Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 20208 Gaskútum stolið AKRANES: Gaskútum var stolið frá heimili á Akranesi á sunnudaginn. Tekinn var kút- ur við gasgrill. Einnig hafði verið lokað fyrir og átt við kút sem sér íbúðarhúsinu fyrir gasi, en hann síðan látinn vera einhverra hluta vegna. -kgk Strákapör AKRANES: Kveikt var í gróðri fyrir aftan verkstæði við Smiðjuvelli á Akranesi síðdeg- is á laugardag svo skíðlogaði í honum. Farið var og eldur- inn slökktur. Sást til fjögurra krakka að þvælast í kring rétt áður en þetta gerðist en þeir fundust ekki. Á mánudags- kvöld var tilkynnt um eld við bragga á Vesturgötu á Akra- nesi. Þar hafði verið kveikt í sinu og trjágreinum og tveir drengir sáust hlaupa frá vett- vangi. Eldurinn var slökktur en tilkynnandi gat ekki gef- ið góða lýsingu á drengjun- um, nema að annar þeirra hafi verið hávaxinn en hinn lágvax- inn. Á sunnudag sást einnig til nokkura drengja með grímur að kasta eggjum í íbúðarhús á Akranesi. Drengirnir fundust ekki. -kgk Keyrði upp á kant BORGARBYGGÐ: Um- ferðaróhapp varð við Skalla- grímsgarð í Borgarnesi kl. 19:00 á mánudagskvöld. Öku- maður sem ætlaði að beygja út af Borgarbraut beygði aðeins of snemma, ók upp á kantstein og sat þar fastur. Þurfti að loka götunni stutta stund á meðan bíllinn var losaður með krana- bíl. Ekkert tjón varð af óhapp- inu og engin slys á fólki. -kgk Útafakstur SNÆFELLSBÆR: Öku- maður missti stjórn á bifreið sinni og fór út af Snæfellsnes- vegi gegnt Langaholti á mið- vikudagsmorgun. Fjórir voru í bílnum en engin slys urðu á fólki. -kgk Margir ljóslausir VESTURLAND: Eins og undanfarnar vikur hefur lög- regla þurft að hafa afskipti af mörgum ökumönnum sem aka ekki með öll ljós bílanna kveikt. Töluvert margir voru sektaðir vegna þessa í vik- unni, að sögn lögreglu. Einn náði sér til dæmis í sekt fyr- ir hraðakstur og fyrir að vera ekki með ljós tendruð. Sam- tals þarf viðkomandi að greiða 70 þúsund krónur. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 29. febrúar - 6. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 36.761 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 23.602 kg í fimm róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 10.877 kg. Mestur afli: Landey SH: 10.877 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 499.056 kg. Mestur afli: Hafborg EA: 102.097 kg í fimm róðrum. Ólafsvík: 19 bátar. Heildarlöndun: 1.000.875 kg. Mestur afli: Bárður SH: 219.907 kg í sjö löndunum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 1.009.280 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 170.215 kg í sjö róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 130.453 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 120.196 kg í tveimur lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 95.929 kg. 2. mars. 2. Sigurborg SH - GRU: 94.007 kg. 2. mars. 3. Örvar SH - RIF: 83.950 kg. 2. mars. 4. Þórsnes SH - STY: 81.077 kg. 4. mars. 5. Hringur SH - GRU: 68.636 kg. 4. mars. -kgk Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni voru fyrr í mánuðinum kynntar tillögur átakshóps um úr- bætur í innviðum. Fela þær með- al annars í sér að flýta jarðstrengja- væðingu raforkukerfisins að lang- mestu leyti til 2025 í stað 2035 og flýta framkvæmdum við svæð- isflutningskerfi raforku sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun. Einnig að varaafl fyrir raforku verði end- urskilgreint og eflt. Þá verður þrí- fösun rafmagns innleidd samhliða jarðstrengjavæðingu kerfisins, en áætlað er að truflunum í dreifikerfi muni fækka um 85% með jarð- strengjavæðingu. „Snæfellsnesið undan- skilið í heild“ Í greinargerð Landsnets með til- lögunum má sjá að nokkrir stað- ir eru ekki inn á fjárfestingaáætl- un Landsnets til næstu tíu ára, þar af fimm þar sem varaafl dugar ekki fyrir forgangsálagi þurfi að grípa til þess. Þeir staðir eru Snæfells- nes, Húsavík, Prestbakki (Kirkju- bæjarklaustur), Kópasker og Vest- mannaeyjar. Í greinargerðinni seg- ir að framkvæmdir sem eigi að auka afhendingaröryggi þessara staða séu á langtímaáætlun Lands- nets. Þær hafi hins vegar ekki verið tímasettar. Til að laga megi ástand þessara staða er áætlað að þurfi að framkvæma fyrir 8-10 milljarða til viðbótar við núverandi áætlun. Tvítenging Snæfellsness við meg- influtningskerfið fellur þar undir. „Snæfellsnesið er eina heila land- svæðið á Íslandi þar sem Lands- net ætlar ekki að tengja með N-1 hringtengingu á næstu árum. Hin- ir staðirnir eru þéttbýliskjarnar, en Snæfellsnesið er undanskilið í heild og þar með auðvitað öll byggð á Nesinu, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli,“ segir Jakob Björg- vin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykk- ishólmi, í samtali við Skessuhorn. Ein stofnlína á Nesið Aðeins ein stofnlína tengir Snæ- fellsnes við raforkudreifikerfi landsins, 66 kV lína frá Vatns- hömrum í Borgarbyggð að Vega- mótum. Þar skiptist hún í tvennt, fer annars vegar vestur að Ólafs- vík og hins vegar að Vogaskeiði við Stykkishólm og þaðan áfram til Grundarfjarðar. Í greinargerð sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gerðu í kjölfar óveðursins í des- ember síðastliðnum kemur fram að ný 132 kV stofnlína frá Gler- árskógum í Dölum að Vogaskeiði myndi skapa hringtengingu (N-1) bæði á Snæfellsnesi og í Dölum og auka verulega afhendingaröryggi raforku. Ný stofnlína myndi tengja Snæfellsnes við dreifikerfið á Vest- fjörðum framhjá Holtavörðuheiði og tengivirkinu í Hrútatungu. Fram kemur í greinargerð SSV að þessi lína hafi lengi verið á áætlun- um, eða í um 20 ár. Hún hafi hins vegar verið tekin út í síðustu kerf- isáætlun Landsnets. „Þetta er mik- il áhætta fyrir þetta svæði, aðeins ein gömul lína sem tengir Snæ- fellsnes við dreifikerfi landsins og ekki nægt varaafl á svæðinu,“ segir Jakob. „Þetta þýðir að ef línan frá Vatnshömrum að Vegamótum bil- ar, nú eða eyðileggst í óveðri, þá er raunveruleikinn sá að Snæfellsnes verður eins og eyja, ekki með neina aðra tengingu inn á dreifikerf- ið. Þá þyrftum að keyra allt Nes- ið á varaafli og það varaafl sem er fyrir hendi, dísilrafstöðvar og litlar virkjanir, er langt frá því að nægja grunnþörfum svæðisins,“ segir Jak- ob. „Þess vegna þykir mér furðu- legt að forgangsröðun Landsnets sé með þessum hætti,“ bætir bæjar- stjórinn við. Í vondum málum ef rafmagnið fer Bæjarstjórinn segir áform um teng- ingu frá Glerárskógum að Voga- skeiði svo fjarlæg í tíma að enginn raunverulegur undirbúningur sé hafinn. Í framtíðinni verði örugg- lega lögð lína þar á milli og þar með komið á N-1 hringtengingu á Snæfellsnesi. Hann segir hins vegar að flýta þurfi þeim framkvæmdum, en líka sjá til þess að nægilegt vara- afl sé til staðar á Nesinu þar til sú hringtenging verður að veruleika. Óveður geti skollið á Snæfellsnesi líkt og öðrum svæðum á landinu og þá skiptir öllu máli að hafa nóg raf- magn og mannafla til að bregðast við. „Við vorum bara heppin í des- ember að óveðrið náði ekki nema að litlu leyti til okkar, því ef tengingin rofnar þá erum við bara ekki í góð- um málum,“ segir hann og heldur áfram: „Snæfellsnes er kalt svæði að stórum hluta, hús í Grundarfirði, Ólafsvík og víðar eru til að mynda kynt með rafmagni. Ef þær aðstæð- ur koma upp, að þessi eina teng- ing inn á svæðið rofnar, þá stönd- um við ein á báti með ónógt vara- afl og ég geri fastlega ráð fyrir því að strax þyrfti að byrja að skammta rafmagn til að reyna að halda íbúð- arhúsum heitum og tryggja öryggi íbúanna,“ segir bæjarstjórinn. „Ef maður horfir til þessa þá er algjör- lega fráleitt að láta heilt landsvæði sitja svona á hakanum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson að endingu. kgk Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ arg. „Fráleitt að láta heilt landsvæði sitja á hakanum“ Unnið að viðgerðum á raforkudreifikerfinu eftir óveðrið í desember. Ljósm. úr safni/ Rarik/ Arnar Valdimarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.