Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 20206
Sakfelldur fyrir
líkamsárás
AKRANES: Karlmaður
var í Héraðsdómi Vestur-
lands 19. mars síðastliðinn
sakfelldur fyrir líkamsárás.
Var hann sakfelldur fyrir að
hafa veist að manni, skallað
hann í andlitið svo hann féll
í götuna með þeim afleið-
ingum að hann hlaut skurð
yfir hægra auga. Atvikið átti
sér stað á hafnarsvæðinu við
Faxabraut á Akranesi aðfarar-
nótt 7. júlí 2019. Dómurinn
féllst ekki á frávísunarkröfu
ákærða, né á þær meiningar
hans að sú aðstaða hafi verið
uppi í aðdraganda árásarinn-
ar að viðbrögð hans hefðu
getað helgast af neyðarvörn.
Þótti refsing hans, með hlið-
sjón af hreinu sakavottorði,
hæfilega ákveðin 30 daga
fangelsi, skilorðsbundið til
tveggja ára. Manninum var
enn fremur gert að greiða
allan sakarkostnað. -kgk
Stafræn heil-
brigðisþjónusta
LANDIÐ: Sjúkratrygg-
ingar Íslands hafa gefið út
gjaldskrá fyrir fjarþjónustu
sérgreinalækna sem starfa
á stofum utan sjúkrahúsa,
ásamt upplýsingum um skil-
yrði sem slík þjónusta þarf að
uppfylla. Þetta er liður í því
að bæta aðgengi sjúklinga
að heilbrigðisþjónustu við
þær aðstæður sem nú ríkja
vegna COVID-19. Sjúkra-
tryggingar munu greiða sér-
greinalæknum fyrir fjarheil-
brigðisþjónustu, þ.e. sím-
töl og myndsímtöl, þegar
það hentar sjúklingi og þeg-
ar skilyrði um slíka þjónustu
eru uppfyllt, svo sem fyrir-
mæli landlæknis um upplýs-
ingaöryggi við veitingu fjar-
heilbrigðisþjónustu.
-mm
Smitandi lifrar-
drep í kanínum
RVK: Orsök veikinda og
dauða mikils fjölda kanína í
Elliðaárdal í Reykjvavík er
sjúkdómurinn smitandi lifr-
ardrep. Þetta sýna niðurstöð-
ur rannsókna á kanínuhræj-
um sem Matvælastofnun sendi
til greiningar á Tilraunastöð
Háskóla Íslands að Keldum.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
sjúkdómur greinist í kanínum
utan kanínubúa eða heimila á
Íslandi. „ Kanínueigend-
ur skulu gæta þess að smit ber-
ist ekki í kanínur þeirra með
því að kynna sér eðli sjúk-
dómsins og hvað hægt er að
gera til að verjast smiti. Veiran
sem veldur sjúkdómnum sýkir
ekki önnur dýr eða fólk,“ segir
í tilkynningu. -mm
Spili ekki á
sparkvöllum
VESTURLAND: Sem kunn-
ugt er hefur hlé verið gert á
skipulögðu íþróttastarfi og
-æfingum vegna Covid-19 far-
aldursins. Lögreglan á Vestur-
landi hefur undanfarið feng-
ið tilkynningar um að fjöldi
barna og ungmenna hittist til
að spila til dæmis fótbolta á
sparkvöllum í landshlutanum.
Slíkt gengur vitanlega gegn
tilmælum sóttvarnalæknis um
fjarlægðamörk í samkomu-
banninu. „Við hvetjum for-
eldra til þess að útskýra fyrir
börnum sínum mikilvægi þess
að virða nálægðartakmarkan-
ir og fylgja þeim fyrirmælum
sem gefin hafa verið út,“ segir
í tilkynningu á Facebook-síðu
lögreglunnar. -kgk
Vandi sig
í verslunum
VESTURLAND: Lögregl-
an á Vesturlandi segir að helst
beri á því að fólk þurfi að
vanda sig meira í verslunum,
með tilliti til samkomubanns-
ins og þeim tilmælum um fjar-
lægðamörk milli manna sem
beint hefur verið til fólks. Að
sögn lögreglu gætir fólk sín
almennt, en brögð hafa verið
að því að fólk virði fjarlægða-
mörk ekki nægilega vel í versl-
unum, einkum þegar komið er
að afgreiðslukössunum. Skv.
upplýsingum frá almanna-
varnanefnd Vesturlands hef-
ur verið rætt við forsvarsmenn
allra matvöruverslana í lands-
hlutanum, sem hafa gripið til
mikilla ráðstafana vegna Co-
vid-19 faraldursins. Flestall-
ir eru sammála um að leið-
beiningum um tveggja metra
fjarlægðarmörk sé ekki nógu
vel fylgt en þó megi merkja
breytingar til góðs síðustu
daga. Lögregla og almanna-
varnanefnd vilja því minna
fólk mikilvægi þess að fara eft-
ir leiðbeiningum sóttvarnaryf-
irvalda.
-kgk
Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku
út ný fyrirmæli vegna brota á
sóttvarnarlögum og reglum sett-
um samkvæmt þeim vegna Co-
vid-19 faraldursins. Í þeim er
meðal annars að finna sektar-
ákvæði.
Við broti gegn skyldu til að
vera eða fara í sóttkví liggur sekt
á bilinu 50 til 250 þús. krónur,
og sama sektarupphæð liggur við
broti gegn skyldum þeirra sem
eru í sóttkví.
Sekt við broti gegn reglum um
einangrun getur hlaupið á 150 til
500 þúsund krónum.
Hvað varðar brot á reglum um
fjöldasamkomur, þar sem fleiri
en 20 koma saman, getur ein-
staklingur sem sækir samkomuna
átt yfir höfði sér 50 þúsund króna
sekt. Sekt forsvarsmanns eða
skipuleggjanda viðkomandi sam-
komu getur verið á bilinu 250 til
500 þúsund krónur. Þá liggur á
bilinu 100 til 150 þúsund króna
sekt við broti á reglum um lok-
un samkomustaða og starfsemi
vegna sérstakrar smithættu.
Allar sektarupphæðir ákvarðast
af alvarleika brota, innan ofan-
greindra sektarramma.
kgk
Fjörtíu og einum starfsmanni
Skagans 3X og Þorgeirs & Ellerts á
Akranesi var í síðustu viku sagt upp
störfum. Er fyrirtækið í hópi nokk-
urra íslenskra fyrirtækja sem gripið
hafa til hópuppsagna á þessum tím-
um óvissu á heimsvísu. Fjölmarg-
ir nýta sér auk þess úrræði stjórn-
valda að færa starfsmenn tíma-
bundið í hlutastörf. Höfðu á mánu-
daginn yfir 20 þúsund starfsmenn í
landinu, sem starfa hjá um fjögur
þúsund fyrirtækjum, sótt um hluta-
bætur til Vinnumálastofnunar til
að koma í veg fyrir varanlegar upp-
sagnir.
Að sögn Ingólfs Árnasonar,
framkvæmdastjóra Skagans 3X og
Þorgeirs & Ellerts, er í tilfelli fyrir-
tækja hans um að ræða varúðarráð-
stöfun sem gripið er til svo mæta
megi þeim breytingum sem verða
á mörkuðum fyrir framleiðslu-
vörur fyrirtækisins. Nú þurfi ein-
faldlega að horfa fram á óþekkt
ástand. „Veruleikinn hefur breyst
hratt undanfarna daga og við höf-
um meðal annars þurft að kalla
heim starfsmenn, sem unnið hafa
að stórum verkefnum víðs vegar
um heiminn. Hvað við tekur veit í
raun og veru enginn. Eitt er víst að
heimsmyndin breytist og við þurf-
um að mæta þeim breytingum,“
segir Ingólfur í samtali við Skessu-
horn. Hann bætir við að þannig
hljóti öll fyrirtæki um heim allan
að vinna þessa dagana. „Það var því
óhjákvæmilegt að grípa til varn-
araðgerða. Þær eru vissulega sárs-
aukafullar en nauðsynlegar. Þær
eru vonandi tímabundnar og þeim
er ætlað að tryggja betur sókn okkar
inná markaðinn þegar hann opnast
að nýju. Okkar sannfæring er sú að
sá nýsköpunarkraftur sem býr inn-
an fyrirtækisins muni nýtast okkur
vel í þeim áskorunum sem mæta
okkar eftir að þessi ósköp eru yfir-
staðin,“ segir Ingólfur Árnason.
mm
Ný sektarákvæði vegna
brota á sóttvarnalögum
Uppsagnir og skert starfshlut-
fall í kjölfar breyttra aðstæðna