Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202018
Greint var frá því í síðustu viku að
stjórn Ísfisks hf. hafði þá óskað eftir
að félagið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. „Ljóst er eftir 39 ára sam-
fellda starfsemi Ísfisks hf. að kom-
ið er að leiðarlokum. Ísfiskur hef-
ur verið framleiðslufyrirtæki á fiski
allan þennan tíma án þess að vera
með útgerð eða kvóta,“ sagði í til-
kynningu sem Albert Svavarsson
framkvæmdastjóri sendi Skessu-
horni fyrir hönd fyrirtækisins. Hjá
fyrirtækinu störfuðu á Akranesi um
fimmtíu manns þegar mest var og
því ljóst að brottfall þess af sjónar-
sviðinu er mikið áfall fyrir atvinnu-
líf í bæjarfélaginu.
Ísfiskur var lengst af til húsa í
Kársnesinu í Kópavogi en þurfti
að rýma húsnæði sitt þar og selja
vegna uppbyggingar íbúðabyggðar
á þessum eftirsótta stað. Tekin var
ákvörðun um flutning starfseminn-
ar á Akranes 2017 eftir að skrifað
hafði verið undir kaupsamning um
hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda
við Bárugötu 8-10 á Akranesi. Ráð-
ist var í flutninga, en þrátt fyr-
ir mikla vinnu tókst ekki að ljúka
fjármögnun húsnæðiskaupanna og
fór svo að lokum að Ísfiskur hf. var
lýstur gjaldþrota. „Stjórn Ísfisks er
svekkt yfir þessum málalokum og
harmar þau í ljósi stöðu atvinnu-
lífs og þess umhverfis rekstrar sem
stjórnvöld hafs sett okkur í um ára-
tuga skeið. Reynt var í nokkra mán-
uði að loka fjármögnun á félaginu
en út af stóð að það gekk ekki að
fjármagna fasteignina á Akranesi.
Leitað var til nokkurra aðila með
það, en án árangurs,“ segir Albert
í samtali við Skessuhorn. „Ísfiskur
vill þakka starfsfólki sínu þolinmæði
og samstöðu í okkar garð. Einnig
bæjarstjórn á Akranesi, bæjarstóra
og samfélaginu öllu sem tók okkur
vel. Við hörmum að hafa brugðist
ykkur,“ segir hann.
Fyrirtæki sem keypti á
frjálsum markaði
Albert Svavarsson er að vonum
vonsvikinn með að 39 ára sam-
felldri starfsemi Ísfisks hf. sé nú lok-
ið. Rekur hann í samtali við Skessu-
horn ástæður þess. „Ísfiskur hefur
alla tíð verið framleiðslufyrirtæki á
fiski án þess að vera með útgerð eða
kvóta. Við höfum einkum sérhæft
okkur í vinnslu á ýsu og selt inn á
góðan markað, einkum í Ameríku.
Starfsemina höfum við byggst á
kaupum á fiski af fiskmörkuðum og
eru markaðirnir nánast jafngamlir
Ísfiski, hófu starfsemi fyrir nærri 35
árum. Ljóst er með gjaldþroti okk-
ar að þar raðast upp enn eitt fyrir-
tækið sem hefur byggt sín kaup á
fiski á frjálsum markaði. Við bæt-
umst nú í stækkandi hóp fyrirtækja
sem illa hefur farið fyrir og endað í
þroti. Þar má nefna önnur millistór
og stór fyrirtæki svo sem Toppfisk
og Frostfisk,“ segir Albert.
Brot á
samkeppnislögum?
Hann segir að í ljósi þess að fyrir-
tæki sem keypt hafi hráefni á mörk-
uðum fari nú í þrot þurfi að leita
skýringa. Hvað brást - brugðust
stjórnvöld? Þessa spurningu set-
ur hann fram án þess þó að firra
Ísfisk ábyrgð. Engu að síður séu
þetta spurningar sem almenningur
hafi rétt á að fá svör við. „Þessi fyr-
irtæki seldu öll afurðir inn á sterka
og góða markaði. Sum hver á fersk-
fiskmarkaði sem þau byggðu upp
sjálf með erlendum kaupendum.
Þeir markaðir eru enn að kaupa
fisk, en nú njóta aðrir framleiðend-
ur þessarar uppbyggingar sem við
höfum staðið fyrir. Ég fullyrði hins
vegar að öll þessi fyrirtæki voru
rekin af ráðdeild. Ljóst er að í til-
fellum allra þessara fyrirtækja; Ís-
fisks sömuleiðis, er meginástæðan
að okkar mati aðgerðaleysi stjórn-
valda. Þau hafa ekki sinnt sínu hlut-
verki að skapa þessum fyrirtækjum
eðlilegt og sanngjarnt rekstrarum-
hverfi. Stjórnvöld hafa valið að taka
sér grófa stöðu á móti fyrirtækj-
um sem einungis eru í vinnslu og
er það í mínum huga ófyrirgefan-
legt og andstætt hagsmunum fyr-
irtækjanna og almennings. Mun
þessi ákvörðun líklega einnig koma
niður á starfsemi fiskmarkaða þeg-
ar fram líða stundir,“ segir Albert
sem heldur því fram að þetta megi
rekja til tómlætis íslenskra stjórn-
valda. „Þetta skýrist af þeirri um-
gjörð sem ríkir um samkeppnismál
og heimilaða tvöfalda verðmynd-
un á hráefni. Þrætuepli sem nú enn
og aftur stendur styr um, saman-
ber makrílumræðu og fleira. Þessi
umræða verður ekki kveðin niður
nema á þessu verði tekið með lög-
gjöf. Það að stjórnvöld leyfi undir-
verðlagningu hráefnis, að þau verð
fylgi ekki markaðslögmálum í eigin
innri viðskiptum, er að okkar mati
brot á samkeppnislögum. Allavega
í löndum með þroskaða löggjöf um
viðskipti sem víðast á við í hinum
vestræna heimi.“
Líklega væri réttast að
undirbúa málsókn
Albert segir að lönd þar sem svo
vanþroskuð löggjöf sé við lýði kall-
ist bananalýðveldi. „Til dæmis var
tekið á þessum misbresti í Banda-
ríkjunum fyrir hundrað árum með
svokölluðum Antitrust-lögum. Á
undanförnum árum hefur verið lagt
í margar ferðir til Samkeppniseftir-
litsins til að knýja fram breytingar
um málefnið, en án árangurs. Síð-
ast birti eftirlitið álit árið 2012, fyr-
ir ríflega sjö árum, þar sem stjórn-
völd fengu ákúrur. Niðurstaða Sam-
keppniseftirlitsins þá var að þetta
þyrfti að laga og lagði það meira að
segja fram fjórar tillögur og ábend-
ingar til sjávarútvegsráðherra sem
hefðu dregið úr þessari mismun-
un. Ráðherrar málaflokksins hafa
ekkert gert í því allan þennan tíma.
Þetta álit má lesa á vef Samkeppnis-
Ísfiskur náði ekki að fjármagna kaup
á fiskvinnsluhúsi og fór í þrot
„Svekktur yfir afstöðu stjórnvalda og aðstæðum banka,“ segir framkvæmdastjórinn
Fiskvinnsluhúsin við Bárugötu 810 eru nú komin í hendur skiptastjóra.
Meðfylgjandi mynd var tekin í vinnslunni á Akranesi skömmu eftir að hún fór í gang þar. Ljósm. kgk.