Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 7

Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 7 Starf verkefnastjóra í fjármáladeild Akraneskaupstaðar Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra í fjármáladeild stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið Verkefni í tengslum við fjárhagsáætlun og • ársuppgjör, m.a. gerð launaáætlana og umsjón með gerð viðauka. Umsjón með innheimtu og innheimtuferlum • Akraneskaupstaðar. Vinna að rafrænum lausnum.• Þjónusta og ráðgjöf við önnur svið og stofnanir, • m.a. fjárhagslegar greiningar og samantektir. Umsýsla með bókhaldi Höfða, hjúkrunar- og • dvalarheimilis. Afleysing í fjarveru fjárreiðufulltrúa.• Verkefnastjóri er staðgengill fjármálastjóra.• Menntunar- og hæfnikröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi.• Reynsla af bókhaldi, reikningshaldi, áætlanagerð • og fjármálastjórnun. Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri • stjórnsýslu nauðsynleg Góð greiningarhæfni og færni í upplýsingatækni • er nauðsynleg Þekking og reynsla af bókhaldskerfinu Microsoft • Dynamics NAVISION er æskileg Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð• Góð samskipta- og leiðtogahæfni• Frumkvæði og metnaður að ná árangri í starfi• Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri í síma 433-1000 eða á netfangið thorgeir.jonsson@akranes.is. Sækja skal um rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýsl- unni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæði, metnaður og víðsýni. SK ES SU H O R N 2 02 0 Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstu- dag 15 aðgerðir á sviði landbúnað- ar og sjávarútvegs. Er þeim ætlað að bregðast við áhrifum Covid-19 faraldursins á þessar greinar. Mark- miðið er að lágmarka neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað og sjávarút- veg til lengri tíma, en um leið skapa öfluga viðspyrnu þegar ástandið er gengið yfir, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í landbúnaði verða aðgerðirn- ar eftirfarandi: Íslensk garðyrkja verður efld til muna með auknum fjárveitingum og þjónusta og ráð- gjöf til bænda aukin vegna Co- vid-19. Tilfærslur verða mögu- legar á greiðslum samkvæmt gild- andi búvörusamningum innan árs- ins 2020, afurðatjón vegna Co- vid-19 verður skráð og greiðslur til fólks sem sinnir afleysingaþjónustu verða tryggðar. Komið verður á fót mælaborði fyrir landbúnaðinn til að bæta framsetningu gagna um fram- leiðslu, birgðir og framleiðsluspár og óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit. Þá verða einnig gerðar ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi. Það sem snýr að sjávarútvegi og fiskeldi er: Að komið verði til móts við grásleppusjómenn sem lenda í sóttkví eða einangrun varðandi lengd veiðitímabils, að afgreiðslu rekstrarleyfa fyrir fiskeldi verði flýtt og eftirlit og stjórnsýsla styrkt. Þá verði aukið fjármagn látið renna til hafrannsókna, aukið svigrúm gefið til að flytja aflaheimildir milli fisk- veiðiára og að vinnu við útgáfu ár- skvóta deilistofna síldar, kolmunna og makríls verði flýtt. Almennar aðgerðir snúa að því að fallið verði frá áformum um 2,5% hækukn á gjaldskrá Matvælastofn- unar til 1. september næstkom- andi. Auk þess að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtækja í matvælafram- leiðslu vegna samkomubanns. kgk/ Ljósm. úr safni. Nú í dag, 1. apríl, var Upplýsinga- miðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi lokað. Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur eins og kunnugt er samið við Ljómalind um að reka upplýsingamiðstöð í Borgarnesi út þetta ár. „Mörg önnur sveitarfélög á Vesturlandi eru líka að reka öfl- ugar upplýsingamiðstöðvar og því þótti ekki ástæða til að Markaðs- stofa Vesturlands ræki upplýsinga- miðstöð á einum stað í landshlut- anum, meðan sveitarfélögin væru að sinna þessari starfsemi á öðr- um stöðum,“ segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Vesturlands. „Auk þess hefur ríkið gefið það út að ekki sé vilji til að styðja fjárhagslega við mannaðar upplýsingamiðstöðvar, heldur er það vilji Íslandsstofu að beina öllu stuðningsfé sem varð- ar upplýsingagjöf í rafræna miðl- un. Nú í apríl verður því starfsemi Vesturlandsstofu/Markaðsstofu Vesturlands flutt úr Hyrnutorgi í sama húsnæði og SSV hefur skrif- stofur sína á Bjarnarbraut 8 í Borg- arnesi. mm Árgangur 1982 á Akranesi hefur hafið fjársöfnun til stuðnings syni Esterar Óskar Liljan sem lést í kjölfar slyss á Akranesi 14. febrú- ar síðastliðinn. Tilkynning árgangsfélaga er svohljóðandi: „Kæru íbúar Akra- ness! Vinir og jafnaldrar Ester- ar Óskar hafa stofnað söfnunar- reikning í formi framtíðarreikn- ings, en Ester Ósk lést í hræði- legu slysi þann 14. febrúar síð- astliðinn og skilur hún eftir sig einn son. Styrkurinn er ætlað- ur syni Esterar og verður lagður inn á lokaðan framtíðarreikning á hans nafni, sem mun nýtast hon- um sem aðstoð inn í lífið eftir að hann verður 18 ára gamall. Þeir sem vilja sína samhug og leggja söfnuninni lið geta lagt frjáls framlög inn á eftirfarandi reikn- ing á nafni Arnars Óla, sonar hennar: Banki: 0552-18-000236 og kt. 160805-3070. Með von um góðar undirtektir og samfélags- lega góðvild.“ mm Aðgerðir í landbúnaði og sjávarútvegi Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi hefur nú verið lokað. Búið er að loka upplýsingamiðstöð Vesturlands Hefja söfnun fyrir son Esterar Óskar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.