Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sóknarfærin Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Þannig var það og verð- ur. Þegar þetta er skrifað hafa um sjötíu einstaklingar verið greindir með hina nýju kórónaveiru hér á landi. Margfalt fleiri hafa verið dæmdir til hálfs mánaðar sóttkvíar þar sem þeir hafa á liðnum dögum komist í tæri við smit- aða eða veika. Með aðgerðum af þessu tagi reyna stjórnvöld hvað þau geta til að hefta útbreiðslu veirunnar. Íslendingum sem koma frá sýktum svæð- um, mest svona skíðabrekkufólki, er nú gert að sæta slíku stofufangelsi. Raunar tek ég ofan fyrir íslenskum stjórnvöldum fyrir flest það sem gert hefur verið eftir að fyrsta smitinu var flogið hingað til lands. Reyndar hefði ég kosið að til landsins væru ekki að koma erlendir einskiptis ferðamenn svona rétt á meðan þetta gengur yfir, en sem fyrr er það hann Mammon gamli sem ræður för, fremur en heilbrigð skynsemi. Ég ætla hins vegar ekki að fara nánar út í það, heldur líta á sóknarfærin. Það felast nefnilega tækifæri í hálfsmánaðar stofufangelsi í heimahúsi. Vel að merkja að því gefnu að fólk sé ekki veikt. Nú skyndilega gefst fólki sem dæmt er til nauðungarvistar heima hjá sér kostur á að upplifa svo ótal- margt sem ekki hefur verið tími til í amstri hversdagsins. Að sjálfsögðu er ég ekki að óska mér eða öðrum þess að lenda í slíkri sóttkví. Öðru nær. Hins vegar gæti ég hæglega talið upp býsna margt sem ég myndi gera við slíkar aðstæður á mínu heimili. Um helgina náði ég til dæmis að bilanagreina ónýta gluggaloku og panta mér íhluti til viðgerðar frá erlendri vefverslun. Þetta gerði ég jafnvel þótt ég hefði fullt ferðafrelsi og ekki einu sinni kvef- aður. Nú, ef ég myndi hins vegar lenda í svona stofufangelsi hefði ég næg- an tíma til að skipta um gluggalokuna í rólegheitunum þegar Íslandspóstur hefur flutt hana fyrir mig fyrir tífalt innkaupaverð hennar. Ekki síður gæti ég gert við bilaða kranann á ofninum í svefnherbergi okkar hjóna, nú eða málað skrifstofuna, en það hef ég aldrei gert í þá bráðum tvo áratugi sem við höfum búið í íbúðinni (herbergið var jú nýmáluð þegar við keyptum). Persónulega finnst mér það ekki koma að mikilli sök að hafa ekki málað, því ég hef heldur ekki komið í verk að skipta út gamla og daufa loftljósinu á skrifstofunni og því sést náttúrlega ekki greinilega að þar þyrfti að mála. Af þessu má sjá að mér veitti ekkert af hálfsmánaðar stofufangelsi ef ég ætti að sjá fram úr bæði óunnum, marglofuðum og/eða hálfkláruðum verkum sem samkvæmt áralangri hefð falla í hlut húsbænda á þeim heimilum sem þeirra nýtur við. Þegar ég svo væri búinn að skipta um gluggalokuna, koma hita á hjóna- herbergið, mála skrifstofuna og skipta um ljósið, svo það sæist að væri ný- málað, væri t.d. hægt að setjast niður og klára smyrnapúðann sem ég byrj- aði að sauma út í handavinnutímanum hjá henni Ólöfu heitinni fyrir 45 árum á Kleppjárnsreykjum. Til að fæða mannskapinn myndi ég fara neðst í frystikistuna því einmitt þar er sá matur sem alla jafnan hefur lengstan eld- unartíma en tilhneiging hefur einmitt verið til að slíkur matur renni frekar út á tíma en það sem snöggeldað er. Þá er líka staðreynd að einmitt það sem lendir neðst í frystikistunni er aldrei notað, af því að það er neðst! Og tal- andi um það: Ég gæti líka nýtt þennan tíma til að hanna alveg nýja gerð af frystikistum. Orðið vellauðugur á því. Kistur eða skápar sem væru þeirrar gerðar að útilokað væri að taka úr þeim nema einmitt þann mat sem hefur verið þar lengst. Slíkt myndi girða fyrir þá hættu sem felst í að vel geymt kjöt á kistubotni gleymist - og verði að endingu hent. Ég sé það núna að hálfs mánaðar stofufangelsi myndi hvergi nærri duga í mínu tilfelli til að rétta af áralanga leti mína. Kannski verður búið að breyta reglunum þegar ég smitast? Kannski ekki. Kannski þarf hvort sem er engan ofnkrana í svefnherbergið. Það er jú að koma sumar. Magnús Magnússon Starfsmenn Borgarverks eru byrjaðir að stækka Grundar- fjarðarbæ um eina fjögur þús- und fermetra, en þeir hafa byrjað að fylla upp í svæðið norðan við höfnina á móts við Hótel Fram- nes. Áætlað er að þeirri fram- kvæmd ljúki í sumar. Landfyll- ingin mun stækka iðnaðarsvæðið á höfninni fyrir athafnalóðir fyr- ir hafnsækna starfsemi. tfk Götunni Hrafnakletti við Fjólu- klett í Borgarnesi var lokað 5. mars síðastliðinn vegna fráveitu- framkvæmda og mun lokunin vara út mars. „Á síðasta ári var hafist handa við gatna- og fráveitufram- kvæmdir í Bjargslandi. Skemmst er að segja frá því að framkvæmd- um miðar vel áfram. Næsti áfangi snýr að því að tengja fráveitulagnir við Hrafnaklett og því þarf að loka götunni næstu þrjár vikur skammt frá Fjólukletti,“ sagði í tilkynningu frá Borgarbyggð. „Biðskýlið við Hrafnaklett, hjá Egilsholti, mun ekki verða notað á meðan. Skóla- börn sem búsett eru í Stöðulsholti þurfa að notast við biðskýlið sem er staðsett við Ugluklett. Engin seink- un verður á akstri skólabíls þrátt fyrir lokun Hrafnakletts en notast verður við 50 farþega rútu á meðan á framkvæmdum stendur.“ mm Slökkvilið Borgarbyggðar var klukk- an 5:30 síðastliðinn sunnudag kall- að út að sumarbústað í Fitjahlíð í Skorradal. Húsið var orðið fullt af reyk og glóð var komin í vegg við kamínu þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Að sögn Bjarna Krist- ins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gengu aðgerðir vel og var lokið á um þremur korterum. Einn maður var í húsinu og gat hann gert slökkvi- liði viðvart. „Það var ekki laus eldur í húsinu, en rjúfa þurfti klæðningu til að komast að glóð í vegg við kam- ínuna. Húsið var hins vegar fullt af reyk þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og ljóst að töluvert miklar skemmdir eru vegna reyks og sömu- leiðis á veggnum. Engan sakaði, sem er að sjálfsögðu mest um vert,“ sagði Bjarni. Bjarni segir nokkuð um að kam- ínur í sumarbústöðum geti verið varasamar, einkum á vetrum þegar frost og snjór stíflar rörin sem frá þeim liggja. „Það getur bæði verið að trekkspjöld frá kamínum stíflist eða bili og þá getur skafið snjó í stromp- ana frá þeim eða frosið í rörum þann- ig að reykur á ekki greiða leið frá eldi í kamínu. Þá ofhitnar þessi búnaður og getur kveikt glóð út frá sér eins og gerðist í þessu tilfelli,“ segir Bjarni mm/ Ljósm. úr safni/kgk. Byrjað á landfyllingu við Framnes Miklar reykskemmdir á bústað í Skorradal Lokanir vegna framkvæmda í Bjargslandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.