án efa útbreiddasta og vinsælasta almenningsíþróttin hér á landi. Fólk iðkar sund af ýmsum ástæðum, sumir
nota sundið og sundlaugarnar sér til heilsubótar, aðrir til að slaka á og enn aðrir sækja þangað félagsskap og samveru
við annað fólk. Sund er góður, aðgengilegur og ódýr kostur til að bæta heilsu og auka vellíðan.
Í Borgarnesi er 25 metra útisundlaug með rennibraut, 12,5 metra innisundlaug, heitir pottar, kaldur pottur og gufubað.
Opnunartími sundlaugarinnar í Borgarnesi er sem hér segir:
Alla virka daga frá kl. 6:00-22:00
Um helgar kl. 9:00-18:00
Á Kleppjárnsreykjum er 25 metra útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu. Sundlaugin er tilvalin staður að koma á til að vera í
rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi.
Opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er sem hér segir:
Alla virka daga frá kl. 8:00-16:00
Fimmtudagskvöld frá kl.19:00-22:00
Sunnudaga frá kl. 13:00-18:00
Íbúar eru hvattir til að nýta sér
sundlaugarnar í Borgarbyggð.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Opnunartími sundlauga í
Borgarbyggð