Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Side 21

Skessuhorn - 01.04.2020, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 21MIÐVIKUDAGUR 12. FEB ÚAR 20 Lífið í Covid 19 Hver er maðurinn? Gísli Jens Guðmundsson, rakari, 49 ára, bý á Smáraflöt 15 á Akra- nesi og rek Rakarastofu Gísla. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já það hef ég, ég hef auðvitað allra mest áhyggjur af fólki sem veikist af þessum fjanda og einnig af fyrir- tækjum sem koma illa út úr þessu og framtíð þeirra. En ég er ekki í nokkrum vafa að við vinnum okk- ur út úr þessu og komum niður á löppunum. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Þessa dagana get ég ekki unn- ið mína vinnu og fyrirtækið lok- að í óákveðinn tíma og svo hitti ég nánast ekkert mitt fólk bara til að vera öruggur. Tek bara meira á því heimavið við tiltekt og fleira. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Já, þarf að loka fyrirtækinu, en er bara rólegur þar sem ég hef ekki tekið svona frí frá vinnu í ein 20 ár. Svo þetta er alveg nýtt fyrir mér. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Ég gerði það nú bara fljótlega eft- ir janúar. Þá svona skoðaði maður þetta betur. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að passa upp á sig og sína og vera ekki að taka óþarfa áhættu, virða boð og bönn. Þetta er tímabund- ið og við hljótum að geta verið þolinmóð og tekið á þessu saman, og svo auðvitað vera jákvæður því þessu linnir. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Algjörlega frábærlega tala nú ekki um þríeykið sem eru búið að vinna ómetanlegt starf. Hefur samkomubann áhrif á þig? Já, það hefur það, þarf að hafa lokað í vinnunni hjá mér, en ég hef nú ekki áhyggjur af því í allri þessari tækniveröld með síma og fleira. Eins og ég sagði fyrr er þetta tímabundið og bara vera þolinmóður, það má leika sér með Snapchat og fleira en auð- vitað eldra fólk sem kann ekki á svona græjur. Ég hef áhyggjur af því fólki, hugsið ykkur gamalt fólk; hjón sem mega jafnvel ekki hittast. Það er hrikalegt. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Það fer bara einn úr fjölskyldunni með lista til að vera sem fljótastur í búðinni. Maður gerir bara eins og þríeykið segir. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Ég veit ekki. Standa betur saman, við hugsanlega róumst aðeins nið- ur og lærum að vera sjálfum okkur nóg. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Vona sem styst en ég held þetta verði fram á mitt sumar. Það er auð- vitað undir okkur komið. Við verð- um að virða bönnin og haga okkur í samræmi við þetta því ef við ger- um það ekki tekur þetta bara lengri tíma. Kanntu góðan Covid brandara? Ekki brandara en það eru auðvitað til mörg myndbönd sem svífa um þessa dagana á Facebook og Snapchat. Hver er konan? Harpa Harðardóttir. Ég er 42 ára hárgreiðslukona á Classic hár- stofu á Akranesi. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já og þá einna helst efnahagn- um. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Mikil. Það er búið að setja vinnu- bann á hárgreiðslufólk, svo núna er ég bara heima. Reyndar er öll fjölskyldan heima. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Já, við byrjuðum á því að sótt- hreinsa allt á stofunni á milli kúnna. En nú er búið að loka. Við náum ekki tveggja metra fjarlægðinni, svo maður skilur þetta vel og maður þarf bara að vera þolinmóður og jákvæður. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Þegar fyrsta smitið greindist á Íslandi. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að við hlýðum Víði! Og að við séum jákvæð og reynum að njóta samverunnar með fjölskyldunni. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Mjög vel og þríeykið er stórkost- legt. Hefur samkomubann áhrif á þig? Já eitthvað, þarf að fresta afmæli hjá syni mínum, en það verður bara haldið upp á það þegar samkomu- bannið er búið, svo þurfti systir mín að fresta brúðkaupinu sínu. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Kaupum meira inn í einu og förum sjaldnar. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Vonandi bara margt jákvætt, ef allir standa saman þá er þetta hægt. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Víðir talaði um að það færu allir út að grilla saman fystu helgina í júlí. Það er frábært þá eru Írskir dagar. Kanntu góðan Covid brandara? Sóttvarnarlæknir: Til að koma í veg fyrir Covid-19 smit er best að vera heima hjá sér, forðast líkam- lega snertingu og forðast fjölmenn- ar samkomur. Akurnesingar: Við erum búin að vera að æfa okkur fyr- ir þetta alla ævi! Hver er maðurinn? Ingi Hans og er Jónsson og gerir sem mest af litlu. Karlinn er 65 ára og býr og starfar að Læk í Grund- arfirði. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já. Heilsu margra er ógnað af veiru sem við kunnum ekki skil á og höf- um takmarkaða möguleika á að tak- ast á við. Sú almenna óvissa breytir daglegu lífi talsvert og það öryggi sem við flest höfum búið við er að baki um sinn. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Nú er lítið um flæking og félags- skap. Svo maður dregur sig bara í hlé og dundar heima við ýmis- legt sem ógert var. Það er vissulega hollt. Ég á jafnvel von á að ég klári að koma fyrir gólflistunum. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Nei, verkefnin eru bara hér heima hvort sem er. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Strax í upphafi. Hvað finnst þér mikilvægast á þess- um tímum? Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því hve heppin við erum, sam- anborið við fyrri plágur þar sem bjargir voru engar. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Viðbrögðin eru stórkostleg. Bæði er brugðist við heilsufarsvá af teymi sérfræðinga sem gengur fram af ör- yggi og festu. Þar er blandað saman fjölbreyttri þekkingu fólks sem hef- ur þægilega nálgun og talar manna- mál. Ég hef reyndar þekkt Víði Reynisson frá því hann var ungur maður í björgunarsveit. Hann kann að hlusta, setja sig inn í aðstæður og leita bestu lausna. Honum treysti ég fyrir lífi mínu. Þá er áhugavert að velta því fyrir sér hve heppin við erum að hafa ríkisstjórn sem skipuð er ungu vel menntuðu fólki. Fólki sem sýnt hefur kjark til að horfa þvert á hefðbundnar skilgreining- ar. Í raun er ég alltaf stjórnarand- stæðingur en framganga þessa for- ystufólks heillar mig. Hefur samkomubann áhrif á þig? Já, það hefur það en það gerir ekk- ert til. Hlakka bara til næst. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Sko í upphafi keypti ég mér kassa af Kók og annan af prins pólói. Síðan nóg af harðfiski og smjöri og dass af kaffi. Þannig taldi ég dög- um mínum borgið. En allt gengur til þurrðar að lokum og er nú svo komið. Þá skrönglast ég í búðina eftir nýjum birgðum. Að öðru leyti höfum við hjónin reynt að versla til viku í senn. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Trúlega ekkert annað en hvernig á að þvo sér um hendurnar. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Til 1. júní. Kanntu góðan Covid brandara? Hugi Ólafsson er skrifstofustjóri í Umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu og ágætur hagyrðingur. Hann orti um það er Karl Bretaprins greindist með kórónuveiruna: Á því hafði enginn trú í erfðaveldi Breta: Með kórónu er Kalli nú en kollótt gamla Beta. „Verum jákvæð og reynum að njóta samverunnar með fjölskyldunni“ „Í raun er ég alltaf stjórnarandstæðingur en framganga þessa forystufólks heillar mig“ „Tek bara meira á því heimavið við tiltekt og fleira“ „Ég hef ekki tekið svona frí frá vinnu í ein 20 ár, svo þetta er alveg nýtt fyrir mér.“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.