Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 27 Vísnahorn Jæja eru ekki allir búnir að smakka þorramat að minnsta kosti einu sinni? Reyndar var þessi svo- kallaði þorramatur eða minnsta kosti megnið af honum bara venju- legur heimilismatur meirihluta landsmanna vel fram á daga okkar flestra sem nú eru kölluð eldri borgarar. Oft hefur okkar kyn- slóð og þá ekki síður þær sem á undan komu þurft að bjarga sér með það sem hendi var næst og sleppa því að hlaupa út í búð. Ým- ist af því að peningarnir voru einfaldlega ekki til eða vegna þess að það var of langt til að vera raunhæf lausn. Guðmundur Helgason í Stangarholti var eitt sinn sem oftar að vinna á skurðgröfu og var færður matur en hnífapör- in gleymdust: Ekkert ragur, aldrei mát, á kann lag með hraði, saddi maga og mikið át með járnsagarblaði. Sömuleiðis var það með verslanir fyrri tíma að ekki dugði of mikil sérhæfing. Ein- ar Þórðarson prentari verslaði með ýmislegt og auglýsti allt í belg og biðu en Jón Ólaf- sson ritstjóri raðaði svo saman orðum. Væri gaman að sjá svona auglýsingu úr Kringlunni eða Smáralind: Kunnugt gjörist; til kaups fæst hér Kvöldvökur, Balslevs tossakver, Hersleb og hákarl stækur. Galdrakver fást hér, Grallarar, Grasakverið hans Béusar, súrt smjör og Sálmabækur. Kýrrassa­bók og kaffi­rót kofna­fiður og nýja Snót, jafnvel Jóhönnu­raunir, Hugvekjusálmar, hangiket, húspostillur ég „skaffað“ get, bræðing og enskar baunir. Skónálar, Bröndums brennivín, Barnagull ný og Vídalín, Píslarþankar og púður, Kjöngsplástur, Brama, romm og rjól, rokkar, náttpottar, smíðatól, guðspjöll og glugga­rúður. Á gleraugum brotnum gef ég krít, Grammatík eftir Halldór s. . . . , hjólbörur hef ég stundum, hrátjöru, pappír, hellu’í þak, Hugvekjur biskups, snústóbak, og gamalt guðsorð í pundum. Hirðir og fleiri Halldórs verk, Hreinlætis­pésann, reipi sterk. Sjómönnum sel ég mötu. Ágsborgar­játning, einiber, Úlfars­rímur og Þorlákskver, Sigurljóð, salta skötu. Sniðgylltan Mynster, magála, messuvín, herta þorskhausa, olíu’ og margt hvað meira, Benedikts­sálma’ og kæfu’ í kút, – Kristileg smárit gengin út, og svo er um sitthvað fleira. Eitthvað líkt mun úrvalið í verslun Har- aldar Júlíussonar á Sauðárkróki eða eins og nú er gjarna sagt „Hjá Bjarna Har“. Kristján Runólfsson tók saman lítið brot af því sem þar fæst og hér birtist aðeins lítið brot af kvæðinu: Englahár og illeppar, ausur, skóhorn, matgafflar, sósulitur, sjóhattar, sulta, krem og þessháttar. Reykelsi og rakspírar, rörtangir og skóhlífar, lyklakippur, lakkburstar, lakkrískúlur, hlandkoppar. Spyrðubönd og sparksleðar, speglar, túttur, kavíar, klukkur, pelar, kryddbaukar, klofstígvél og saltsteinar. Teygjur, kort og kantskerar, klemmur, glös og farmiðar, brjóstsykur og blýantar, brækur, grjón og náttsloppar. Flísatangir ferlegar, flórsykur og bandprjónar, tommustokkar, taktmælar, tvinnakefli og saumnálar. Gúmmískór og garðlaukar, greiður, snæri, fræpokar, kambar, skæri og skotpakkar, skarbítur og járnnaglar. Skóflur, tóbak, skaftpottar, skurðarhnífar allskonar, ótal hluti útvegar, einnig Bjarni Haraldar. Já margs þarf búið við var einhvern tímann sagt. Þetta er bara rétt eins og var í Axels- búð á sinni tíð. Ingibjörg Gísladóttir orti um mann sinn og son sem stóðu í útréttingum í kaupstaðarferð meðan hún saup úr bolla hjá vinkonu sinni: Efldir sönnum áhuga. Af öllum mönnum bestir. Þeir eru í önn að útrétta allt sem tönn á festir. Guðni Ágústsson fór í sinni landbúnaðar- ráðherratíð til Kína og hefur vafalaust séð þar bæði margt og markvert en auk þess áskot- naðist honum niðurgangur sem þó mun ekki hafa verið á opinberri dagskrá. Þessi kranklei- ki lagaðist fljótlega en þá kvað Borgfirðingur nokkur sem ekki mun vera samflokksmaður ráðherrans fyrrverandi: Á íslenskan landbúnað lagt er margt ljótt en það versta þó sagt er hve auðlæknanlegur og lífshættutregur er kínverskur kamfílóbakter. Sverrir Hermannsson var um margt eft- irminnilegur og talaði stundum „hreina íslen- sku“ þegar honum þótti við þurfa. Einhvern tímann þegar hann hafði tekið nokkuð stórt uppí sig í ræðustól Alþingis orti Torfi Þor- steinsson: Mörg eru Sverris málblóm kunn meðal landsins dætra og sona. Fleiri eiga þó flónskan munn en flíka honum ekki svona. Þar sem nú er kyndilmessa nýliðin væri kannske ekki alvitlaust að rifja upp þessa ágæ- tu vísu eftir Guttorm J Guttormsson: Glóðin sindrar glöðum eld gefst mér yndi af þessu. Totta ég vindil títt og held tóbaks kyndilmessu. Öll fáum við okkar eftirmæli með einhver- jum hætti. Ýmist góð eða minna góð eins og gengur. Við lát Jóns Björnssonar á Bakka í Viðvíkursveit sem var frammá- og framfara- maður í héraðinu á sinni tíð og þurfti oft að erinda eitthvað á Sauðárkróki eins og gengur orti Stefán Vagnsson: Lengi Jón á Bakka bjó. Börn hann gat og varpið jók. Flyðru og hákarl sótti í sjó. Sat á fundum yfir á Krók. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fleiri eiga þó flónskan munn - en flíka honum ekki svona! Íslandsmótið í uppistandi fer fram í Háskólabíói laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Þar munu tíu uppistandarar keppa um hylli dómnefndar og hreppa titilinn Íslandsmeistari í uppi- standi 2020. Vestlendingar eiga að sjálf- sögðu sína fulltrúa í keppn- inni um Íslandsmeistaratitilinn í uppistandi enda venju fremur skemmtilegt fólk sem þar býr. Það eru þau Ingi Björn Róberts- son, eða Iddi Biddi, Anna Lilja Björnsdóttir og Lára Magnús- dóttir sem kemur fram undir nafninu Lollý Magg. Munu þau kitla hláturtaugar gesta og reyna að heilla dómnefndina í Háskóla- bíói 27. febrúar frá kl. 20:00. Kjartan Atli Kjartansson og Júlíana Sara Gunnarsdóttir kynna keppnina og Sveppi verð- ur sérstakur gestur kvöldins. Dómnefndina skipa þau Edda Björgvinsdóttir, Logi Bergmann Eiðsson, Kristín Vala Eiríksdótt- ir, Fannar Sveinsson, Guðmund- ur Benediktsson, Pálmi Guð- mundsson og Steinunn Camilla Sigurðardóttir. Auk þeirra munu áhorfendur úr sal einnig hafa vægi í valinu á Íslandsmeistaran- um í uppistandi 2020. kgk/ Ljósm. Íslandsmótið í uppistandi. Keppast um Íslandsmeistaratitilinn í uppistandi Lára Magnúsdóttir. Anna Lilja Björnsdóttir. Ingi Björn Róbertsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.