Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 26

Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202026 Í ljósi þess að heimsóknir eru bann- aðar á dvalar- og hjúkrunarheimil- um brugðu meðlimir í leshópnum Köttur út í mýri í Grundarfirði á það ráð að nýta tæknina til að lesa upp úr bók fyrir íbúa á dvalarheim- ilinu þar í bæ. Konurnar í leshópn- um fá að nýta aðstöðu á kirkjuloft- inu í samvinnu við sóknarprest og organistann sem settu þar upp lítið hljóðver. Hjördís Hlíðkvist Bjarna- dóttir hefur séð um lesturinn en hún hefur oft farið á dvalarheimilið að lesa fyrir íbúa þar. „Þau þekkja hana öll og hún les svo fallega og skýrt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, ein af meðlimum leshópsins, í sam- tali við Skessuhorn. Fyrsti lesturinn var á fimmtudaginn í liðinni viku en áætlað er að lesa einn kafla í einu á fimmtudögum og mánudögum og varð bókin Ofurefli eftir Einar Kvaran fyrir valinu að þessu sinni. „Lesturinn tekur um 30 mínútur í senn og yfirleitt byrjar Hjördís og endar á smá umræðu um dæg- urmálin hér í Grundarfirði,“ segir Lilja og bætir við að hún pósti slóð af upplestrinum á Youtube á sam- eiginlega íbúasíðu Grundarfjarð- ar á Facebook svo allir íbúar geti hlustað ef þeir vilja. Auk þess að lesa fyrir eldra fólk- ið hefur Lilja, sem einnig er starfs- maður á skólabókasafninu í Grunn- skóla Grundarfjarðar, lesið fyrir yngstu kynslóðina í gegnum Fa- cebook síðu bókasafnsins. Þar er hún, ásamt hundinum Legó, að lesa barnabókina Kattasamsærið eftir Guðmund Brynjólfsson og les hún tvo kafla í einu. Upplesturinn er hægt að finna á Facebook síð- unni Viskubrunnur - Bókasafn og upplýsingaver Grunnskóla Grund- arfjarðar, og getur fólk hlustað hve- nær sem er. arg/ Ljósm. tfk. Lestrarklefinn auglýsti á dögunum eftir textum til að frumbirta á vef- síðu sinni. Hugmyndin er að birta texta eftir nýja, gamla, reynda eða óreynda höfunda í þeim tilgangi að koma nýjum höfundum á framfæri. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir marga til að stíga út fyrir þæginda- rammann og þekktari höfunda að viðra nýja texta,“ segir í auglýsing- unni. Engar reglur eru um þá texta sem fólk getur sent inn en fram kemur að aðstandendur Lestrar- klefans lesi yfir þá og velji úr til að birta. Áhugasamir skulu senda text- ana sína á netfangið lestrarklef- inn@lestrarklefinn.is ásamt mynd og stuttri kynningu á höfundi. arg Ein af þeim sögum sem hafa fylgt mér síðan ég var barn er sagan um Bláu könnuna. Sagan, sem er eft- ir Alice Williamson, fjallar um litla bláa könnu sem leiðist uppi á hill- unni sem hún er á. Hún hittir fyr- ir fjöldan allan af fólki sem á leið hjá og biður það um að hjálpa sér niður, henni er neitað um bón sína í hvert sinn, alveg þangað til að svarti kötturinn með rauðu augun mætir á svæðið. Og þeir sem hafa lesið alla þessa bók vita hvernig það stefnumót endar, tómleikinn sem þið hafið fundið við flettingu þess- arar bókar er eðlilegur. Það sem slær mig mest þegar ég fletti bók- inni er að kannan er svo glöð þeg- ar hún er komin af stað þegar kött- urinn ýtir henni niður, hún brosir alla leiðina niður. Svo þegar hún liggur brotin á gólfinu sjáum við votta fyrir tárum. Kötturinn myrð- ir könnuna og við sem lesum bók- ina stöndum hjálparlaus og horf- um á. Bláa kannan er sú fyrsta í röð smábarnabóka sem kallast því skemmtilega nafni „Skemmtilegu Smábarnabækurnar“ og er undir- ritaður sammála því að hluta til sökum þessarar bókar. Græni hatt- urinn er ekki að hjálpa til. Ég hef lesið flestar bækurnar sjálfur þegar ég var ungur að árum og svo fyr- ir strákana mína. Buni Brunabíll, Hamingjusami maðurinn og vöru- bíllinn hans eru í uppáhaldi, Litla rauða hænan er ansi sterk líka. En aftur að Bláu könnunni, hvers vegna er ég að skrifa um hana? Eft- ir lestur á henni standa eftir spurn- ingar; hvers vegna vildi kannan fara niður og hvers vegna vildi enginn hjálpa henni? Og stóru spurning- arnar! Hvaðan kom allt þetta fólk? Hvar er Bláa kannan? Ég er ekki einn um þessar hugrenningar. Á vefnum er að finna ítarlega grein- ingu á þessu verki Alice William- son, sú grein ber heitið; „Heim- speki eymdarinnar“ eftir Arngrím Vídalín, aðjunkt í íslensku og bók- menntafræðing. Bláa kannan er túlkuð af greinarhöfundi sem eins konar kristsmynd. Hann segir boð- skap hennar tekið fálega meðal þeirra sem valdið hafa (fólkið sem Bláa kannan talar við) til að breyta heiminum (sem í þessu tilviki er hilla), hún reynir að ná til fólks- ins í kringum sig en er að lokum svikin og tekin af lífi. Á öftustu síðu er hún svo risin aftur upp til æðri tilveru, svona eins og Jesú. En er kannan Jesú? Önnur pæling sem greinarhöf- undur býður upp á er öllu senni- legri og mér hugnast hún betur, hún „fittar bilið“ betur. Sú túlkun tengir Bláu könnuna við þá stór- kostlegu mynd Brazil eftir Monty python-liðan Terry Gilliam. Tóm- leikinn sem lesandinn finnur við lestur bókarinnar passar nákvæm- lega við tilfinninguna þegar við sjáum persónu Jonathan pryce heiladauðan í lokin. Það sem við sáum í myndinni voru hinstu hug- renningar aðalpersónunnar, alveg eins og þegar við sjáum Bláu könn- una stráheila á síðustu blaðsíð- unni. Bláa kannan óskar sér burtu á betri stað en raunveruleikinn er svo miklu kaldari. Bláa kannan er dauð og verður aldrei meir. Terry Gilliam hefur, eins og Arngrímur skrifar svo réttilega, örugglega haft Bláu könnuna sem fyrirmynd fyr- ir þessa mynd sína. Það getur ekki annað verið. Bláa kannan fjallar um falsvon, um upprisu og betri tíð sem kemur ekki. En samt, ég mun örugglega lesa Bláu könnuna aftur. Þetta eru alvöru bókmenntir, al- vöru stöff, ekki bara um Hagamús sem týnist frá mömmu sinni. Aðrar bækur sem gætu snúist um annað en þær virðast vera, eru dýpri en þær virðast vera: pipar- kökudrengurinn, Hamingjusami maðurinn og vörubíllinn hans og Litla rauða hænan. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson Hún var lukkuleg landlæknirinn Alma D. Möller nýverið þegar hún setti meðfylgjandi mynd á Facebo- ok síðu sína, með orðunum: „Við Þrjú á palli urðum mikils heiðurs aðnjótandi þegar þessi fallegi hrút- ur, sem fæddist í Stórholti í Saurbæ, fékk nafnið Þórólfur Víðir Möll- er.“ Það eru margir sem senda hlýja strauma til þríeykisins um þessar mundir, enda hefur þjóðin ekki um neitt annað að velja en leggja fullt og óskorað traust á þá ein- staklinga sem standa í framlín- unni og raunar alla sem að máli koma. mm Pstiill - Axel Freyr Eiríksson Af Bláu könnunni Lilja græjar fyrir útsendingu. Lesa fyrir íbúa í Grundarfirði Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir og Lilja Magnúsdóttir í hljóðveri á kirkjuloftinu. Þórólfur Víðir Möller Lestrarklefinn ætlar að frumbirta texta

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.