Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202026 Sýningin Auður og Auður var frumsýnd á Sögulofti Landnáms- setursins í Borgarnesi á laugardags- kvöld. Þar talar Auður Jónsdóttir rithöfundur til ömmu sinnar, Auðar Laxness, um leið og hún segir sög- una Ósjálfrátt, en nú á annan hátt en áður. Sýningin segir frá ýmsu í lífi Auðar; sambandi hennar við ömmu sína, skrifandi konur, skáldskap- inn sjálfan og skáldskapinn í lífinu. Hún segir ýmsar sögur af fólkinu í kringum sig, snjóflóðinu á Flateyri, óhamingjusömu og mislukkuðu hjónabandi og erfiðum stundum á eigin lífshlaupi. útsendari Skessuhorns var stadd- ur á frumsýningu Auðar og Auðar. Hann ætlar hér að neðan að segja frá sinni upplifun af sýningunni og því við hæfi að skipta frásögninni yfir í fyrstu persónu: ég var yfir mig hrifinn af sýningu Auðar. Hún er ákaflega yfirveguð í frásögn sinni en umfram allt segir hún sögurn- ar af einlægni. Þá gildir einu hvort hún er að lýsa ánægjustundum með ömmu sinni eða erfiðum tímum ráðvilltrar konu í vansælu hjóna- bandi og þeim erfiðu tilfinningum sem á hana leita. Jafnvel þegar hún segir frá löstum fólks gerir hún það af hreinskilni en um leið af virð- ingu. Kannski er slíkt aðeins mögu- legt sé það gert af fullri einlægni og með hlýju. Sama hvað um er rætt, alltaf fannst mér frásögnin falleg og Auður leggja hjartað á borðið. Enn fremur segir Auður frá með húmorinn að vopni. Sýningin er nefnilega bráðfyndin oft og ekki síst þegar hún segir frá erfiðustu stundunum í sögunni. Þó þær hafi án efa verið henni þungbærar á sín- um tíma sér hún húmorinn í þeim í dag. Húmorinn hefur drama- tískan undirtón og því hef ég mik- inn smekk fyrir. En þetta væri ekki fyndið nema af því að maður skynj- ar að henni finnst þetta sjálfri fynd- ið í dag. Hún virkar sátt við vegferð sína og langar að segja frá henni. Það gerir hún svona líka listavel og fallega, af einlægni, með húmor og hlýju. Um leið og sýningin var búin langaði mig að grípa niður í bók hennar, Ósjálfrátt, sem ég hef ekki lesið enn. Hún er hér með komin á leslistann sem aldrei styttist. Mig langar að heyra meira af sögu Auð- ar og gæti meira að segja vel hugsað mér að fara aftur á þessa sýningu. Já, í alvöru, mér fannst hún frábær. Kristján Gauti Karlsson Næstkomandi fimmudag klukkan 19:30 verður fluttur fyrirlestur um borgfirska laxastofna í Safnahúsinu í Borgarnesi. Það er Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur sem flyt- ur erindið, en hann býr yfir mik- illi fagþekkingu og reynslu á þessu sviði eftir áratuga störf og rann- sóknir á Borgarfjarðarsvæðinu. Fyrirlesturinn er nánar auglýstur hér í blaðinu. Hátt á þriðja tug viðburða verða í Safnahúsinu á árinu 2020 og hefur húsið sótt í sig veðrið á þessu sviði á síðustu árum. Alls verða átta mynd- listarsýningar opnaðar auk stórrar ljósmyndasýningar, tónleika, fyrir- lestra og myndamorgna. Nýjung í starfseminni eru m.a. ritsmiðjur og fræðsla um næringu ungbarna og er það hvort tveggja á vegum Hér- aðsbókasafnsins. Sjá má nánar um dagskrána á heimasíðu Safnahúss, www.safnahus.is. Aðal sýningarsalur hússins fyrir tímabundnar listsýningar er Hall- steinssalur sem er á efri hæð húss- ins. Hann er nefndur eftir Hall- steini Sveinsssyni sem færði Borg- nesingum listasafn sitt að gjöf á sín- um tíma. Hallsteinssalur er bókað- ur eitt til tvö ár fram í tímann enda þurfa myndlistarmenn yfirleitt langan tíma til framleiðslu verka sinna. Á þessu ári sýna 13 mynd- listarmenn í salnum, þar af fimm með einkasýningar. Einnig verður þar ljósmyndasýning undir sýning- arstjórn Helga Bjarnasonar blaða- manns svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrum verður auk fyrr- nefnds efnis fjallað um jarðfræði Borgarfjarðar og listakonuna Ás- gerði Búadóttur. Síðast en ekki síst verða haldnir tónleikar í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á sumardaginn fyrsta þar sem nem- endur skólans flytja eigin verk eftir skáldið Þorstein frá Hamri. Í Safnahúsi er unnið með menn- ingarstefnu Borgarbyggðar að leið- arljósi og er hvers konar miðlun þar í fyrirrúmi. Menningardagskrá Safnahúss er styrkt af Uppbygg- ingarsjóði Vesturlands. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu hússins, www.safnahus.is -fréttatilkynning Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Berg- ur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, skrifuðu síðastliðinn laugardag undir viðauka við rekstr- arsamning Snorrastofu og ríkisins, sem gildir næstu fimm árin. Und- irritunin staðfestir að mennta- og menningarmálaráðherra felur fyr- ir hönd ráðuneytis síns og ríkis- stjórnarinnar Snorrastofu daglega umsýslu með verkefninu Ritmenn- ing íslenskra miðalda (RÍM). Stofn- skrá þess var undirrituð í Reykholti í ágúst á liðnu ári, en ríkisstjórnin stofnaði til RÍM í tilefni af því að liðin voru 75 ár frá stofnun lýðveld- is á Íslandi. Meginmarkið RÍM-verkefnisins er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem rit- menning blómstraði á miðöldum. Rannsóknirnar munu m.a. tengj- ast fornleifafræði, sagnfræði, texta- fræði og bókmenntafræði. Reiknað er með að 35 milljónum kr. verði árlega veitt til verkefnisins í fimm ár frá og með yfirstandandi ári. Yfirstjórn verkefnisins er hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu sem auglýsir innan skamms eftir umsóknum um styrki. Þegar umsóknir hafa borist skipar ráðu- neytið úthlutunarnefnd. Hún ger- ir tillögur til ráðherra mennta- og menningarmála sem úthlutar styrkj- um að höfðu samráði við forsætis- ráðherra og fjármála- og efnahags- ráðherra. Öll dagleg umsýsla vegna RÍM-verkefnisins verður eins og áður segir í höndum Snorrastofu í Reykholti. mm Stangaveiðifélag Keflavíkur unir ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 23. janúar síðast- liðnum sem vísaði frá dómi máli sem SVFK höfðaði gegn Fiski- stofu og Fiskræktar- og veiðifélagi Reykjadalsár í Borgarfirði. Fyrir héraðsdómi krafðist félagið að felld yrði úr gildi stjórnvaldsákvörðun Fiskistofu frá 15. janúar 2019 þar sem felldur var úr gildi samningur sem meirihluti stjórnar Veiðisfélags Reykjadalsár hafði gert við SVFK um ráðstöfun á veiði í Reykjadalsá 3. apríl 2018. Veiðifélagið tók síð- asta sumar sjálft yfir sölu veiði- leyfa í ána, nokkrum dögum fyrir upphaf veiðitímabils, í ljósi stjórn- valdsákvörðunar Fiskistofu. Hér- aðsdómur vísaði kæru SVFK frá dómi og gerði auk þess félaginu að greiða allan málskostnað í héraði; 800 þúsund krónur til Fiskistofu og sömu upphæð til Fiskræktar- og veiðifélags Reykjadalsár. Með kæru dagsett 5. febrúar sl. er farið fram á að Landréttur taki málið til efnis- legrar meðferðar og sömuleiðis að ákvörðun um greiðslu málskostn- aðar fyrir héraðsdómi verði lækk- uð. mm Frábær Auður og Auður á Söguloftinu Bergur og Lilja handsala samninginn. Ljósm. gó. RÍM-verkefnið formlega hafið í Reykholti Fríður hópur við veiðar í Straumunum í Borgarfirði, hér búinn að landa 15 punda laxi. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Fyrirlestur um borg- firsku árnar í Safnahúsi Klettsfoss, þriðji neðsti merkti veiðistaður í Reykjadalsá í Borgarfirði. SVFK kærir niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.