Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 11 Skagafiskur ehf. • Kirkjubraut 40, Akranesi • Sími: 518 1900 FISKUR ER HOLLUR OG GÓÐUR Skagafiskur - fiskverslun Við tökum vel á móti þér Fylgstu með okkur á /skagafiskur SK ES SU H O R N 2 02 0 Bakvarðasveit í velferðarþjónustu Auglýst er eftir starfsfólki til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu á Akranesi. Óskað er eftir liðsinni úr hópi almennra starfsmanna auk félagsliða, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraliða o.fl. sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í velferðarþjónustunni með skömmum fyrirvara. Reynsla af störfum í velferðar- þjónustu er kostur en ekki skilyrði. Tímavinna, hlutastarf eða fullt starf allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á þeirri starfstöð sem um ræðir hverju sinni. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar. Við viljum hvetja fólk sem hefur tök á að sækja um starf í bakvarðasveitinni og byggja upp bakverði um allt land. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjall- ið, 1717.is ákvað félagsmálaráðu- neytið í síðustu viku að styðja við þjónustuna. Stuðningurinn mun efla Hjálparsímann og netspjallið í að sinna meðal annars fjölskyldum, börnum og ungmennum, fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlend- um uppruna á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru uppi vegna CO- VID-19. „Það hefur verið gríðar- leg aukning í samtölum sem okkur berast síðastliðnar vikur og við höf- um fjölgað mjög þeim sem svara í símann. Sjálfboðaliðar hafa brugð- ist vel við og eru ómetanlegir fyrir okkar starf,“ segir Kristín S. Hjálm- týsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Hjálparsíminn 1717 og netsp- jallið 1717.is er opið allan sól- arhringinn þar sem þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og skilaboðum sem berast. Auk þess að styðja við og efla það starf sem þar er þeg- ar unnið mun félagsmálaráðu- neytið tengja Hjálparsímann við aðra aðila sem veita viðkvæm- um hópum þjónustu og ráðgjöf, bæði stofnanir og félagasamtök. Starfsfólk Hjálparsímans mun þannig leitast við að greina að- stæður þeirra sem hafa samband, veita þeim hefðbundinn stuðn- ing og vísa þeim á fagaðila sem gætu boðið viðkomandi frekari aðstoð eftir eðli vandans. Sér- stök áhersla verður lögð á að efla netspjall Rauða krossins, en það er sú leið sem flest börn og ung- menni nýta til að hafa samband. Markmiðið er að tryggja að greiður aðgangur sé að stuðningi og aðstoð fyrir þá sem það þurfa, vegna álags, streitu, ofbeldis, vanlíðan eða annarra orsaka. „Þegar álag og streita í sam- félögum er mikil, leikur stuðn- ingur og ráðgjöf mikilvægt hlut- verk. Með þessu samstarfi viljum við að tryggja að viðkvæmir hóp- ar í samfélaginu fái nauðsynleg- an stuðning og þjónustu á þess- um óvenjulegu tímum,“ segir Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mm Mikið álag á hjálparsíma og netspjall RKÍ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.