Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202012
Lífið í Covid 19 Viðbrögð sveitarfélaga
Nú þegar við stöndum frammi fyrir kórónuveiru og áhrifum
sem hún kemur til með að hafa á efnahag fólks og fyrirtækja
er mikilvægt að brugðist sé við til að minnka skaðann. Ríkið
hefur komið fram með ákveðnar aðgerðir til að milda höggið
fyrir almenning og fyrirtæki í landinu en sveitarfélögin þurfa
sömuleiðis að bregðast við. Skessuhorn hafði samband við
sjö bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi og ræddi við þá um
hvernig eigi að bregðast við í þeirra sveitarfélögum.
arg
Í Hvalfjarðarsveit er þegar búið að
samþykkja tillögur um fyrstu skref
sem tekin verða til að bregðast við
áhrifum kórónuveirunnar á sam-
félagið. „Sem fyrstu viðbrögð við
ástandinu hefur sveitarstjórn sam-
þykkt nokkrar aðgerðir þegar í
stað,“ segir Linda Björk pálsdótt-
ir sveitarstjóri í samtali við Skessu-
horn. Hún segir þær ákvarðanir sem
þegar er búið að taka séu að einung-
is skuli greitt fyrir nýtta þjónustu í
sveitarfélaginu. „Foreldrar eða for-
ráðamenn þurfa ekki að greiða fyrir
þjónustu og fæði í leik- og grunn-
skóla þá daga sem börnin eru ekki
í skólanum. Að auki hefur verið
ákveðið að fæðisgjald í grunnskól-
anum verði einungis 40% af gjald-
skrárfjárhæðinni á meðan ekki sé
unnt að bjóða upp á fæði með sama
hætti og áður,“ segir Linda.
Aðspurð segir Linda að horft sé
til þess núna að flýta viðhaldsfram-
kvæmdum og öðrum fyrirhuguð-
um nýframkvæmdum. „Þetta á til
dæmis við um byggingu íþrótta-
húss og skipulag og gatnagerð í
Melahverfi. Svo eru viðhaldsverk-
efni í langtímaáætlun okkar sem við
munum líklega færa framar í tíma,“
segir Linda. Ferðaþjónusta er at-
vinnugrein sem mun finna mikið
fyrir ástandinu en í Hvalfjarðarsveit
eru fyrirtæki sem stóla á ferðaþjón-
ustuna sem atvinnu. „Við erum að
skoða möguleika á að koma með
auknum hætti að kynningu og efl-
ingu ferðaþjónustunnar í sveitar-
félaginu,“ segir Linda og bætir
við að ekki sé búið að ákveða með
hvaða hætti það verði gert. Varð-
andi skatta og önnur gjöld segir
Linda að beðið sé eftir frekari leið-
beiningum frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga „Það er mín tilfinning
að flestir séu að bíða eftir leiðbein-
andi reglum frá þeim enda er vinn-
an þar í fullum gangi og við vilj-
um öll finna sem bestu lausnir og
bregðast við til að höggið verði sem
minnst,“ segir Linda.
arg
Að sögn Kristjáns Sturluson-
ar sveitarstjóra er verið að skoða
hvernig megi minnka höggið á fjöl-
skyldur í Dalabyggð. „Við erum
að skoða aðgerðir bæði til skemmri
og lengri tíma. Byggðarráð hef-
ur fjallað um málið og þetta verð-
ur tekið fyrir á fundi sveitarstjórn-
ar núna á fimmtudaginn. Til um-
fjöllunar er að fella niður gjöld fyr-
ir þjónustu sem fólk er ekki að nýta
eins og skólamötuneyti og leik-
skólaþjónustu. Einnig hefur verið
til umræðu möguleg frestun á fast-
eignagjöldum en þetta er allt enn
á umræðustigi. Næstu skref eru að
fara yfir rekstur sveitarfélagsins út
frá þessum breyttu aðstæðum og
finna hvaða leið sé best fyrir okkur
öll,“ segir Kristján. Til lengri tíma
kemur að sögn Kristjáns til greina
að fara í framkvæmdir til að efla at-
vinnu. „Við vorum með áætlun um
töluverðar framkvæmdir á þessu
ári og næstu tveimur árum og það
kemur til greina að flýta þeim enn
frekar. En eitt verðum við að hafa í
huga sem er hvort framkvæmdirn-
ar hafi áhrif á atvinnu í sveitarfé-
laginu. Nú er það þannig að sumar
af þessum stóru framkvæmdum sem
eru á dagskrá hjá okkur skapa ekki
endilega störf hér ef stórir verktak-
ar annars staðar frá sjá um þær, þó
alltaf séu afleidd áhrif,“ segir Krist-
ján og bætir við að þetta sé þó allt
til skoðunar.
Sér það jákvæða líka
„Þetta er allt spurning um hvernig
sé best að milda aðstæður fyrir íbúa
í Dölum,“ segir Kristján. „Á þess-
ari stundu erum við fyrst og fremst
að horfa á hvernig best sé að að-
lagast óhjákvæmilegum breyting-
um í samfélaginu og hvað það er
sem kemur sér best fyrir þá sem hér
búa,“ bætir hann við. Telur hann að
þetta ástand muni hafa varanlegar
breytingar í för með sér og hann
vonar að þær verði líka til góðs.
„Ég hef trú á að við munum nýta
tæknina betur þegar þetta er yfir-
staðið og til dæmis er ég viss um
að styttri fundi munum við frek-
ar taka í gegnum fjarfundarbún-
að því það bæði sparar töluverð-
an tíma og peninga. Svo er maður
vissulega ánægður að sjá að í fram-
kvæmdapakka ríkisins er Skógar-
strandarvegurinn loksins kominn á
dagskrá. Þar er löngu kominn tími
á framkvæmdir sem ég er viss um
að verði mikil lyftistöng fyrir okk-
ur í Dölunum og í samfélögunum
hér í kring, bæði hvað varðar sam-
göngur, ferðaþjónustu og samvinnu
sveitarfélaga hér á svæðinu,“ segir
Kristján að endingu.
arg
Þórdís Sif Sigurðardóttir fékk
sannarlega stórt verkefni til að
takast á við á fyrstu dögum sínum
sem sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Hún lagði áherslu á að koma sér
vel inn í mál kórónuveirunnar og
segir hún að í Borgarbyggð hafi
strax verið ákveðið að mikilvægt
væri að koma til móts við fjölskyld-
ur og fyrirtæki í sveitarfélaginu
á þessum tímum. „Við erum að
skoða hvaða leiðir séu bestar og
höfum til hliðsjónar leiðbeining-
ar frá Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga,“ segir Þórdís í samtali
við Skessuhorn. Hún bendir á að
byggðarráð hafi samþykkt á síð-
asta fundi sínum að veita aðilum í
atvinnurekstri heimild til að óska
eftir frestun greiðslna fasteigna-
gjalda í allt að þrjá mánuði á árinu
og verið sé að fylgjast með hvern-
ig málin þróast og skoða leið-
ir til að standa vörð um fyrirtæki
í samfélaginu. „Við erum með
ýmis járn í eldinum og erum til
að mynda farin að skoða að flýta
framkvæmdum og fara í viðhalds-
verkefni sem hefðu kannski beð-
ið aðeins lengur við aðrar aðstæð-
ur,“ segir Þórdís. „Á svona tímum
verða sveitarfélög og ríki að stíga
fram til að halda atvinnulífi gang-
andi og ég held að við séum í raun
mun betur í stakk búin núna en
eftir bankahrunið.“
Ánægð hversu
jákvætt fólk er
Þórdís segist vera nokkuð bjart-
sýn á að samfélagið í Borgarbyggð
komi sterkt út úr þessum aðstæð-
um. „Ég held að þetta komi til með
að hafa minni áhrif hér á lands-
byggðinni en til dæmis á höfuð-
borgarsvæðinu. Starfsemin hér er
ólík, við erum meira í frumfram-
leiðslu og ég held að áhrifin til
lengri tíma verði því minni hér,“
segir Þórdís og bætir við að það
sé þó vissulega eitthvað sem tím-
inn einn muni leiða í ljós. „Þegar
við ákveðum hvernig við munum
bregðast við verðum við að sjálf-
sögðu með í huga hvað sé fólki og
fyrirtækjum hér í sveitarfélaginu
fyrir bestu. En þær ákvarðanir
sem við höfum þegar tekið er að
fólk mun bara borga gjöld fyrir þá
þjónustu sem það nýtir, leikskóla-
þjónustu, dagvistun og fæðisgjöld
og mánaðar- og árskort í sund og
líkamsræktarstöðvar verða fram-
lengdar sem samsvarar þeim tíma
sem lokað verður. Ef fyrirtæki eða
fólk lendir í vandræðum viljum
við endilega hvetja alla til að leita
til okkar og við skoðum hvort og
þá hvernig við getum aðstoðað.
Ég er virkilega ánægð hversu já-
kvætt fólk er og engin sé að kvarta
yfir ástandinu, ekki svo maður
heyri. Allir virðast bara átta sig á
þessari stöðu sem við erum í og
sýna ástandinu fullan skilning,“
segir Þórdís.
arg
Í Snæfellsbæ snýst vinnan núna
um að leiðbeina fólki hvernig megi
bregðast við ástandinu sem ríkir.
Að sögn Kristins Jónassonar er ekki
búið að taka ákvarðanir um hvernig
sveitarfélagið muni bregðast við til
að styðja við íbúa og fyrirtæki. „Það
liggur þó ljóst fyrir hjá okkur að
við munum gera það sem við get-
um til að létta róðurinn hjá íbúum
og fyrirtækjum hér í Snæfellsbæ,“
segir Kristinn í samtali við Skessu-
horn. „Eins og er erum við á fullu
að halda samfélaginu gangandi og
veita íbúum upplýsingar og fylgj-
ast með upplýsingum frá almanna-
vörnum og bregðast við þeim.
Þessu ástandi fylgir mikil vinna en
samhliða henni erum við að skoða
hvað við getum gert til að bregð-
ast við. Við höfum þegar ákveðið að
fresta gjalddögum á fasteignagjöld-
um hjá fyrirtækjum. Eins er ljóst að
við munum endurgreiða leikskóla-
gjöld þá daga sem fólk er ekki að
nýta þjónustuna. Það er ljóst að nú
sem aldrei fyrr reynir á okkur og þá
verðum við að standa við okkar. Við
munum gæta að hagsmunum íbúa
hér á svæðinu en eins og er höf-
um við ekki komist í að ákveða ná-
kvæmlega hvernig við munum gera
það. Það er alltaf best að segja stöð-
una eins og hún er og svona er hún
hjá okkur núna,“ segir Kristinn að
endingu. arg
Aðgerðir sveitarfélaganna í ljósi aðstæðna
Í Dölunum er áhersla á að
milda aðstæður fyrir íbúa
Kristján Sturluson sveitarstjóri í
Dalabyggð. Ljósm. úr safni.
Kristinn Jónasson sveitarstjóri í Snæ
fellsbæ. Ljósm. úr safni
Ætla að styðja við íbúa og
fyrirtæki í Snæfellsbæ
Flýta framkvæmdum í Hvalfjarðarsveit
Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í
Hvalfjarðarsveit. Ljósm. úr safni
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í Borgarbyggð. Ljósm. úr safni.
Ýmis járn í eldinum í Borgarbyggð