Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 16

Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202016 Lífið í Covid 19 Hver er konan? Helga Guðjónsdóttir, 51 árs og bý í Snæfellsbæ. Starfa sem atvinnuráð- gjafi hjá SSV og sem framkvæmda- stjóri Samtaka smærri útgerða. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já, ég hef áhyggjur af heilsu míns fólks og annarra en ég finn að við erum í góðum höndum og hef fullt traust á öllu því góða fólki sem leggur nótt við dag við að skipu- leggja baráttuna og takmarka skað- ann. Auðvitað hef ég líka áhyggjur af efnahagslífinu, fyrirtækjunum í landinu, störfum fólks og allri óviss- unni sem liggur yfir okkur núna. Þessi niðursveifla verður sennilega dýpri en nokkur önnur en við erum áfallaþolin þjóð og við rísum upp enn einu sinni og vonandi sterkari en nokkru sinni fyrr. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Faraldurinn hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Ég held mig mest heimavið, það er mikil breyting, engin ferðalög vegna funda. Sam- skipti við fjölskyldu, vini og vinnu- félaga fara fram í gegnum síma og tölvu. Það góða við faraldurinn er að drengurinn minn sem er við nám í Reykjavík er kominn heim í mömmudekur og fjarnám, það er yndislegt að hafa hann heima. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Ég er vön því að vinna ein og vinn oft heima þannig að það er ekki mikil breyting. Breytingin hjá mér í vinnunni felst helst í því að fund- ir eru allir rafrænir og ég kann vel að meta það. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Bara um leið og þær komu fram, ég er frekar varkár að eðlisfari þannig að það lá í hlutarins eðli að ég færi bara eftir því sem mér var sagt. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fara varlega og fylgja fyrirmæl- um. En það er líka mikilvægt að tapa ekki gleðinni. Sem betur fer er samkenndin í samfélaginu mikil og við finnum svo vel að við erum í þessum slag saman. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Ég er ánægð með viðbrögð stjórn- valda og vona að aðgerðapakkinn verði til þess að við náum að spyrna við. Ég er líka ánægð með að vís- indamennirnir fái að ráða ferðinni í baráttunni við veiruna. Hefur samkomubann áhrif á þig? Ég er nú mjög heimakær þannig að áhrifin eru minni hjá mér en sum- um öðrum. Ég reyni að virða fjar- lægðarmörk þegar ég fer út á með- al fólks og því fylgja vissulega breytt samskipti. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Ég reyni að fara sem sjaldnast í búð og með innkaupalista til að eyða sem minnstum tíma í búðinni. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Ég held að lærdómurinn verði mik- ill og á ýmsum sviðum. Kannski lær- um við að lifa meira í núinu, hægj- um á og njótum hvers dags sem okk- ur er gefinn. Hvernig sem það verð- ur þá er einnig ljóst að mörg verðum við tæknilega mun færari en áður. Við lærum að fjarvinna og fjarfund- ir geta skilað góðum árangri. Því er ég viss um að við munum hér eftir minnka mikið ferðalög milli lands- hluta vegna funda og fleiri fá tæki- færi til að sinna störfum sínum án staðsetningar og geta því valið hvar þeir vilja búa á landinu. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Ég ætla að leyfa mér að vona að sum- arið létti okkur lífið og með haustinu fari allt að falla í eðlilegar skorður. Kanntu góðan Covid brandara? Ha, eru þeir til? Nú þegar Covid-19 faraldurinn er vonandi við það að nálg- ast hámark hér á landi, fýsti okkur á Skessuhorni að heyra hljóðið í nokkrum íbúum í landshlutanum. Eftir að hafa samþykkt þátttöku voru spurningar sendar til fólks og það beðið að lýsa kjörum sínum, áskorunum og venjum þeg- ar við þurfum að sæta samkomubanni. Hjá allflestum hef- ur ástandið teljanleg áhrif. Sumir eru heimavinnandi, jafn- vel í sjálfskipaðri sóttkví, röskun er á starfi barna, innkaup til heimilisins eru með öðrum hætti og áfram mætti telja. Ritstjórn þakkar greinargóð svör en án undantekninga brást fólk vel við beiðni um að gefa lesendum innsýn í líf þess á þessum óvenjulegu tímum í lífi þjóðar. mm Hver er maðurinn? Sigurður Már Sigmarsson sjúkra- flutningamaður hjá HVE. 47 ára og bý á Brekkubraut 4 á Akranesi. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já, útbreiðslu veirunnar og hvernig hún leggst á fólk. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Það er auðvitað bara beint heim eftir vinnu og láta lítið fyrir mér fara, sem reynist mjög erfitt þar sem ég er dálítið; „út um allt mað- ur.“ Sakna smá kossanna og knúsir- ísins frá mömmu. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Það er búið að stokka upp hópn- um og það eru tveir sem vinna sam- an og mega helst ekki hitta hina hópana. Erum tveir uppi á sjúkra- bílastöð og þrír niðri á sjúkrahúsi og tveir úti í bæ. Það er ekki auð- velt. Mikið púsluspil, en við förum í gegnum þetta með bros á vör eins og allt sem við göngum í gegnum. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fólk passi sig og fari eftir reglum og bönnum. Haldi geðheilsu og veri gott við hvert annað. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Stjörnvöld bregðast mjög vel við og eiga hrós skilið. Hefur samkomubann áhrif á þig? Jú, ég hef misst af sjö fermingar- veislum, tónleikum og hugsanlega utanlandsferð. Annars er ég bara góður. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Fer eins sjaldan og hægt er og kaupi mikið í einu. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Vonandi helling. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Of lengi. Ég er hræddur um að ástandið lagist ekki í bráð. Kanntu góðan Covid brandara? Jú, jú Stefnir bróðir sagði mér einn ógeðslegan, en ég læt hann ekki flakka. Svoleiðis brandara segir maður ekki upphátt. Íbúar á Vesturlandi spurðir um þeirra aðstæður í veirufaraldri „Faraldurinn hefur áhrif á daglegt líf okkar allra“ Helga Guðjónsdóttir segist vön því að vinna ein og heima. Því eru viðbrigðin minni hjá henni en mörgum öðrum. „Mikið púsluspil - en við förum í gegnum þetta með bros á vör“ „Jú, ég hef misst af sjö fermingarveislum, tónleikum og hugsanlega utanlands­ ferð. Annars er ég bara góður.“

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.