Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Síða 7

Skessuhorn - 13.05.2020, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 7 Samtal við ferðaþjónustuna á Vesturlandi S K E S S U H O R N 2 02 0 Markaðsstofa Vesturlands ætlar að eiga samtal við ferðaþjónustuna á næstu dögum. Hér að neðan má sjá dagskrá: Miðvikudaginn 13. maí 2020 - Snæfellsnes Kl. 10:00 - Breiðablik Kl. 13:00 - Sker í Ólafsvík Kl. 15:00 - Kaffi 59 í Grundarfirði Kl. 17:00 - Bókasafnið í Stykkishólmi. Fimmtudaginn 14. maí 2020 - Dalir og Borgarbyggð Kl. 13:00 - Dalakot í Búðardal Kl. 15:00 - Hraunsnef í Borgarfirði Kl. 17:00 - B59 Hótel í Borgarnesi Föstudagurinn 15. maí 2020 - Akranes, Hvalfjörður og Borgarbyggð Kl. 10:00 - Hótel Laxárbakki Kl. 13:00 - Golfskálinn á Akranesi Kl. 16:00 - Hverinn á Kleppjárnsreykjum Markaðsstofa Vesturlands, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi, boðaði til streymisfundar í gærmorgun, þriðjudaginn 12. maí. Fundurinn hófst á stuttri kynn- ingu Margrétar Bjarkar Björns- dóttur, forstöðumanns Markaðs- stofu Vesturlands, á helstu verk- efnum sem unnið er að til eflingar ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Markaðsstofa Vesturlands hefur nú flutt starfsemi sína á skrifstofu SSV og þar hefur verið unnið að því að efla samstarf og samþættingu á þeirri stoðþjónustu sem er í boði til að hægt sé að styðja betur við atvinnuveginn. Unnið er að ýms- um verkefnum til að efla og styrkja áfangastaðinn Vesturland og eru þau áfangastaðaverkefni byggð á Áfangastaðaáætlun Vesturlands. Sveitarfélögin hafa auk þess ákveð- ið að styðja sérstaklega við ferða- þjónustuna í ár, vegna þeirra að- stæðna sem nú eru uppi. Því hef- ur verið ákveðið að leggja meiri fjármuni í áhersluverkefni Sókn- aráætlunar, Eflingu ferðaþjónust- unnar, og vinna að því í samstarfi við Markaðsstofuna. Skiptingin er þannig að sveitarfélögin leggja samtals til 38 milljónir í gegnum Sóknaráætlun og Markaðsstofa Vesturlands 12 milljónir í þessi ferðaþjónustuverkefni sem unnið verður að í ár. Samstarf við Tjarnar- götuna í markaðsmálum Gerður hefur verið samningur við Tjarnargötuna um að vinna með markaðsstofunni að eflingu mark- aðsmála á Vesturlandi. Verkefnið snýst í stuttu máli um að Tjarn- argatan útbýr markaðsefni sem Markaðsstofa Vesturlands og ferða- þjónustuaðilar í landshlutanum geta nýtt sér við kynningarstarf sitt. „Við munum fara ítarlega yfir alla snertifleti og framleiða efni, hvort sem það eru ljósmyndir eða mynd- bönd, auk þess að fara í umtals- verða gagnaöflun fyrir markaðs- stofuna og samstarfsaðila hennar. Efnið má nýta hvort sem er í hefð- bundnar auglýsingar, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða netmiðlum eða í stafræn almannatengsl. Mark- miðið er að vígbúa alla þá sem eru á svæðinu, rétta fólki og fyrirtækjum þau tól sem þarf til að taka slaginn og sækja á nýjan og breyttan mark- að,“ sagði Einar Benedikt Sigurð- arson frá Tjarnargötunni á fund- inum. Unnið að ferðaleiðum Thelma Dögg Harðardóttir frá Markaðsstofu Vesturland sagði frá þeim ferðaleiðum sem unnið er að í landshlutanum. Í máli henn- ar kom fram að tilgangur þeirra er að fá ferðamenn til að dvelja lengur og fara víðar um svæðið, en einn- ig að ná að stýra því betur hvert ferðamenn fara og hvað þeir gera. Ferðaleiðunum er ætlað að auka öryggi ferðamanna, auka upplýs- ingaflæði milli ferðaþjóna og gesta landshlutans og auðvelda mark- aðsmál og ímyndarsköpun fyrir svæðin. Unnið er að stefnumótun ferðaleiða í samráði við stýrihópa á hverju svæði þar sem reynt er að fanga anda staðanna, greina þemu, móta ímynd og móta farveg til að koma upplýsingum á framfæri. Í máli Thelmu kom fram að landshlutanum væri skipt upp í fjögur svæði; Snæfellsnes, Dali, Borgarfjörð og Hvalfjarðarsvæð- ið. Vinna við ferðaleiðirnar er mis- langt á veg komin en alls staðar komin af stað. Ferðaleið sem unn- ið er að í Dölum er í samstarfi við Vestfjarðastofu og Svæðisgarður- inn Snæfellsnes vinnur að gerð ferðaleiða um Snæfellsnes. Mark- aðssetning og kynning á þessum leiðum verður unnin í samstarfi við Tjarnargötuna. Menningin hluti af viðspyrnunni Sigursteinn Sigurðsson, menning- arfulltrúi SSV, sagði því næst frá menningarviðburðum sem staðið verður að í sumar. Í máli hans kom fram að í samstarfi við markaðs- stofuna yrði ráðist í kynningará- tak á menningarviðburðum á Vest- urlandi. Felst það meðal annars í gerð viðburðadagatals fyrir lands- hlutann allan. Þar er unnið eftir tveimur þemum. Annars vegar sagt frá „föstum liðum“ en í þeim felst til dæmis endurtekin dagskrá safna og reglulegir viðburðir. Stefnan er að útbúa vikulega dagskrá yfir hvers kyns viðburði sem verða allt- af til staðar. Hins vegar er þem- að „krydd í tilveruna“ sem sam- anstendur af einskiptisviðburðum eins og hátíðum og tónleikum sem áhugi er á að hampa sérstaklega. „Ég er mjög bjartsýnn á þetta verk- efni. Þegar fram líða stundir tel ég að menningin geti skipt miklu máli í viðspyrnunni hjá okkur hér á landi. Við eigum mjög góðan efni- við og ættum að nýta hann,“ sagði Sigursteinn. Verkefni Markaðsstofu Vesturlands Björk Júlíana Jóelsdóttir, verkefna- stjóri markaðsmála hjá Markaðs- stofu Vesturlands, sagði að lokum frá starfi markaðsstofunnar, hlut- verki hennar og þeim samstarfs- samningum sem gerðir eru við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Í máli hennar kom fram að meg- inhlutverk stofunnar er markaðs- og kynningarstarf fyrir áfangastað- inn Vesturland. Stofunni er einn- ig ætlað að vera samstarfsvettvang- ur sveitarfélaga og ferðaþjónustu- aðila í landshlutanum. Markaðs- stofan er í eigu sveitarfélaganna en ferðaþjónustuaðilum býðst að gera samstarfssamning og verða þann- ig formlegir aðilar að skipulögðu og samræmdu markaðsstarfi lands- hlutans. Vegna sérstakra aðstæðna þetta árið hefur árgjaldið verið lækkað í 15 þúsund krónur en það var áður 49.900 kr á ári. Margrét Björk lokaði svo þess- um upplýsingafundi með því að boða heimsókn starfsmanna mark- aðsstofunnar út á öll svæðin næstu daga, til að hægt væri að eiga sam- tal við aðila atvinnugreinarinnar og ræða þau verkefni og áskoranir sem væru framundan. Nánar má lesa um það í auglýsingu hér á síðunni. kgk Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að stefna að því að eigi síðar en15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfi þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá er gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði einnig tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðan- leg. Þessi tímasetning er með fyr- irvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldurs- ins hérlendis og erlendis. Fyrirhugað er að veirufræði- deild Landspítala annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir. „Fyrirkomulagið verður endur- metið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranleg- ar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamæra- stöðvum,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. mm Ferðafólk fari í sýnatöku eftir 15. júní Fimmtíu milljónir í eflingu ferðaþjónustu á Vesturlandi Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands. Ljósm. úr safni/ mm. Ferðamenn njóta sín á Djúpalónssandi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.