Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2020 27 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Pennagrein Þessi hluti Borgarfjarðar var til forna áfangastaður ferðamanna sem áttu leið um Kaldadal og Arnar- vatnsheiði. Efstu bæirnir Kalman- stunga og Húsafell voru vinsælir gististaðir, það var þingmannaleið til Þingvalla, og norður í Húna- vatnssýslu eða Skagafjörð allt að tvær þingmannaleiðir. Í Kalman- stungu og Húsafelli var löngum seld gisting og annar greiði. Það var í frásögur fært þegar Danaprins gisti í Kalmanstungu fyrir nokkr- um öldum. Stefán Ólafsson bóndi í Kalmanstungu 1858 - 1889 seldi greiða og gistingu. Grímur Thomsen minnist á Húsafell í kvæði sínu Skúlaskeið. Skúli sprengdi Sörla sinn á bökkum Hvítár á flótta yfir Kaldadal. „Sörli er heygður Húsafells í túni,” segir Grímur í kvæðinu. Á tuttugustu öldinni er Húsafell kunnur gististaður, bæði fyrir reis- endur og setugesti. Ásgrímur Jóns- son einn af ástsælustu listmálurum þjóðarinnar dvaldst á Húsafelli, fyrst á sumrin 1915 - 1917, og síð- ar á hverju sumri 4 -6 vikur í senn. Húsafellsmyndir hans eru þjóð- kunnar. Á Húsafelli dvöldu fleiri þjóðkunnir listamenn, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Júlí- ana Sveinsdóttir, Jón Stefánsson og fleiri. Á sínum efri árum teiknaði Ásgrímur kirkju fyrir Húsafell og var hún reist upp úr 1960. Er hún mikið djásn og setur svip á staðinn. Á Húsafelli lagði Kristleifur bóndi niður búskap með búfé og byggði sumarhús fyrir gesti. Nú er á hans parti jarðarinnar mikil sum- arhúsabyggð, hótel og fjórar raf- stöðvar. Kristleifur var móðurbróð- ir Páls listamanns. Páll Guðmundsson ólst upp á Húsafelli. Hann nam málara- og höggmyndalist, bæði hér á landi og erlendis. Þegar hann hafði lokið námi í Þýskalandi 1986 settist hann að á Húsafelli. Hann er nú þjóð- kunnur fyrir listaverk sín, bæði úr steinum sem hann finnur í landinu og svo málverk og grafík. Einnig býr hann til steinhörpur úr hellu- grjóti og flautur úr birki og rabar- bara. Hann breytti fjósi og súrheys- gryfju í listasmiðjur og er sú nýting í stíl við það sem bændur hafa gert þegar þeir hafa breytt gripahúsum í gististaði. Má þar nefna hótelið á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Þar bjó þjóðskáldið Guðmundur Böðvars- son á lítilli jörð. Hann jók tekjur sínar með list sinni og smíðum. Síðar breyttu afkomendur hans úti- húsum í hótel þar sem allt er gert af smekkvísi og listfengi. Ekki má gleyma Fljótstungu þar sem um langt skeið hefur verið tekið á móti gestum í sumarhúsum og nú er þar haglega gerð aðstaða til að sýna gestum einn af hinum frægu hraun- hellum landsins Víðgelmi. Eiríkur Ingólfsson keypti skemmu og átti frumkvæði að því að hún yrði flutt að Húsafelli og þjónaði þar listaverkum Páls. Ara- synir fluttu hana úr Borgarnesi í heilu lagi að launum fyrir listaverk og stendur hún nú á sama hlaðinu og gamla fjósið og þar sýnir Páll myndverk sín og hljóðfæri og sóm- ir skemman sér vel. Aðdáendur Páls reistu hús fyr- ir liðinna tíma listaverk í steinum. Eru það legsteinar flestir höggn- ir eftir afkomendur séra Snorra sem var prestur á Húsafelli 1757 - 1803. Elstur legsteinasmiðanna var sennilega séra Helgi Grímsson. Legsteinn yfir séra Grími Jónssyni föður hans er höggvinn úr rauðum steini úr Bæjargilinu, mesti dýr- gripur. Grafskrift er á latínu og á kanti steinsins má sjá hebreskt let- ur. Sonur Snorra Jakob hjó legstein yfir Snorra föður sinn úr rauðum steini með langri grafskrift. Hann er nú mjög laskaður af veðrum og vindi. Þorsteinn sonur Jakobs var eftirsóttur legsteinasmiður. Verk hans sjást víða t.d. í Snóksdal í Döl- um og á Möðruvöllum í Hörtgárdal svo eitthvað sé nefnt. Annar sonur Jakobs Snorrasonar Gísli hjó leg- steina með grafskriftum og var einn óskemmdur í Húsafells kirkjugarði. Eru verk þess- ara legsteinasmiða haglega gerð og falleg. Legsteinahúsið var reist með byggingarleyfi skipulagsyfirvalda. Nú vill svo undarlega til að leyf- ið er afturkallað með þeim rökum að húsið þjóni ekki landbúnaði. Þetta ber skilyrðislaust að aftur- kalla. Á Húsafelli hefur ekki verið búskapur með skepnum í 50 ár, en öldum saman hefur Húsafell verið ferðamannastaður og ber að skipu- leggja með tilliti til þess. Páll hef- ur nú starfað á Húsafelli í milli 30 og 40 ár. Kirkjuból, Fljótstunga og Húsafell eru mikils virði fyrir land og þjóð og eiga yfirvöld allt að gera til að hlynna að slíkum stöðum. Staður Páls á Húsafelli er lands- frægt djásn og óskiljanlegt ef yfir- völd viðurkenna það ekki. Þorsteinn Þorsteinsson Athugasemd ritstjóra. Þau leiðu mis- tök voru gerð í síðasta blaði að birt var röng mynd með meðfylgjandi grein. Birt var mynd af alnafna höfundar; Þor- steini Þorsteinssyni frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Höfundur er hins vegar Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa- felli. Greinin er því endurbirt með réttri höfundarmynd og beðist velvirðingar á þessu. -mm Oft verður mér hugsað til þess hvað einkennir okkur íslensku þjóðina. Þegar ég segi „okkur” þá meina ég auðvitað okkur, sem rekja megum ættir okkar til forfeðranna sem löptu dauðann úr skel í sagga- kenndum torfkofum og síðar ís- köldum bárujárnshjöllum. Okk- ur, þessi duglegu. Það er ekki laust við að þjóðin líti stórt á sig og hæli sér fyrir dugnaðinn og eljusemina. Að vera komin á þann framfara- stað sem við erum í dag, búandi við velferð í háþróuðu samfélagi. Á tyllidögum berjum við okkur á brjóst fyrir sjálfstæði okkar og út- sjónarsemi. Við hyglum kraftmikl- um einstaklingum sem láta ekk- ert stoppa sig. Einstaklingum sem fara sínar leiðir og vita oftast betur en flestir aðrir. Sjálfstæðir, dugleg- ir Íslendingar sem heyra ekki und- ir neitt yfirvald, þeir ráða sér sjálf- ir. Sterk þjóð! Við teljum okkur ör- lát og hjálpsöm eða a.m.k. hljómar það fallega út á við. Við erum snill- ingar í að taka okkur saman í tíma- bundna góðgerðarstarfsemi. Gefa fjármuni í hópsafnanir þegar mik- ið stendur til. Í safnanir sem blásn- ar eru upp af fjölmiðlum með fræg andlit í fararbroddi. Þá skiptir máli að láta til sín taka og vera áberandi, taka þátt, fylgja hjörðinni og baða egóið í glimmeri. En erum við sem þjóð í raun og sann að hlúa að okkar minnsta bróður eða systur? Erum við tilbúin að gefa af okkar stór- kostlega rými og forréttindum og deila með þeim sem minna mega sín? Hver er sjálfsmynd okkar sem þjóðar? Er það myndin sem birtist svo glöggt og ítrekað í stórmark- aðnum? Í aðstæðunum sem skap- ast þegar aðeins einn afgreiðslu- kassi er opinn og myndast hefur löng röð? Fólk verður óþolinmótt eins og gefur að skilja því það er vissulega að missa af lífinu. Það má ekki vera að því að standa í röð og bíða eftir því að viðskiptavinurinn á undan ljúki sér af. Sam-mann- legt viðfangsefni ekki satt? Óþol- inmóð andlitin skima inn í búðina og bíða eftir bjargvættinum, starfs- manni sem opnar næsta kassa. Þau sjá glitta í kollinn á honum bak við rekkann með pastavörunum. Hann nálgast. Röðin tekur að ókyrrast og fólk fer í viðbragðsstöðu, einkum þeir sem aftastir eru og hafa mesta svigrúmið. Kona í miðri röðinni fylgist sannarlega með atburðar- rásinni og hugsar með sér að það Miðvikudagana 11. og 25. mars stendur bókasafn Safnahússins í Borgarnesi fyrir tvenns konar rit- smiðjum í umsjón Sunnu Dísar Másdóttur. Hún er sjálfstætt starf- andi bókmenntagagnrýnandi, rit- listarleiðbeinandi og skáld. Há- marksfjöldi þátttakenda er 15 og aðgangur er ókeypis. Skráning í smiðjurnar er fyrirfram, hjá Sævari héraðsbókaverði í síma 433-7200 eða á: bokasafn@safnahus.is. Ritsmiðjan miðvikudaginn 11. mars verður klukkan 19:20-22:30 og nefnist „Að skrifa lífið.“ Þar er um að ræða fræðandi smiðja um ævisögur, sjálfsævisögur, skáldævi- sögur og gráu svæðin þar á milli – hvað felst í því að skrifa um eigið líf eða annarra? Lesin verða brot úr ævisögum og gerðar stílæfingar sem veita innblástur til eigin skrifa. Á seinni ritstmiðjunni miðviku- dagur 25. mars kl. 19.20 – 22.30 verður viðfangsefnið „Örsögur.“ Það ver smiðja fyrir fólk sem vill liðka skrifvöðvana og komast í gang. „Varúð: Það er alltof skemmtilegt að skrifa örsögur og nokkur hætta á því að ánetjast iðjunni! En hvað er örsaga? Skoðuð verða nokkur dæmi um þetta skemmtilega bókmennta- form, gerðar verða stílæfingar og æfingar í að skrifa örsögur,“ segir í kynningu. Sjá nánar um viðburði á: www.safnahus.is mm Hálsasveit og Hvítársíða Vatnslitamynd Ásgríms Jónssonar af væntanlegri Húsafellskirkju. Ritsmiðjur framundan í Safnahúsi Hinir síðustu verða fyrstir! sé nú freistandi að skjóta sér fremst í nýju röðina, vera fyrst. Hún átt- ar sig hins vegar fljótlega á því að hún er ekki næst í röðinni. Það er eldri maður á undan henni sem er búin að bíða lengur og þar á und- an ungt par með grátandi smábörn í sitthvoru fanginu. Þau eru einn- ig búin að bíða lengur. Konan finn- ur að kappið hjaðnar og það slakn- ar á innbyggðum viðbrögðunum. Það vill reyndar þannig til að hún er vön að gefa eftir og bíða. Hún veit að ekkert er sjálfgefið enda hefur hún oft þurft að bíða eftir úrræðum í mörgu af því sem hún hefur þurft að kljást við í gegnum tíðina. Hún réttir því úr sér þegar hún sér starfsmanninn nálgast hinn kassann og færir sig aðeins til. Hún býr sig undir að bjóða þeim sem á undan eru að fara fyrstir í nýju röðina, það væri eitthvað svo eðli- legt. Meðan á þessum kurteisislegu hugsunum stóð stukku þeir sem aftastir voru í röðinni fremst í þá nýju og hrósuðu happi að hafa náð fyrsta sætinu. Það er jú einu sinni þannig að fyrstur kemur fyrstur fær ekki satt? Þeir vinna sem hlaupa hraðast og það er engin ástæða til að líta í kringum sig. Það sannast einnig hið fornsagða sem ómar einhversstaðar lengst inni í þokukenndu minni konunnar, eitt- hvað á þá leið að… „hinir síðustu verða fyrstir.“ Hvaðan komu þau orð? Hún velti því vandlega fyrir sér þar sem hún stóð allt í einu aft- ast í röðinni. Skyldi vera komið að henni núna? Ásta Kristín Guðmundsdóttir Pstiill - Ásta Kristín Guðmundsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.