Skessuhorn - 01.04.2020, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 23
Engum dylst að ferðaþjónust-
an stendur höllum fæti um þess-
ar mundir vegna áhrifa Covid-19
á heimsbyggðina. Markaðsstofa
Vesturlands hefur fylgst náið með
gangi mála. Gerð var könnun með-
al ferðaþjónustufyrirtækja í lands-
hlutanum og í tölvupósti sem ný-
verið var sendur hagaðilum ferða-
þjónustunnar á Vesturlandi, segir
Margrét Björk Björnsdóttir, for-
stöðumaður Markaðsstofu Vest-
urlands, að margt ferðaþjónustu-
fólk sé uggandi yfir stöðunni. Þeir
sem hafi fyrstir svarað könnuninni
hafi reynt að bera sig vel, en síðan
hafi hallað mjög hratt undan fæti.
Staða ferðaþjónustunnar á lands-
byggðinni sé mjög erfið um þess-
ar mundir, enda búi atvinnugreinin
þar enn við miklar árstíðasveiflur.
Ferðaþjónustan hafi gengið í gegn-
um erfiða tíma síðastliðið ár og
eigi því ekki til varasjóð til að mæta
þessum skelli sem nú dynur yfir.
Markaðsstofa Vesturlands hefur
því unnið að allmörgum aðgerðum
til að reyna að styðja við ferðaþjón-
ustuna í landshlutanum. Árgjald
vegna aðildar að markaðsstofunni
hefur þannig verið lækkað úr 50
þús. krónum í 15 þús. krónur fyrir
árið 2020. „Mikilvægt er að ferða-
þjónustufyrirtæki séu í formlegu
samstarfi við Markaðsstofu Vest-
urlands til að við getum sýnt sam-
stöðu atvinnugreinarinnar og fáum
þannig meira vægi í samtali okk-
ar við stjórnvöld,“ segir Maggý í
samtali við Skessuhorn. „Einnig er
mikilvægt að efla enn frekar sam-
starf í vöruþróun og markaðsmál-
um, en miðað er við að þau fyrir-
tæki sem taka þátt í markaðsvinnu,
vöruþróunar- og framfaraverkefn-
um með okkur, séu formlegir sam-
starfsaðilar Markaðsstofu Vestur-
lands,“ bætir hún við.
Markaðssetning
framundan
Tíu milljónum hefur verið úthlut-
að úr Sóknaráætlun Vesturlands
í áhersluverkefnið „Efling ferða-
þjónustunnar á Vesturlandi“ fyr-
ir árið 2020. Einnig hefur verið
ákveðið að nota peninga frá sókn-
aráætlun til að gera markaðsefni
sem mun nýtast Vesturlandi öllu,
bæði ljósmyndir og stuttar kynn-
ingarmyndir. Samið hefur verið
við framleiðslustofuna Tjarnargöt-
una um að vinna heildstætt mark-
aðsefni sem verður notað í vinnu
markaðsstofunnar og samstarfsað-
ilar geta notað til kynningar á Vest-
urlandi. „Myndatökur hófust í síð-
ustu viku,“ segir Maggý, en einnig
verður ráðist í markaðsátak í sam-
starfi við Ferðamálastofu og mark-
aðsstofur annarra landshluta til að
hvetja Íslendinga til að ferðast inn-
anlands. FMS hefur ráðið auglýs-
ingastofu til að leiða það verkefni.
„Verið er að móta þessa vinnu og
vonandi fáum við meira efni um
þetta í þessari viku svo við getum
upplýst samstarfsaðila okkar bet-
ur um verkefnið,“ segir hún. „En í
tilefni af þessari vinnu hvetjum við
ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi til
að uppfæra heimasíður og kynn-
ingarefni sitt á íslensku. Einnig
bendum við ferðaþjónustuaðilum á
að bjóða upp á tilboð sem byggja
á því að viðskiptavinurinn framvísi
ferðaávísun stjórnvalda sem stend-
ur til að senda öllum Íslending-
um yfir 18 ára til að nýta í ferðalög
innanlands 2020,“ segir Maggý. Þá
er Íslandsstofa að undirbúa mark-
aðsátak sem einnig verður unnið í
samstarfi við markaðsstofur lands-
hlutanna og fleiri hagaðila, þar sem
áherslan er á ímynd Íslands og er-
lendan markað. Sú vinna hefur
ekki verið mótuð en unnið er að
útboði, þar sem verkefnið er afar
stórt í sniðum.
Unnið að ferðaleiðum
Þá er áfram unnið að þróun áfanga-
staðaverkefna Vesturlands. Hafin
er vinna við gerð ferðaleiða á öll-
um svæðum. Vinna við ferðaleið
um Akranes og Hvalfjörð er að
fara af stað, sem og ferðaleið um
Borgarfjörð. Leið um Snæfellsnes
er í vinnslu hjá Svæðisgarðinum
og vinna við Vestfjarðaleiðina, um
Vestfirði og Dali, er í fullum gangi
í samvinnu við Vestfjarðastofu.
„Mikilvægt er að fá sem flesta og
fjölbreyttasta ferðaþjónustu með í
þessi samstarfsverkefni til að hægt
sé að kynna þá þjónustu á þess-
um ferðaleiðum,“ segir Maggý og
bætir því við að sömuleiðis þurfi
að uppfæra og endurnýja aðgerða-
áætlun fyrir Áfangastaðaáætlun
Vesturlands á þessu ári og gera nýja
aðgerðaáætlun sem gildir til næstu
þriggja ára. „Í drögum að breyting-
um á lögum um Framkvæmdasjóð
ferðamannastaða er kveðið á um að
þau verkefni sem sótt er um upp-
byggingarstyrki fyrir til ríkisins
þurfi að vera skráð í aðgerðaáætlun
áfangastaðaáætlunar viðkomandi
landshluta. Því þurfum við að sam-
einast um vinnu við nýja aðgerða-
áætlun,“ segir hún. „Við þurfum
að hafa hraðar hendur um það, því
stefnt er að því að opna fyrir um-
sóknir í Framkvæmdasjóð ferða-
mannastaða í september og úthluta
fyrir áramót 2020,“ segir Maggý.
Þá má geta þess að rekstri Upp-
lýsingamiðstöðvar Vesturlands í
Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur ver-
ið hætt, eins og greint er frá í ann-
arri frétt í Skessuhorni vikunnar.
Starfsemi Markaðsstofunnar flyt-
ur því úr Hyrnutorgi að Bjarna-
braut 8 í Borgarnesi, þar sem Sam-
tök sveitarfélaga á Vesturlandi eru
til húsa.
kgk/ Ljósm. mm.
Flutningaskipið Hagland Carrier
lagðist að bryggju í Grundarfirði
síðasta dag mars mánaðar þar sem
skipað var upp ellefuhundruð tonn-
um af salti. Saltið fer allt í hús í salt-
skemmu Saltkaupa sem er á hafnar-
svæðinu þaðan sem það verður svo
afgreitt í framtíðinni.
tfk
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í
síðustu viku var samþykkt að skora
á heilbrigðisyfirvöld að byggja upp
bætta heilbrigðisþjónustu í bæjar-
félaginu með uppsetningu á blóð-
skilunarvél á sjúkrahúsinu á Akra-
nesi. Um leið er ítrekuð ósk þar
að lútandi til heilbrigðisráðherra
frá árinu 2017. Bent er á að jafn-
ræðis er ekki gætt í heilbrigðis-
þjónustu við íbúa á þjónustusvæði
HVE sem þurfa að fara í blóðskil-
un til höfuðborgarsvæðisins og
íbúa sem njóta þjónustu heilbrigð-
isstofnana á stór-Reykjavíkursvæð-
inu og geta sótt þjónustuna í nær-
umhverfi sínu. „Sjúklingar í þessari
stöðu á Akranesi og nágrenni eru
háðir aðstoð sinna nánustu eða ein-
hverra frá sveitarfélaginu því með-
ferð af þessum toga, sem er þeim
lífsnauðsynleg, getur tekið allt að 6
til 7 klukkustundir í senn í nokkur
skipti í viku hverri og eiga viðkom-
andi eðli máls samkvæmt ekki kost
á að nýta almenningssamgöngur
eða keyra eigin bíl,“ segir í áskorun
bæjarstjórnar.
Þá segir: „Allar forsendur eru
til staðar við HVE á Akranesi til
að taka upp þessa þjónustu og sem
kunnugt er býr stofnunin yfir mik-
lum mannauði og vilja og hefur
veitt öfluga heilbrigðisþjónustu á
öllu Vesturlandi. HVE er tilbúið
að taka við auknum verkefnum og
áskorunum eins og raun ber vitni
með tilvísun í samþykkt heilbrigðis-
ráðherra frá því í október 2019 um
að gera sjúkrahúsið á Akranesi að
miðstöð liðskiptaaðgerða á mjöð-
mum og hnjám.“ mm
Vilja blóðskilunarvél
á HVE á Akranesi
Rúmlega þúsund tonn af salti í land
Ferðamenn við Djúpalónssand.
Markaðsstofa Vesturlands bregst við ástandinu
Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands.