Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Page 25

Skessuhorn - 13.05.2020, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 25 Stykkishólmur - laugardagur 16. maí Loppumarkaður í Norska húsinu. Opið frá 13:00 til 16:00. Munum tveggja metra regluna. Borgarbyggð - laugardagur 16. maí Sýningaropnun í Safnahúsi Borg- arfjarðar. Opnun sýningar á verk- um Ingu Stefánsdóttur í Hall- steinssal kl. 13:00. Stykkishólmur - sunnudagur 17. maí Loppumarkaður í Norska húsinu. Opið frá 13:00 til 16:00. Munum tveggja metra regluna. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar Óska eftir geymslu Óska eftir geymsluhúsnæði til leigu í Borgarnesi eða nágrenni fyrir búslóð í sumar, frá júní út september. Þessi búslóð rúmast í 20 feta gámi. Íbúð í Borgarnesi Til leigu er 2ja herbergja íbúð við Hrafnaklett 8. Íbúðin er á 3ju hæð með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Leiguverð er 120 þús. krónur á mánuði. Laus strax. Upplýsingar í síma 864-5542 eða á karlsbrekka@ outlook.com. Tímabundið húsnæði Óska eftir tímabundnu húsnæði með bílskúr en skoða allt. Helst í Melahverfinu. Hafið samband í síma 863-8995. Nýlegt hús til leigu Til leigu er nýlegt hús í Hvítársíðu. Húsið er 80 fermetrar að grunnfleti með manngengu lofti sem er um 30 fermetrar að stærð. Í húsinu eru auk þess tvö góð svefnherbergi, snyrting og alrými sem er stofa og eldhús, gangur og þvottahús. Skapleg leiga. Tölvupóstur: agust. jonsson@centrum.is. Hús til sölu/leigu Fjögurra herbergja einbýlishús á Hellissandi til leigu og sölu. Húsið er til sölu á 18,9 milljónir, en það er leitað að leigjendum frá júní. Leigan er 150 þús. á mánuði. Upp- lýsingar veitir Bjarni Stefánsson í síma 899-1800 eða bjarni@do- musnova.is. Toyota Hiace Til sölu Toyota Hiace 4x4 árgerð 2005. Ekinn 248 þús.Verð 990 þús. m/vsk. Er á rauðum númerum. Upplýsingar í síma 894-1051, Jón. Dekk og felgur Til sölu heilsársdekk á álfelgum undan Kia Sorento 265/70R16 Hankook. Selst fyrir 60 þús. saman. Upplýsingar í síma 692-5525. 6. maí. Drengur. Þyngd: 3.761 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Kolbrún Stella Indriðadóttir og Ragnar Smári Helgason, Hvammstanga. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 6. maí. Stúlka. Þyngd: 2.812 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Sigrún Sigurðardóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson, Mosfellsbæ. Ljós- móðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir og Lilja B. Sigurjónsdóttir nemi. 7. maí. Drengur. Þyngd: 3.958 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Auður Þórðardóttir og Viktor Ingi Jak- obsson, Borgarnesi. Ljósmóð- ir: Guðrún Fema Ágústsdóttir og Lilja B. Sigurjónsdóttir nemi. Á streymisfundi Markaðsstofu Vesturlands og Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi, sem haldinn var í gærmorgun, var kynnt nýtt skipu- rit SSV. Er það til komið vegna sameiningar Vesturlandsstofu og SSV en ætlunin er að með breyt- ingunni megi efla samstarf stoð- þjónustunnar við ferðaþjónustuna í landshlutanum, eins og fram kom í máli Páls S. Brynjarssonar, fram- kvæmdastjóra SSV, á fundinum. Páll sagði frá því að SSV hefur átt allt hlutafé í Vesturlandsstofu frá árinu 2013 og oft hafi komið upp umræða um aukna samþætt- ingu á starfi SSV og Vesturlands- stofu. Eins og áður hefur verið greint frá hætti Vesturlandsstofa rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir landshlutann fyrr á þessu ári. Páll sagði að það hefði að sumu leyti auðveldað breytinguna. Þyngra vægi þó vilji ferðamálayfirvalda til að reisa Áfangastaðastofur á grunni markaðsstofa landshlutanna. Við þá vinnu kom í ljós að allir landshlutar vildu halda landshlutaskiptingunni eins og hún hafði verið og verkefni áfangastaðastofanna hafa að sumu leyti verið unnin af atvinnuráðgjöf SSV. Breytingin í skipuriti SSV felst í því að til verða ný svið innan SSV. Annars vegar fagsvið atvinnuþró- unar og hins vegar fagstjóri Áfanga- Nýtt skipurit SSV kynnt í gær „Stöndum sterkari eftir þessa breytingu“ staðarins Vesturlands. Fagstjórarn- ir heyra undir framkvæmdastjóra SSV, en fagstjóri áfangastaðarins verður jafnframt framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Vesturlands. Margrét Björk Björnsdóttir verður þannig bæði fagstjóri Áfangastað- arins Vesturlands og framkvæmda- stjóri markaðsstofunnar. „Breyt- ingin á að skila aukinni skilvirkni í allri þjónustu. Hópurinn er orð- inn fjölbreyttari og við teljum okk- ur geta boðið fjölbreyttari þjónustu og höfum til þess öflugt starfsfólk með þekkingu og hæfni til að veita þá þjónustu,“ sagði Páll á fundin- um. „Einnig sjáum við fyrir okk- ur betri nýtingu fjármagns, aukið samráð og öflugri hagsmunagæslu. Við teljum að við stöndum sterkari eftir þessa breytingu,“ sagði Páll. kgk Nýtt skipurit SSV.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.