Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 202010 Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði fer að dæmi annarra fiskvinnslufyrirtækja hér á landi og hefur nú beint þeim tilmælum til starfsmanna að engar heimsóknir eru leyfðar í starfsstöð fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna óvissu- ástands sem ríkir vegna Covid-19 veirunnar. Að auki er starfsfólk hvatt til að draga úr ferðalögum eins og frekast er unnt og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem Covid-19 far- aldurinn geisar og smit er talið út- breitt. Jafnframt er starfsmönnum bent á að virða fyrirmæli Land- læknis um sóttkví eftir ferðalög til skilgreindra hættusvæða. mm Ríkislögreglustjóri lýsti á föstudag- inn yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19. Fyrstu tvö smit inn- anlands voru staðfest sama daga. Í kjölfarið var ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýking- in er nú farin að breiðast út innan- lands. „Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 28. febrúar síðastliðinn. Ekki hefur verið lagt á samkomubann. Stjórn- völd og viðbragðsaðilar hafa und- anfarið unnið að miklu leyti eins og um neyðarstig væri að ræða og því hafa ýmsar ráðstafanir sem neyðar- stig kveður á um þegar verið gerð- ar. Þar má nefna áætlanir um vökt- un og farsóttagreiningu ásamt því að tryggja að sóttvarnaráðstöfun- um sé beitt. Sóttvarnalæknir bein- ir því sérstaklega til þeirra sem telj- ast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúk- dóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum forðast mannamót að óþörfu.“ mm Íslensk erfðagreinin mun þrátt fyrir allt um miðja þessa viku hefja skim- un á landsmönnum vegna Covid-19 veirunnar. Þetta ákvað Kári Stefáns- son, forstjóri ÍE, eftir að Vísinda- siðanefnd og Persónuvernd drógu til baka ákvörðun sína frá liðinni viku um að skimun af þessu tagi væri leyf- isskyld. Kári tilkynnti því á sunnu- daginn að hann myndi hætta við að hætta við rannsóknina sem hann hef- ur boðið hérlendum yfirvöldum. Alma Möller landlæknir segir að miklu máli skipti að Íslensk erfða- greining taki að sér skimun og kort- lagningu veirunnar. Það sé mikilvægt fyrir bæði Ísland og heimsbyggðina alla. Þá segir Kári Stefánsson Co- vid-19 veiruna vera flókið mál. Hún hafi stökkbreyst þannig að hægt sé að sjá nákvæmlega hvaðan hún kem- ur. Það að rekja veiruna sé hluti af því að verjast henni og sjá hvernig hún hreyfir sig í samfélaginu. Panta þarf vél sem einangrar RNR úr sýnapinnum og þá þarf að panta efnivið til að vinna með áður en hafist verður handa. Skimunin verður unnin undir stjórn sóttvarn- arlæknis og hefst eins og fyrr sagði um miðja þessa viku. mm Þar sem íbúar hjúkrunarheim- ila eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af Kórón- aveirunni. Samtök fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu (SFV) beindu þeim tilmælum til stjórnenda hjúkrunar- og dvalarheimila undir lok síðustu viku að þeir leiti leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimil- anna smitist. „Með hliðsjón af því og í samráði við sóttvarnarlækni og Landlækni vilja Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hvetja hjúkrunarheimili innan samtak- anna til að loka heimilunum fyr- ir heimsóknum ættingja og ann- arra gesta sem allra fyrst og halda þeim lokuðum þar til annað verður tilkynnt,“ segir í tilkynningu sem senda var út á föstudaginn. Öll hjúkrunarheimili á Vestur- landi hafa nú þegar brugðist við þessum tilmælum. Fyrst var Fella- skjól í Grundarfirði 4. mars og síðan koll af kolli; Höfði á Akra- nesi, Brákarhlíð í Borgarnesi, Jað- ar í Snæfellsbæ og dvalarheimilið í Stykkishólmi. Á síðasttalda staðn- um á heimsóknarbannið einnig við um búseturéttaríbúðir þar sem þær eru samtengdar starfsemi hjúkrun- arheimilisins. Þá hefur félagsstarfi aldraða að Borgarbraut 65a í Borg- arnesi nú verið lokað um óákveð- inn tíma. „Matnum verður ekið út til þeirra sem hafa verið að nýta sér það úrræði í félagsstarfinu,“ sagði í tilkynningu frá Borgarbyggð. Nú síðast á mánudaginn ákvað Dala- byggð að taka fyrir heimsóknir til íbúa á dvalarheimilinu Silfurtúni. Forðast smit með öllum tiltækum ráðum Hér að neðan er birtur hluti úr til- kynningu sem Höfði; hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi sendi aðstandendum íbúa þar. Sambæri- leg tilmæli hafa verið send frá öðr- um heimilinum í landshlutanum: „Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilanna veikist af Kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar í húfi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Það er ljóst að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki. Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingj- um eins íbúa til annars íbúa. Jafn- framt verður umferð allara annarra gesta nauðsynlegs starfsfólks á vakt, tökmörkuð inn á Höfða og gerðar hafa verið sérstakar reglur um það. Svo sem birgja með vörur, iðnaðar- menn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin. Varðandi símtöl inn á heimilið og upplýsingar um líð- an heimilisfólks þá bendum við á bein númer inn á hvert heimili sem nálgast má á www.dvalarheimili.is Einnig er mikilvægt að þið kynn- ið ykkur upplýsingar og leiðbein- ingar á vef Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is Þar eru greinar- góðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu málar, en þær geta breyst frá degi til dags.“ mm Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Skimun vegna kórónaveirunnar hefst þrátt fyrir allt Engar heimsóknir leyfðar og dregið úr ferðalögum Tekið fyrir heimsóknir á hjúkrunar- og dvalarheimili Anddyri Dvalarheimilisins í Stykkishólmi. Ljósm. Stykkishólmsbær.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.