Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202018
Lífið í Covid 19
Hver er maðurinn?
Bergur Þorgeirsson, forstöðumað-
ur Snorrastofu í Reykholti. 62 ára
og bý í Þórishúsi í Reykholti.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og
ef já hverju helst?
Já, ég hef áhyggjur af Covid-19,
ekki síst vegna þeirra sem eru með
undirliggjandi sjúkdóma.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
Já, við hjónin vinnum að mestu
heima. Sjálfur fer ég líka í vinnuna í
Snorrastofu hinum megin við göt-
una, þar sem ég er aðallega í sam-
skiptum við fólk í gegnum tölvuna.
Erum í raun í sjálfskipaðri sóttkví,
enda er 82 ára gamall tengdafaðir
minn kominn til okkar úr bænum
ásamt Gotta sínum, íslenskum fjár-
hundi. Við birgðum okkur vel upp
af matvælum til að minnka rápið.
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Breytingar á vinnu minni hafa ver-
ið miklar. Snorrastofa lokaði gesta-
móttökunni mánudaginn 23. mars
og hafði þar áður frestað öllum við-
burðum um óákveðinn tíma. Að
öðru leyti hafa breytingar hjá mér
sjálfum ekki verið miklar, truflun
við vinnu er minni og hafa því af-
köst aukist, t.d. við skýrslu- og áætl-
anagerð og rannsóknir, sem kemur
sér vel. Fátt er svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott.
Hvenær fórstu að taka alvarlega
ábendingar vegna Covid-19?
Bara um leið og flestir. Ég fylgi
leiðbeiningum stjórnvalda eins vel
og ég get, enda njótum við þess
hér á landi að búa við miklu betra
upplýsingaflæði en flestir. Þann 10.
mars rann alvara málsins virkilega
upp fyrir mér, þ.e. daginn þegar
við hjónin ákváðum að fresta ferð
til útlanda í frí þann 16. mars. Að-
dragandinn að þeirri ákvörðun var
langur, mikið tvístigið, en léttirinn
mikill um leið og niðurstaðan varð
ljós.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Halda góðum tengslum innan fjöl-
skyldunnar, fara eftir leiðbeining-
um yfirvalda og standa þannig sam-
an sem þjóð. Einnig er mikilvægt að
gera heimasóttkví að „veislu“, t.d.
með því að gefa sér góðan tíma fyr-
ir spjall, elda góðan mat, njóta bók-
anna sem aldrei vannst tími til að
lesa, kíkja á vandað sjónvarpsefni,
klára vanrækt verkefni og hreyfa
sig, en Reykholt býður upp á fjöl-
margar gönguleiðir. Sóttkví getur
því reynst ómetanlegt tækifæri.
Hvernig finnst þér stjórnvöld vera
að bregðast við?
Mér finnst stjórnvöld bregðast hár-
rétt við og er ég virkilega stoltur af
framvarðarsveitinni, sem stýrir að-
gerðum. Þá er ég einnig sáttur við
björgunarpakka ríkisstjórnarinnar.
Það er ekkert að því að gagnrýna
stjórnvöld á þessum erfiðu tímum,
en sú gagnrýni þarf að vera upp-
byggileg. Það er boltinn sem gildir,
en ekki maðurinn.
Hefur samkomubann áhrif á þig?
Samkomubann breytir minni vinnu
töluvert mikið þar sem Snorra-
stofa hefur frestað öllum viðburð-
um. Bannið hefur hins vegar gert
að verkum að ýmislegt hefur kom-
ist í verk, sem annars hefði setið á
hakanum. Ég virkilega nýt þessar-
ar vinnu.
Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
Þar sem við búum langt frá versl-
unum eru innkaupaferðir fáar og
því mikilvægt að nýta þær vel með
magninnkaupum. Í sjálfu sér ekki
mikil breyting frá því sem áður
var.
Hvað munum við Íslendingar
læra af þessum heimsfaraldri?
Maður lifandi, ég læt mig dreyma
um ansi margt í þessu samhengi.
Mér fannst ýmislegt í hugarfari
breytast til hins betra við hrun-
ið 2008, efnishyggjan minnk-
aði og fólk hugði betur að and-
legum verðmætum. Sama vonast
ég til að raunin verði núna. Síðan
má minnast á mikilvægi matvæla-
öryggis, samstöðu í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum, minnk-
andi tortryggni gagnvart mennta-
fólki (meintri „elítu“), minni múg-
sefjun og minni pópúlisma. E.t.v.
mun ástandið bægja heiminum frá
fasisma og stuðla þannig að meiri
samstöðu á heimsvísu með t.d. efl-
ingu alþjóðlegra stofnana. Örygg-
isventlarnir þurfa að vera til stað-
ar, t.d. í sjúkdómavörnum, lofts-
lagsmálum og efnahagsmálum.
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Þetta er skilgreiningaratriði, en
erlendir ferðamenn munu tæpast
heimsækja Snorrastofu í sumar. Ég
vonast til að ástandið verði strax
orðið betra hjá okkur í lok apríl,
en ég er svartsýnni fyrir hönd ým-
issa annarra, eins og t.d. Banda-
ríkjamanna. Þeir verða í basli fram
á haust.
Kanntu góðan Covid brandara?
Hann kom til mín frá Magn-
úsi, ritstjóra Skessuhorns: „Sam-
tök svissneskra geðlækna voru að
senda frá sér tilkynningu. Þau vilja
bara taka það fram að eins og stað-
an er núna þá er fullkomlega eðli-
legt að tala við pottablómin, gælu-
dýrin og kommóðuna. Þið þurf-
ið ekki að hafa samband við þá
út af því, þau hafa nógu öðru að
sinna. Ef þú færð hins vegar svar
frá kommóðunni, endilega hafðu
samband...“
Hver er konan?
Fjóla Mikaelsdóttir, 30 ára fjögurra
barna móðir og bóndi á Kringlu í
Miðdölum. Vinn við afleysingar á
heilsugæslustöðinni í Búðardal.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19,
og ef já hverju helst?
Já og nei, manni líst ekkert á það ef
ættingjar og vinir sem eru aldraðir
og veikir fyrir veikjast af veirunni,
eða ef við myndum veikjast mikið á
sauðburði, þá væri það slæm staða.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn
á þitt daglega líf?
Veiran hefur ekkert rosaleg áhrif
á okkar daglega líf. Við vissulega
hittum færra fólk, förum minna
og börnin eru í heimaskóla, en
allt gengur vel og við höfum nóg
að gera hér heima við.
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Nei ekki hér heima við en það
eru auðvitað aðeins breyttar
áherslur á heilsugæslunni.
Hvenær fórstu að taka alvar-
lega ábendingar vegna Co-
vid-19?
Um leið og það lá ljóst fyrir að
veiran væri að breiða úr sér.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Að fara eftir leiðbeiningum sem
okkur berast og að huga að fólkinu
okkar og nágrönnum.
Hvernig finnst þér stjórnvöld vera
að bregðast við?
Ég tel þau vera að standa sig vel en
verð að viðurkenna að ég er ekkert
að liggja mikið yfir fréttum og velta
mér upp úr þessu dags daglega.
Hefur samkomubann áhrif á þig?
Já það gerir það varðandi samkom-
ur, fundi og slíkt sem við vorum
búin að skipuleggja að mæta á, en
þetta er ekkert sem maður er að láta
á sig fá. Það verður hægt að mæta á
árshátíðir og annað seinna.
Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
Ekkert öðruvísi en vanarlega enda
með stórt heimili og vön að versla
mikið í einu fyrir marga munna.
Hvað munum við Íslendingar læra
af þessum heimsfaraldri?
Ég vona að allir hafi lært að þvo
hendur almenilega... Nei, nei ég
vona bara að þetta hafi opnað augu
fólks fyrir því að lifa í núinu og virða
þann tíma sem við eigum. Maður er
aðeins of gjarn á að halda að maður
hafi nóg af honum, t.d. til að heim-
sækja vini og ættingja og gera alls-
konar hluti.
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Ég hef ekki hugsað það mikið út,
en auðvitað leyfir maður sér að vera
bjartsýnn og vona að þetta gangi
yfir á nokkrum vikum bara.
Kanntu góðan Covid brandara?
Nú skil ég af hverju allir eru að
hamstra klósettpappír. Ef einhver
hnerrar út í loftið á almannafæri, þá
skíta 100 manns í brækurnar!
„Veiran hefur ekkert rosaleg áhrif á okkar daglega líf“
Útivera í sveitinni. Kaffitími við matarborðið heima í Kringlu.
„Ef til vill mun ástandið bægja heiminum frá fasisma og
stuðla þannig að meiri samstöðu“
Bergur við vinnu sína í Snorrastofu.