Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2020 29 Borgarbyggð – miðvikudagur 11. mars Fyrri ritsmiðja af tveimur: Að skrifa lífið. Fræðandi smiðja Sunnu Dísar Másdóttur um ævisögur, sjálfsævi- sögur, skáldævisögur og gráu svæð- in þar á milli – hvað felst í því að skrifa um eigið líf eða annarra? Lesin verða brot úr ævisögum og gerðar stílæfingar sem veita innblástur til eigin skrifa. www.safnahus.is. Stykkishólmur – miðvikudagur 11. mars Snæfell tekur á móti Grindavík í Domino‘s deild kvenna í körfuknatt- leik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Grundarfjörður – miðvikudagur 11. mars Grundarfjörður fær Hauka B í heim- sókn í 4. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í Grundarfirði kl. 19:15. Snæfellsbær – miðvikudagur 11. mars Ókunnugur - Lokasýning í Rifi. Ókunnugur er krefjandi, óheflað og fordómalaust samtal við áhorf- endur. Aðaláhersla þessa samtals er að ræða við ungt fólk um birting- armyndir kynbundins ofbeldis og samskipti kynjanna. Útgangspunkt- ur verksins er sá að ungt fólk sé al- mennt á móti ofbeldi, þó því hafi ekki endilega auðnast að finna réttu leiðirnar til að taka þátt í barátt- unni gegn því. Þó svo að viðfangs- efni verksins séu eldfim og þörfin á breytingum mikil er verkinu ekki ætlað að predika. Þess í stað er því ætlað að vera hvetjandi, heiðarlegt, fyndið og skemmtilegt og nálgunin sniðin að því að allir geti tengt við verkið, óháð því hvort áhorfendur hafi reynslu af eða mikla þekkingu á viðfangsefnum þess. Frystiklefinn, í samstarfi við Kvennaathvarfið og Þjóðleikhúsið. Höfundar: Gréta Krist- ín Ómarsdóttir og Kári Viðarsson Snæfellsbæ – fimmtudagur 12. mars Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæ- fellsbæjar býður á áhugaverðan fyrirlestur um bætta vellíðan með Begga Ólafs í Grunnskóla Snæfells- bæjar í Ólafsvík kl. 17:00. Beggi Ólafs er fyrirlesari og knattspyrnumað- ur sem stundar meistaranám í hag- nýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunar- sálfræði og hefur mikla ástríðu fyrir sálfræði og vellíðan. Frítt á fyrirlestur og allir velkomnir! Borgarnes – fimmtudagur 12. mars Myndamorgunn á vegum Héraðs- skjalasafns kl. 10. Gestir aðstoða við að greina ljósmyndir úr safnkosti. Akranes – föstudagur 13. mars ÍA og KR B mætast í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá kl. 19:15. Borgarnes – föstudagur 13. mars Skallagrímur körfubolti ætlar að halda námskeið í grunnskólan- um frá kl 19-21 þar sem farið er yfir helstu störf og skyldur dómara í leik. Námskeiðið er opið öllum. Fyrsta skref í menntun dómara ef áhuga- samir vilja prófa það, einnig mjög gott fyrir leikmenn sem og áhuga- sama áhorfendur til að skilja leikinn ennþá betur. Einar Þór Skarphéðins- son úrvalsdeildardómari til fjölda ára og Þorkell Már Einarsson, dóm- ari og lærður eftirlitsmaður munu halda námskeiðið. Þessu námskeiði fylgja engar hæfniskröfur og engar kvaðir. Akranes – laugardagur 14. mars Laugardagar eru fjölskyldudag- ar á bókasafninu. Skiptimarkaður á púslum. Akranes – laugardagur 14. mars 9. bekkur í Brekkubæjarskóla mun standa fyrir sýningu á Bókasafni Akraness dagana 14. - 31. mars. Verk nemenda eru unnin með loftslags- vanda heimsins í huga en með því vilja nemendur vekja fólk til um- hugsunar um þann raunverulega vanda sem þeirra kynslóð stendur frammi fyrir. Snæfellsbær – laugardagur 14. mars Sýningin Varist eftirhermur með Sóla Hólm í Frystiklefanum kl. 20:30. Akranes – sunnudagur 15. mars Leiksýningin Dýrin í Hálsaskógi verð- ur frumsýnd í Bíóhöllinni á Akranesi kl. 12. Forsala miða á Tix.is. Akranes – þriðjudagur 17. mars Opið hús verður í Fjölbrautaskóla Vesturlands þriðjudaginn frá kl. 17-19. Kennarar, nemendur og náms- og starfsráðgjafar verða á staðnum. Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötu- neyti, félagslífi, afreksíþróttum og fleira. Allir velkomnir - Sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráða- menn þeirra. Borgarbyggð – miðvikudagur 18. mars Bingó hjá Félagi aldraðra Borgar- fjarðardölum í Brún kl. 13:30. Hús í sveit eða bústaður Óska eftir að leigja gamalt hús í sveit eða sumarbústað í langtímaleigu í póstnúmerum 301, 310 eða 320. Hafið samband í tölvupósti: jons- ragnh@gmail.com. Óska eftir geymslu Óska eftir geymslu í langtímaleigu. Upplýsingar á netfanginu jons- ragnh@gmail.com. Raðhús til leigu 120 fm, þriggja svefnherbergi rað- hús í Hvalfjarðarsveit til leigu frá 1. júní til 31. desember eða jafnvel lengur. Húsgögn og tæki fylgja helst, einnig yndisleg útikisa. Sendið línu í tölvupósti á netfangið hus.i.hvalfjar- darsveit@gmail.com til að fá frekari upplýsingar. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birt- ist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Finna leiðir til að efla þig og styrkja• Fá upplýsingar um nám og störf• Fá færni þína metna• Fá aðstoð við ferliskrá eða færnimöppu• Takast á við hindranir í námi og starfi• Finna hvar styrkleikar þínir liggja• Komdu þá til okkar og fáðu viðtal við náms- og starfsráðgjafa sem mun aðstoða þig eftir fremsta megni. Pantaðu viðtal: vala@simenntun.is eða í síma 437-2391. Langar þig að: SK ES SU H O R N 2 01 9 4. mars. Stúlka. Þyngd: 4.218 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Alexandra Rut Oddsdóttir og Ketill Vil- hjálmsson, Akranesi. Ljós- móðir: Helga Valgerður Skúladóttir. 6. mars. Stúlka. Þyngd: 3.488 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Júlía Shamar- dina Alexandersdóttir og Runólfur Óttar Kristjáns- son, Borgarfirði. Ljósmóð- ir: Ásthildur Gestsdóttir. 6. mars. Stúlka. Þyngd: 3.462 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Svava Sjöfn Kristjánsdóttir og Egill Þórsson, Hvanneyri. Ljós- móðir: Valgerður Ólafs- dóttir. 7. mars. Stúlka. Þyngd: 3.912 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigrún Ágústa Helgudóttir og Rúnar Freyr Ágústsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafs- dóttir. Frestun tónleika Fyrirhuguðum tónleikum karlakóranna Svana, Söngbræðra og Þrasta í Tónbergi á Akranesi 14. mars nk., sem auglýstir voru í síðasta Skessuhorni, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.