Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202014
Í síðustu viku boðuðu Verkalýðs-
félag Akraness og Akraneskaup-
staður íbúa tveggja fjölbýlishúsa á
Akranesi til fundar á Gamla kaup-
félaginu. Tilefni fundarins var að
upplýsa fólkið um stöðu mála í ljósi
þess að búið er að segja upp öllum
leigusamningum í fjölbýlishúsunum
Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2. Heima-
vellir voru eigendur beggja hús-
eignanna. Nú eftir áramótin seldu
Heimavellir bæði fyrrgreind fjöl-
býlishús og í kjölfar þess var öll-
um 26 leigjendum í þeim sagt upp
samningum. Uppsagnarfrestur sam-
kvæmt gildandi leigusamningum er
mislangur, allt frá þremur mánuð-
um og upp í eitt ár. Fyrstu uppsagn-
ir samninganna taka gildi 1. apríl
næstkomandi þegar sex leigusamn-
ingar renna út. Síðan bætast við
mismargir samningar mánaðarlega
allt til janúar 2021. Nýir eigendur
fjölbýlishúsanna segjast ætla að selja
íbúðirnar og því leggja þeir áherslu
á að íbúar hverfi úr íbúðum sín-
um strax og leigusamningar þeirra
renna út. Því eru 26 fjölskyldur sett-
ar í mikla óvissu og þar við bætist
að þegar svo skyndileg aukin eftir-
spurn verður á leigumarkaði óttast
menn þenslu á leigumarkaði með
tilheyrandi hækkun leiguverðs.
Seldu undir
fasteignamati
Á fundinum kom fram hörð gagn-
rýni á framgöngu Heimavalla í mál-
inu. Fyrirtækið keypti t.d. fjölbýlis-
húsið við Holtsflöt 4 af Íbúðalána-
sjóði fyrir um fjórum árum. Kvöð
um eignarhald rann út um áramót-
in. Í húsinu eru 18 íbúðir. Fram
kom í máli Vilhjálms Birgisson-
ar, formanns VLFA, að húsin við
Holtsflöt og Eyrarflöt hafi nú ver-
ið seld á 27-32% undir fasteigna-
mati. „Þessar tvær blokkir voru því
seldar á 346 milljónum króna lægri
fjárhæð en fasteignamat þeirra segir
til um. Þegar forsvarsmenn Heima-
valla voru spurðir af hverju þeir hafi
valið þessa leið við að afsetja hús-
in, var fátt um svör. Í mínum huga
er einhver skítalykt af málinu,“
sagði Vilhjálmur og bætti við: „Um
leið hunsa Heimavellir loforðið
sem þeir gáfu fyrir nokkrum árum
um að tryggja öruggan og tryggan
leigumarkað hér á Akranesi.“
16 íbúðir til leigu
Á fundinum kynntu Sævar Freyr
Þráinsson bæjarstjóri og Vilhjálm-
ur niðurstöðu þeirra eftir leit að úr-
ræðum fyrir fólkið sem nú stend-
ur frammi fyrir því að missa leigu-
húsnæði sitt. Fram kom hjá þeim
að rætt hafi verið við eigendur 16
íbúða, meðal annars í fjölbýlishús-
unum Holtsflöt 6 og Asparskóg-
um 29. Þessar 16 íbúðir yrðu þá
teknar úr sölu og boðnar fólkinu
til leigu gegn almennu leiguverði.
Það leiguverð er í öllum tilfellum
hærra en það sem fólk hefur fram til
þessa verið að greiða Heimavöllum
við Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2. Nú
er þetta engu að síðu valkostur fyrir
fólkið sem er að missa húsnæði sitt,
að taka á leigu einhverjar af þeim 16
íbúðum sem eru fráteknar og gildir
þar að fyrstu kemur, fyrstur fær, að
sögn Vilhjálms.
Ferli við félagslegt
húsnæði 18 mánuðir
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
hefur frá því að þetta mál kom upp
verið í samtali við fjölmarga aðila.
Meðal annarra félagsmálaráðherra,
forsvarmenn Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar, Bjargs leigufélags
og Bríetar leigufélags. Fram kom
í máli hans að allt ferli við bygg-
ingu nýs félagslegs íbúðarhúsnæðis
yrði lengra en svo að hægt væri að
byggja áður en fólk þarf að vera
búið að losa núverandi leiguhús-
næði. Hins vegar væri vilji til að
auka framboð ódýrs leiguhúsnæðis
í bæjarfélaginu, en tímarammi slíks
ferlis færi aldrei undir 18 mánuði.
Upplýsti Sævar að vilji væri bæði til
þess hjá Bjargi leigufélagi og Bríeti
leigufélagi að aftur yrði komið upp
virkum leigumarkaði á Akranesi
fyrir fólk með lágar tekjur. Upplýsti
Sævar að stefnt væri á að niðurstaða
yrði komin úr þessum þreifingum
fyrir lok febrúar. Þá upplýsti hann
að fyrirtækið Uppbygging ehf. væri
reiðubúið að byggja 30 íbúða hús á
eins skömmum tíma og hægt er, eða
um átta mánuðum, sem yrði með
leiguíbúðum. Skipulag fyrir það
verkefni liggur fyrir.
Hlutdeildarlán
í undirbúningi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, kynnti fyrir fundarfólki hug-
myndir um hlutdeildarlán. Unn-
ið er að undirbúningi slíks kerf-
is af hálfu verkalýðsforustunnar
og stjórnvalda. Hlutdeildarlán eru
útilokandi hugsuð fyrir tekjulága
hópa til að auðvelda þeim að eign-
ast þak yfir höfuðið; ungt fólk og til
dæmis þá sem misstu húsnæði sitt
í hruninu. Í hlutdeildinni felst að
Ríkið lánar 20% af verði húsnæðis
og ber sá hluti kaupanna ekki vexti
og er án afborgana. Ríkið bindur
þannig fimmtungseignarhlut í fast-
eigninni en fær verðið til baka við
sölu, þá fimmtung söluverðs. Kaup-
andinn þarf að fjármagna 5% kaup-
anna og standast greiðslumat á 75%
hluta kaupverðs. Gert er ráð fyr-
ir að hlutdeildarlán nái einungis
yfir nýtt eða mjög nýlegt húsnæði.
Ragnar Þór kvaðst binda vonir við
að lög um hlutdeildarlán geti tekið
gildi á þessu ári, en málið er á borði
alþingismanna. mm
Karlmaður var í Héraðsdómi Vest-
urlands dæmdur til tveggja ára fang-
elsisvistar og sviptur ökurétti ævi-
langt fyrir fíkniefnaakstur og svipt-
ingarakstur. Dómur var upp kveð-
inn 24. janúar síðastiðinn. Maður-
inn var ákærður fyrir að hafa hinn
13. september síðastliðinn ekið bif-
reið sviptur ökuréttindum og óhæf-
ur til að stjórna henni vegna áhrifa
ávana- og fíkniefna um Akrafjalls-
veg uns lögregla stöðvaði för hans
við Garðalund á Akranesi. Blóðsýni
gaf til kynna neyslu kannabisefna,
amfetamíns og metamfetamíns.
Maðurinn játaði brot sín fyrir
dómi. Fram kemur í dómnum að
hann eigi nokkurn sakaferil að baki
sem nær aftur til ársins 2008. Hefur
hann hlotið nokkra fangelsisdóma,
m.a. fyrir fíkniefnaakstur. Var þetta
í fjórða sinn sem hann er sakfelldur
fyrir slíka háttsemi. Taldi dómurinn
því hæfileg refsing hans vera tveggja
mánaða fangelsisvist, auk þess sem
hann var sviptur ökurétti ævilangt.
Hann var enn fremur dæmdur til
að greiða allan sakarkostnað, auk
málsvarnarlauna og ferðakostnaðar
verjanda síns.
kgk
Halla Signý Kristjánsdóttir alþing-
ismaður (B) lagði í síðustu viku fram
munnlega fyrirspurn til heilbrigð-
isráðherra um skimun á brjósta- og
leghálskrabbameini. „Miklu skiptir
að við þessar breytingar, sem fram-
undan eru á skimun eftir krabba-
meini hjá konum, falli ekki niður
sú reynsla og þekking sem byggst
hefur upp hjá Krabbameinsfé-
laginu og best væri að unnið verði
markvisst að því að bæta mætingu
kvenna í krabbameinsleit,“ segir
Halla Signý í samtali við Skessu-
horn. Eins og fram hefur komið
fela breytingarnar í sér að skim-
un fyrir leghálskrabbameini færist
frá Krabbameinsfélagi Íslands til
heilsugæslunnar og brjóstaskoðun
færist til Landspítalans og Sjúkra-
hússins á Akureyri. „Nokkur óvissa
hefur verið um hvernig staðið verði
að krabbameinsleit um landið og
því spurði ég hæstvirtan heilbrigð-
isráðherra hvort gert væri ráð fyr-
ir að allar heilsugæslustöðvar á
landinu skimi fyrir leghálskrabba-
meini? Ef svo er, hvaða fagaðilar
munu bera ábyrgð á skimuninni og
eru uppi áform um að skima fyrir
brjóstakrabbameini á Landspítal-
anum og Sjúkrahúsinu á Akureyri
og verður skimunin gjaldfrjáls?“
Halla Signý kveðst hafa feng-
ið nokkrar fyrirspurnir frá konum
utan af landi þar sem ekki hefur
verið skýrt hvernig verður staðið að
þessu og aðgengi kvenna út á landi.
Því hafi hún kallað eftir svörum
ráðherra. mm
Spurði hvernig staðið yrði að
krabbameinsleit hjá konum
Ók sviptur og
undir áhrifum
Þeir ræddu við íbúa á Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2. F.v. Sævar Freyr Þráinsson, Ragnar
Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson.
Kynntu möguleg úrræði
fyrir leigjendur
Fyrir hádegi í gær sprakk glussas-
langa á bíl Frumherja þegar unn-
ið var við stillingu á hafnarvoginni
á Akranesi. Talsvert magn af olíu
lak við óhappið á götuna. Vaskir
menn frá Slökkviliði Akraness og
Hvalfjarðarsveitar mættu á staðinn,
vopnaðir vikri og strákústum, enda
afleitt að bílar aki yfir glussameng-
aðar götur. Þeir Styrmir, Sigurður
Þór og Björn Bergmann gáfu sér
þó tíma til að líta upp þegar verk-
inu var að ljúka.
mm
Ljósmyndastofan Blik Studio verð-
ur opnuð í dag, miðvikudag, við
Stillholt 23 á Akranesi. Það eru
Daníel Þór Ágústsson og Kim
Klara Ahlbrecht sem reka stof-
una en þau eru bæði faglærðir ljós-
myndarar. Kim er uppalin á Akra-
nesi en Daníel er úr Kópavogi.
Bæði hafa þau lengi verið að mynda
en þau kláruðu nám í ljósmyndun
fyrir tveimur árum.
„Við erum gott teymi og getum
boðið upp á alls konar myndatök-
ur. Höfum reynslu af ungbarna- og
fjölskyldumyndatökum, andlits-
myndum, brúðkaupum og öðrum
viðburðum,“ segir Daníel í sam-
tali við Skessuhorn. Þá hefur Kim
einnig myndað vörur fyrir auglýs-
ingar. Daniel hefur unnið talsvert
fyrir Vísi/Sýn, t.d. við að mynda
íþróttir og stærri viðburði og bætir
því við að bæði sé hægt að fá þau á
staðinn til að taka myndir eða koma
í stúdíó til þeirra.
arg
Glussinn hreinsaður
Kim Klara og Daníel Þór
opna í dag ljósmynda
stofuna Blik Studio á
Akranesi. Ljósm. aðsend
Ljósmyndastofa
opnuð á Akranesi