Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Úr torbæ til tæknilausna Upp eru runnir athyglisverðir tímar þar sem þróun í tækni og vísindum er gríðarleg. Störf breytast og önnur munu hverfa. Til dæmis er fyrirsjáanlegt að afgreiðslustörf í verslunum og veitingastöðum heyri brátt sögunni til. Nú þeg- ar má sjá þess merki. Helgi gamli í Góu, sem á KFC veitingastaðina, ríður á vaðið hér á landi og býður nú viðskiptavinum sínum að gera matarpöntunina á snertiskjám í anddyri kjúklingastaðanna, greiðslan fer svo í gegnum app sem viðkiptavinir eru með í símunum sínum sem tengdir eru við mannlausan við- skiptabanka. Afgreiðslufólkið tínir svo matarpöntunina í bréfpoka og orðalaust hafa viðskiptin átt sér stað á einni mínútu. Sjálfsafgreiðslukerfi taka einnig yfir í matvöruverslunum og þess er ekki langt að bíða að ef fólk vill fá hefðbundna „lifandi“ afgreiðslu í verslun, mun það þurfa að borga sérstakt þjónustugjald fyrir, líkt og þjónustugjöldin í bankanum (þar sem mannshöndin kemur reynd- ar hvergi nærri). Ef allar þær tæknibreytingar sem við nú upplifun eru teknar saman í einni setningu er svarið fjórða iðnbyltingin. Í skjóli tækniframfara leita fyrirtæki sí- felldrar hagræðingar og hér á landi munu þessir hlutir gerast hratt. Ekki ein- vörðungu vegna þess að við erum nýjungagjörn þjóð, heldur ekki síður vegna þess að eigendur fyrirtækja, hvort sem það eru verslanir, veitingastaðir eða aðr- ir, munu innleiða alla þá tækni sem hugsast getur til að spara laun. Jafnvel þótt grunnlaun í þjónustu séu lág í samanburði við önnur störf, þá eru launatengd gjöld og almennur kostnaður við að hafa fólk í vinnu sífellt að hækka. Háar greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingagjald, sumarbústaðagjöldin sem verkalýðs- félögin innheimta og önnur áunnin efnisleg og huglæg réttindi hafa hækkað svo um munar. Þannig þarf atvinnurekandi í dag að bæta við fimmtíu aurum við hverja krónu sem hann greiðir starfsmanni í laun. Skal því engan undra að í þjónustu leiti menn leiða til að fækka fólki og draga úr launakostnaði. Ég sat síðastliðinn laugardagsmorgun áhugaverðan fund sem Lilja D Al- freðsdóttir menntamálaráðherra hélt á Akranesi. Henni varð tíðrætt um hið dýnamíska starfsumhverfi. Sagði hún okkur Íslendinga vel í sveit setta til að takast á við verkefni morgundagsins hvað tækniframfarir varðar. Hér er fólk í eðli sínu lausnamiðað. Benti hún á að lykillinn að framþróun samfélagsins væri að börn og ungt fólk hefði gott vald á íslensku máli og öðrum tungumálum, því þá væri því einfaldlega allar götur greiðar. Með góðu valdi á móðurmál- inu náum við að tileinka okkur nýjungar, lesa okkur til. Tungumálið er þannig leiðin til sjálfsbjargar og síðar til að viðhalda góðri stöðu á alþjóðavettvangi. Því leggur ráðherra áherslu á það í starfi sínu að styrkja íslenskuna sem skil- virkasta tækið í framþróun samfélagsins. En hún beindi einnig orðum sínum að foreldrum og kennurum í skólum. Sagði hún okkur verða að auka aga og benti sem dæmi á þá staðreynd að það tekur að jafnaði 12 mínútur að fá þögn í íslenskum grunnskólabekk. Þessar tólf mínútur nýtast því ekki til kennslu. Kannski þess vegna erum við ekki að mælast lágt í alþjóðlegum PISA könnun- um. Lilja áréttaði að íslenskir kennarar gegni mikilvægasta starfi samfélagsins. Þeir standi hins vegar frammi fyrir stórum áskorunum einmitt vegna tækninn- ar. Þeir þurfa sífellt að uppfæra eigin þekkingu svo ekki væri nema til að halda í við börnin sem geta „googlað“ nánast hvað sem er. Af þeim sökum þurfi Ís- lendingar að hlúa vel að menntakerfinu sem lyklinum að aukinni velsæld. Kannski felst sú velsæld einmitt í að við afgreiðum okkur sjálf í versluninni og unga fólkið sem þar stóð áður vaktina, verður í betur launuðum störfum við eitthvað allt annað í framtíðinni. Allavega er þetta allt býsna athyglisverð og hröð þróun miðað við að einungis eru um sjö áratugir frá því síðasti Íslend- ingurinn fæddist í torfbæ. Magnús Magnússon. Matvælastofnun barst tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardag- inn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Í tilkynningu Matvælastofnunar um atkvikiið segir að gatið hafi uppgötvast við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 metra dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg, alls 408 tonn. Neðansjávareftirlit hafði síð- ast áður verið framkvæmt 22. janú- ar sl. og var nótarpokinn þá heill. „Eftirlitsmaður Matvælastofn- unar hefur skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er at- vikið til meðferðar hjá stofnun- inni. Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnu- dag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt,“ segir í tilkynningu frá Mast. mm/ Ljósm. af sjókvíaeldi úr safni. Nokkur breyting varð á hlutdeild stærstu viðskiptalanda Íslendinga með sjávarafurðir á árinu 2019 frá fyrra ári. Það má meðal annars rekja til loðnubrests á síðasta ári. Var því talsverður samdráttur í útflutningi til þeirra landa sem flytja inn mikið af loðnuafurðum, en þar eru Nor- egur og Japan fremst í flokki. Af- urðirnar sem fluttar eru út til þess- ara tveggja landa eru afar ólíkar. Noregur er stærsta viðskiptaland Íslendinga með fiskimjöl og lýsi, enda ein öflugustu fiskeldisþjóð í heimi. Dróst útflutningur á sjávar- afurðum til Noregs saman um rúma 4,9 milljarða króna á árinu 2019 frá 2018, eða sem nemur rúmum 23% að nafnvirði. Þetta skýrist, að nán- ast öllu leyti, af samdrætti í útflutn- ingi á loðnu til Noregs. Fór hlut- deild Noregs í útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild úr 9,0% í 6,4% á milli áranna 2018 og 2019. Nor- egur var fimmta stærsta viðskipta- land Íslendinga á þann kvarða en var í fjórða sæti á árinu 2018. útflutningsverðmæti sjávaraf- urða til Japans dróst saman um rúma 4,6 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Jafngild- ir það samdrætti upp á tæp 53% að nafnvirði. Fór hlutdeild Jap- ans í útflutningsverðmæti sjávar- afurða úr 3,7% í 1,6% á milli ára. Japan er stærsta viðskiptaland Ís- lendinga með frystar loðnuafurðir. Voru Japanir 16. stærsta viðskipta- þjóð Íslendinga með sjávarafurðir á árinu 2019 en árið 2018 voru þeir í tíunda sæti. mm Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt tillögu að nýrri lögreglusamþykkt fyrir umdæmið fyrir sveitarfélögin í landshlutanum. Þau eru tíu tals- ins og hafa sveitar- og bæjarstjór- nir þeirra ein af annarri verið að afgreiða hana fyrir sitt leyti und- anfarnar vikur. Er þetta fyrsta lög- reglusamþykktin fyrir Vesturland í heild eftir sameiningu lögreglu- embættanna í landshlutanum 1. janúar 2015. Frá þeim tíma hefur lögreglan í landshlutanum starfað eftir eldri samþykktum, sem hafa verið í gildi frá því fyrir samein- ingu embættanna. úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, segir málið í ágætis farvegi. „Vonandi tekst að klára af- greiðslu málsins á þessu ári,“ seg- ir hann í samtali við Skessuhorn. En hvaða þýðingu hefur ný lög- reglusamþykkt fyrir lögreglu og íbúa landshlutans? „Það skipt- ir auðvitað máli fyrir lögreglu og íbúa og aðra að hér sé í gildi sam- ræmt regluverk á þessu sviði,“ seg- ir Lúðvík en bætir því við að ekki sé ástæða til að segja meira um efni nýrrar lögreglusamþykktar að svo stöddu. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Aðfararnótt sunnudags gerði hvassa vestanátt við Faxaflóa. Samhliða hárri sjávarstöðu og miklu ölduróti gekk talsvert á þegar brimið skall á landi. Meðfylgjandi myndir voru báðar teknar næsta morgun og sýna grjót sem barst á land á Akranesi. Annars vegar á strandlengjuna við Langasand og hins vegar á Breið- inni. mm Unnið að nýrri lögreglusamþykkt Loðnubrestur setur mark á viðskiptalönd Gat kom á sjókví með 408 tonnum af laxi Grjót barst á land á Breiðinni. Ljósm. Facebook/Hilmar Sigvaldason Vestan sjógangur Grjót gekk yfir Faxabrautina og göngustíginn við Langasand. Ljósm. Facebook/Unnur Sigurðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.