Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 202016
Blaðamaður Skessuhorns fékk
mjög vinalegar móttökur þeg-
ar hann kom í heimsókn í Birki-
móa í Skorradal fyrir fáeinum
dögum. Það voru fjórir kátir ís-
lenskir fjárhundar sem tóku
á móti gesti ásamt eigendum
sínum, Ágústi Elí Ágústssyni
og Hrefnu Sigfúsdóttur. Þeg-
ar hundarnir voru allir búnir að
heilsa settumst við niður í eld-
húsi þeirra hjóna og hundarn-
ir lögðust niður og létu lítið
fyrir sér fara en þeir voru ein-
mitt erindi heimsóknarinnar.
Við ræddum um ræktun íslenska
fjárhundsins auk þess sem Ágúst
sagði frá ljósmyndaáhuganum
sem hefur spilað stóran þátt í lífi
hans alla tíð.
Borgarfjörðurinn
fallegur
Hrefna og Ágúst fluttu í Skorra-
dalinn á síðasta ári en þau höfðu
áður búið í raðhúsi í Reykjavík í 30
ár. Þegar dóttir þeirra og tengda-
sonur keyptu húsið af þeim fyr-
ir stuttu fluttu Hrefna og Ágúst í
blokkaríbúð. „Það var ekkert gam-
an að vera með hundana í blokk en
við eigum bústað í Munaðarnesi
og vorum því bara alltaf þar,“ seg-
ir Hrefna. Það var frekar þröngt
um þau í sumarbústaðnum svo þau
ákváðu að kaupa sér hús í Skorradal
en Hrefna á bróður og mágkonu
í Borgarfirðinum. „Okkur þykir
Borgarfjörðurinn fallegur og erum
kunnug hér því við erum búin að
vera mikið í bústaðnum okkar. Svo
bara líður okkur vel í sveit og elsk-
um alveg að vera flutt úr stress-
inu í Reykjavík,“ segir Ágúst. „Það
er æðislegt að vera hér, sérstak-
lega með alla þessa hunda,“ bætir
Hrefna við.
Féll fyrir fyrsta hundi
Hrefna eignaðist sinn fyrsta íslenska
fjárhund fyrir rétt tæpum 50 árum,
þegar hún var 13 ára gömul. „Ég
var alltaf að suða í mömmu um að
fá hund en hún var útivinnandi og
sagði það bara ekki ganga. Þegar ég
var svo 13 ára minnkaði hún við sig
vinnuna og ég ákvað að prufa eina
ferðina enn að suða og fékk þá já, en
með því skilyrði að það yrði íslensk-
ur fjárhundur. Mér var nú nokkuð
sama um það, ég vildi bara hund,“
segir Hrefna og hlær. Hún heillaðist
af tegundinni og þegar hún kynntist
Ágústi heillaðist hann einnig. Fyrsta
tíkin hennar Hrefnu var einn fyrsti
ættbókarfærði íslenski fjárhundur-
inn en tegundin er mjög ung.
Hundarnir skipta
mestu máli
Hrefna og Ágúst ákváðu að hefja
ræktun á íslenska fjárhundinum og
kom fyrsta gotið hjá þeim árið 2002
og heitir ræktunin þeirra Dranga-
ræktun. Í dag eiga þau fimm tíkur
sem allar búa hjá þeim auk þess sem
þau eiga einn rakka sem býr á fóð-
urheimili, þ.e. þau eru skráðir eig-
endur hundsins en fólkið sem hund-
urinn býr hjá sér alfarið um hann.
„Það er bara of erfitt fyrir okkur og
hundana að hafa bæði rakka og tíkur
saman, það er varla hægt,“ útskýr-
ir Ágúst. Þau hafa ræktað samtals 43
hunda á 18 árum sem telst ekki svo
mikið en í hverju goti koma venju-
lega fjórir til fimm hvolpar. Síð-
ast komu þau með got fyrir fimm
mánuðum og býr einmitt ein tík hjá
þeim úr því goti. „Við komum bara
með got þegar það hentar, bæði fyr-
ir okkur og tíkina. Það skiptir máli
að vanda sig við ræktun og leggja
ekki of mikið á tíkurnar,“ segir
Hrefna og Ágúst tekur undir það og
bætir við að þau láti hverja tík aldrei
eiga fleiri en þrjú got. „Hundarnir
eru það sem skiptir mestu máli og
þeirra heilsa og líðan er alltaf í for-
gangi,“ segir Ágúst.
Gott geðslag
Hvað er það við íslenska fjárhund-
inn sem heillar þau hjónin svo mik-
ið? „Geðslagið í honum,“ er Ágúst
fljótur að svara. „Íslendingurinn er
bara eins og barnið þitt, hann elskar
þig og vill vera hjá þér. Það hafa ver-
ið ákveðnir fordómar fyrir tegund-
inni og margir sem halda að þeir séu
bara stanslaust gjammandi. En það
er ekki þannig. Þeir taka vel á móti
þér en svo er það búið og þá eru
þeir svona,“ segir Ágúst og bendir
á hundana fjóra sem liggja rólegir á
gólfinu við fætur eigenda sinna. „Við
bjuggum í 30 ár í raðhúsi í Reykja-
vík og alltaf með hunda. Það hefði
ekki verið hægt ef þeir væru alltaf
gjammandi,“ bætir Hrefna þá við.
„Eflaust eru flestir hundar svona,
elska eigendur sína og vilja vera með
þeim. Við bara þekkjum ekki annað
en þennan íslenska og viljum ekki
þekkja annað,“ segir Ágúst. Hafa
þau þá aldrei átt aðra tegund? „Jú,
við áttum einu sinni blöndu af Bor-
der Collie,“ svarar Ágúst og bætir
við að það hafi verið alveg nóg að
prófa það einu sinni. „Það er stund-
um sagt að þú eigir ekki að fá þér
hund sem er betur gefinn en þú og
þessi var það svo sannarlega,“ seg-
ir hann og hlær. „Hann var erfiður
fyrst en svo róaðist hann og var svo-
sem alveg yndislegur hundur,“ bæt-
ir Hrefna við og Ágúst tekur alveg
undir það.
Hika ekki við að
neita fólki
Hvernig er að vera með marga
hunda saman á einu heimili, kem-
ur þeim alltaf vel saman? „Já, það
eru allir hundarnir hér góðir saman.
Það getur alveg komið upp spenna
en það hefur aldrei komið fyrir að
þeir sláist þannig að einhver slas-
ist,“ svarar Hrefna og bætir við að
það geti verið sérstaklega erfitt að
vera með marga rakka saman, sér-
staklega ef það er líka tík í hópnum.
„Það er líka bara ótrúlega erfitt að
vera með rakka og tíkur saman. Það
er ótrúlega mikil vinna og líka erf-
itt fyrir rakkann þegar tíkin fer að
lóða,“ segir Ágúst og bætir við að
þau ráðleggi alltaf fólki sem er að fá
hvolp hjá þeim að ef það er annar
hundur á heimilinu að þau fái sama
kyn og þau eiga fyrir. Spurð hvort
það sé ekki erfitt að láta hvolp-
ana frá sér og treysta ókunnugu
fólki fyrir þeim, horfir Ágúst bros-
andi á Hrefnu og segir: „Hún venst
því allavega aldrei.“ Hrefna tekur
undir það en bætir svo við að hún
reyni alltaf að vera meðvituð um að
hvolparnir komi til með að fara og
er því ekki að bindast þeim of mikið.
„Maður má ekki leyfa þeim að ná sér
alveg því ekki getur maður átt alla
Settust að í Skorradal og rækta íslenska fjárhundinn
Rætt við hjónin Ágúst og Hrefnu um hundaræktun og ljósmyndun
Ágúst og Hrefna með heimilishundana. Ljósm. arg
Músarindill.
Íslenski fjárhundurinn.
Hestur að brosa fyrir myndavélina.
Ferjukot í Borgarfirði.
Krumminn á flugi.