Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 202026 Vísnahorn Einhvern veginn verð- ur það oft þannig að sauðfjárbændur una sér ekki annarsstaðar betur en í fjárhúsunum og gætu einhverjir illa þenkjandi haldið því fram að þar fyndu þeir andlegan félagsskap. Nú frels- arinn var líka lagður í fjárhúsjötu segir í forn- um fræðum enda orti Onni á Kjörseyri: Okkar leið er vörðuð von um að víkja burt frá syndunum. Menn frelsast helst í fjárhúsonum. -Friður sé með kindunum. Þó oft hafi veðrið verið leiðinlegt í vet- ur hafa þó alltaf komið svona sæmilega fær- ir dagar eða dagspartar inn á milli og raun- verulega ekki margir mjög kaldir dagar. Fyrir þá sem hefur orðið kalt í vetur, vil ég þó til hughreystingar rifja upp vísu Eysteins Gísla- sonar í Skáleyjum þegar Jóhannes Stefánsson á Kleifum kvartaði undan kulda. Þó að núna þér sé kalt þarftu engu að kvíða. Þér mun hitna þúsundfalt þegar tímar líða. Ýmislegt getur nú orðið okkur gagnlegt í kuldum og þá ekki síst notadrjúgt að halla sér að þokkalegum einstaklingi af gagnstæðu kyni. Nú já eða sama kyni ef viðkomandi er þannig sinnaður. Sveinbjörn Beinteinsson gaf vinkonu sinni þennan vitnisburð: Sortnar flest því sigin er sól að vesturfjöllum, ég á mest að þakka þér þú ert best af öllum. Að vísu geta slíkar upphitunaraðferðir haft ákveðnar mannfjölgandi afleiðingar en ætli þær teljist ekki oftast jákvæðar. Um þær kvað Ragnar Ingi: Við sett höfum upp þessa sjálfsögðu vörn, þar sameinast allir flokkar því auðvitað verður að búa til börn til að borga skuldirnar okkar. Dýrólína Jónsdóttir orti svo gullfallega um sólina en rétt er að geta þess að fleiri orða- lagsútgáfur eru til af þessari vísu en ég set hér þá sem ég lærði fyrst og mér þykir best: Sólin málar leiðir lands, ljósin háleit skína. Hennar strjálast geislaglans gegnum sálu mína. Ekki er langt síðan þessa vísu rak á mínar fjörur án höfundar. Væri gaman að vita hvort einhver lesenda minna kannast við hana og þá jafnvel vissi um höfund en vísan er allavega góð: Víttu brigð en vektu ei styggð, víktu hryggð úr sálum. Hnýttu tryggð við dáð og dyggð, deyddu lygð í málum. Einhverjum þótti ég vera full afkastamik- ill í hinum ljótari vísum Elivoga Sveins í síð- asta þætti en það var fjarri því að það væri eina hliðin á honum. Síðasta vísa hans sem hann yrkir þegar hann kemur helsjúkur og dauð- vona heim til konu sinnar gefur dálítið aðra mynd: Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér, hingað teygja tókst mér skref til að deyja hjá þér. Og eftirmæli hans um Skúla Thoroddsen: Nú er Skúla komið kvöld, kempan horfin vorum sjónum Þó að hríði í heila öld harðsporarnir sjást í snjónum. Fyrir ljóðabók sinni Andstæðum hefur Sveinn nokkurt forspjall og þar í eru meðal annars þessar vísur: Hugsun skæra hafa má. Hlaupa á glærum ísum, til að læra tökin á tækifærisvísum. Kvað ég hnjóð og kerskimál, kvað um fróða presta, kvað um glóð og kvað um stál, kvað um góða hesta. Á þingi Landssambands sauðfjárbænda fyr- ir nokkrum árum minntist Sindri Sigurgeirs- son á að vistmaður á elliheimili hefði kvart- að undan því að fá óþarflega oft kjúklinga og varð þessi ræðustúfur Guðbrandi á Staðar- hrauni að yrkisefni: Hann er talsmaður sauða og sjúklinga, svangra, haltra og blindra. Ef konan gefur þér kjúklinga, kvartaðu bara við Sindra. Margir kvarta undan ranglæti heimsins og gera sér oft töluvert starf úr því. Auðvitað er ekkert annað að gera en venja sig við það enda er heimurinn bara ranglátur og þar við situr. Man ekki betur en eftirfarandi vísur séu eftir Heiðrek Guðmundsson: Það er kalt í þessum heimi, þar er valtur sess. Lífið allt er öfugstreymi ungur galt ég þess. Þó að stundum þyki mér þungur lífsins róður þá er Guð í sjálfu sér sínum börnum góður. Björn Þorsteinsson (held að sá hafi verið bankastjóri) orti eitthvert sinn sem útlitið var eitthvað vafasamt í viðskiptaheiminum (löngu fyrir hrun samt): Viðskiptanna á mæðu morgni, mitt í lána þönkunum, gott er að eiga hauk í horni og helst í öllum bönkunum. Seinna bætti hann við: Verðbólgan engu eyrir þótt önnur sé reglan viss, að græddur er geymdur eyrir - ef geymslan er úti í Sviss. Já það gengur sannarlega á ýmsu í heimi viðskiptanna. Guðmundur Sigurðsson banka- maður og gamanvísnahöfundur lýsti þessu þannig á sínum tíma: Á viðskiptanna vegaleysu víða leynist klifið bratt. Mammon bakar mörgum hneisu manni sem í byrjun reisu gróðaveginn gengur hratt. Samvizkuna sumir flekka. Í sýndargengi kapp er þreytt. Blankir menn á börum drekka. borga síðan allt með tékka akkúrat á ekki neitt. Í fjármálanna ys og erjum ýmsa grípur hik og fát. Á réttvísinnar skreipu skerjum skakkafall er búið hverjum sem fer þar ei með fullri gát. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Víttu brigð en vektu ei styggð - víktu hryggð úr sálum Félags- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi og formaður fræðsluráðs Borgarbyggðar hafa undirrit- að samstarfssamning þess efnis að Borgarbyggð innleiði Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og stefn- ir að því að verða barnvænt sveit- arfélag. Sveitarfélögin Akureyrar- bær, Kópavogur og Hafnarfjörð- ur hafa undirritað slíkan samning áður. „Barnasáttmálinn er áttavit- inn sem allt starf með og fyrir börn á að byggja á,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra. „Það er afar gleði- legt að sjá Borgarbyggð setja mál- efni barna og fjölskyldna í svo skýr- an forgang,“ bætir hann við. Það voru nemendur og starfs- menn Kleppjárnsreykjadeild- ar Grunnskóla Borgarfjarðar sem lögðu fram erindi til sveitarstjórn- ar fyrr á árinu, þar sem skorað var á Borgarbyggð að hefja formlegt innleiðingarferli á samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barns- ins. Tók sveitarstjórn vel í erindið og byggir þátttaka Borgarbyggð- ar í verkefninu þannig á frum- kvæði barna sem hér búa,“ sagði Magnús Smári Snorrason formað- ur fræðsluráðs Borgarbyggðar af þessu tilefni. Þau sveitarfélög sem taka þátt munu fá aðgang að mælaborði um velferð barna, en það hefur að geyma safn mælinga úr rannsókn- um á velferð og stöðu barna og ungmenna innan sveitarfélagsins, mælingarnar eru 80 talsins. Nánari upplýsingar um Barnvæn sveitar- félög eru aðgengilegar á vefsíðunni barnvaensveitarfelog.is og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga nálgast þar allar nauðsynlegar upp- lýsingar um innleiðingu Barnasátt- málans. mm Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna kórónaveirunnar á Íslandi ákvað Orka náttúrunnar í síðustu viku að loka tímabundið Jarðhita- sýningunni í Hellisheiðarvirkjun. „Starfsemi Jarðhitasýningarinn- ar er ólík annarri ferðaþjónustu að því leyti að hún er í sama húsi og virkjunarrekstur. Starfsfólk Hellis- heiðarvirkjunar sinnir mikilvægri grunnþjónustu með því að halda starfsemi virkjunarinnar gangandi og er gripið til lokunarinnar til að draga úr líkum á að lykilstarfsfólk veikist. Ekki er grunur um smit og er því eingöngu um varúðarráð- stöfun að ræða. Lokunin er ein af aðgerðum OR og dótturfyrirtækja til að fyrirbyggja að grunnþjónusta fyrirtækjanna raskist,“ segir í til- kynningu. Yfir vetrartímann koma hátt í 200 gestir á sýninguna á degi hverj- um. Lokunin sýningarinnar tók gildi 5. mars. mm Stjórn Samfés, samtaka félagsmið- stöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hefur tekið þá ákvörðun að fresta SamFestingnum 2020 vegna CO- VID-19. SamFestingurinn, sem fara átti fram 20.-21. mars í Laugardals- höll, er stærsti unglingaviðburður Íslands þar sem allt að 4.600 ung- menni af öllu landinu koma sam- an. Undirbúningur fyrir viðburð- inn hefur staðið yfir í fleiri mánuði og tilhlökkunin mikil. Frestun við- burðar af þessari stærðargráðu þýð- ir endurskipulag á dagskrá hjá fé- lagsmiðstöðvum á landsvísu. Sam- Festingurinn, sem fyrst var haldinn árið 1991, er mikilvægasti viðburð- urinn í rekstri samtakanna. „Ver- um ábyrg, stöndum saman og setj- um velferð okkar allra í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningu. SamFestingurinn mun fara fram 22.-23. maí í Laugardalshöll. „Við hjá Samfés fylgjumst áfram vel með stöðunni og fylgjum leiðbeiningum og tilmælum landlæknis og heil- brigðisyfirvalda.“ mm Borgarbyggð mun inn- leiða Barnasáttmála SÞ Á myndinni eru frá vinstri Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráð- herra, Magnús Smári Snorrason formaður fræðsluráðs Borgarbyggðar og Berg- steinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Samfés frestar stærsta unglingaviðburði á Íslandi Loka jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.