Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Qupperneq 27

Skessuhorn - 13.05.2020, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 27 Ný drög að leikjaniðurröðun Ís- landsmótsins í knattspyrnu hafa verið birt á vef Knattspyrnusam- bands Íslands. Upphaf móta mið- ast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfir- völd heimili að leikir verði spil- aðir. Gert er ráð fyrir að öll mót sumarsins á vegum KSÍ, nema fyr- irhuguðu keppni varaliða í meist- araflokki karla. Mjólkurbikar karla og kvenna hefst 5. júní. Meistarakeppni kvenna fer fram 6. júní og meist- arakeppni karla 7. júní. Fyrstu leikirnir í Pepsi Max deild kvenna verða spilaðir 12. júní og daginn eftir, 13. júní, hefst keppni í Pepsi Max deild karla. Önnur mót meist- araflokka hefjast 16.-19. júní. Upphaf móta miðast við að fé- lög hafi nægan tíma til að und- irbúa leikmenn fyrir tímabilið. Ákvörðun um að flýta upphafi móta og þar með fjölga mögu- lega þeim leikjum sem fara fram án áhorfenda, getur haft áhrif á tekjur félaga. Fyrstu leikir Vesturlandsliða Sem fyrr segir hefst keppni í Mjólk- urbikar karla og kvenna fyrstu helgina í júní. Föstudaginn 5. júní mætir Snæfell liðið Selfyssinga á útivelli í Mjólkurbikar karla. Dag- inn eftir, laugardaginn 6. júní, heimsækir Kari lið KV og Skalla- grímur fær Ými í heimsókn. Sunnudaginn 7. júní hefst keppni í Mjólkurbikar kvenna. Þá um kvöldið fara Skagakonur suður til Hveragerðis þar sem þær mæta Hamri í fyrstu umferð bikarsins. Þegar kemur að Vesturlandslið- unum sem taka þátt í Íslandsmótinu eru það Skagamenn sem ríða á vað- ið þetta árið þegar ÍA mætir KA á Akranesvelli sunnudaginn 14. júní í Pepsi Max deild karla. Skagakonur hefja leik í 1. deild kvenna föstudaginn 19. júní, þeg- ar þær mæta Víkingi R. á útivelli. Fyrsti heimaleikur Skagakvenna er síðan viku síðar, 26. júní, gegn Gróttu. Víkingur Ó. leikur sinn fyrsta leik í 1. deild karla laugardag- inn 20. júní, þegar þeir mæta Vestra á Ólafsvíkurvelli. Keppni í 2. deild karla hefst 19. júní og þá um kvöldið mætir Kári liði Selfyssinga í Akraneshöllinni. Skallagrímur hefur leik í 4. deild karla þriðjudaginn 16. júní, þeg- ar liðið tekur á móti Samherjum á Skallagrímsvelli. Snæfell hefur leik í 4. deild karla föstudaginn 19. júní þegar liðið mætir Birninum á úti- velli. Fyrsti heimaleikur Snæfell- inga er hins vegar viku síðar, gegn SR föstudaginn 26. júní. kgk/ Ljósm. úr safni af. Norðurálsmótið í knattspyrnu fyr- ir 7. flokk drengja verður haldið dagana 18.-21. júní næstkomandi á Akranesi. Sem kunnugt er hef- ur mótið fyrir löngu skipað sér sess sem einn af hápunktum sumarsins hjá yngstu iðkendunum, en það er opið öllum knattspyrnufélögum. Mótið sjálft verður haldið dagana 19.-21. júní en í ár verður brydd- að upp á þeirri nýjung að daginn áður, fimmtudaginn 18. júní, verð- ur haldið eins dags mót fyrir drengi í 8. flokki. Alls er von á um 1.500 iðkendum til keppni á Akranesi í þessum tveimur aldursflokkum þessa fjóra daga. Við mótahaldið verður farið að leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 og hefur Knatt- spyrnufélag ÍA gefið út aðgerðar- áætlun fyrir Norðurálsmótið. Þar má sjá að nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi mótsins. Miða þær breytingar að því að lág- marka skörun milli þátttakenda og fylgdarfólks. Mótinu verður skipt upp í hólf sem verða merkt og vökt- uð og þess gætt að takmarkanir séu virtar. Á Akranesi eru sex stórir knatt- spyrnuvellir. Hverjum þeirra verð- ur skipt niður í tvö hólf þannig að hólfin verða alls tólf talsins. Í hverju hólfi verða tveir litlir keppnisvellir og keppnisvellirnir því samtals 24. Takmarkanir á fjölda fullorðinna verða í hverju hólf og er gert ráð fyrir að þær takmarkanir muni mið- ast við 100 manns í júní. Fullorðnir skulu virða tveggja metra regluna og hreinlæti og sótthreinsun verður í öndvegi við allt skipulag mótsins. Þegar kemur að gistingu verður keppnisliðum boðið að gista í skól- um á Akranesi, eins og verið hefur. Skólarnir verða hólfaðir niður til að virða fjöldatakmarkanir og sér- stök áhersla verður lögð á hreinlæti og sóttvarnir. Þrjú tjaldsvæði verða í boði á Akranesi á meðan mótið fer fram og þar verður leiðbeiningum yfirvalda er varða tjaldsvæði fylgt. Auk þess rekur Akraneskaupstaður tjaldsvæði í Kalmansvík sem opið er almenningi. Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur verður fram reiddur í íþrótta- og skólasölum. Þar verður með auðveldum hætti hægt að tak- marka fjölda fullorðinna, en gert er ráð fyrir að nokkrir fullorðnir fylgi hverju liði. Að keppni lokinni verð- ur grillveisla í hverjum hóp en þar ber eftir sem áður að virða fjölda- takmarkanir. Hefðbundið kaffiboð fyrir foreldra keppenda að kvöldi laugardags hefur verið fellt niður vegna fjöldatakmarkana. Aðgerðaráætlunina má nálgast í heild sinni á vef Knattspyrnufélags ÍA, www.kfia.is. kgk Jón Kristjánsson, sem ráðinn var í starf þjálfara Kára í 2. deild karla í knattspyrnu síðastliðið haust, lét af störfum í síðasta mánuði. Ástæða uppsagnar hans eru breyttar vinnu- aðstæður vegna Covid-19 farald- ursins, að því er fram kemur á Fa- cebook-síðu Kára. Þar kemur einn- ig fram að unnið sé hörðum hönd- um að því að finna liðinu nýj- an þjálfara fyrir komandi átök í 2. deild karla í knattspyrnu. kgk Síðastliðinn laugardag skrifaði Fimleikafélag Akraness undir þjálf- arasamning við Henrik Pilgaard. Hann mun hefja störf hjá félaginu í ágúst, í 50% stöðu til að byrja með, en síðan í fullu starfi. Henrik er fæddur í Danmörku árið 1991 en hefur þjálfað á Íslandi til margra ára. Hann býr að mikilli reynslu, bæði sem fimleikaþjálfari og -iðkandi. Hann æfði með bland- aða landsliðinu og einnig hefur hann komið að þjálfun landsliðsins. Síðustu ár hefur hann verið yfir- þjálfari stráka hjá Stjörnunni. „Það er mikill fengur fyrir Fimleikafélag Akraness að fá hann til okkar,“ segir á vefsíðu fimleikafélagsins. kgk Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, formaður FIMA, Henrik Pilgaard og Þórdís Þráins- dóttir yfirþjálfari. Ljósm. FIMA. Nýr fimleikaþjálfari ráðinn Jón Kristjánsson t.v. ásamt Sveinbirni Geir Hlöðverssyni, formanni Kára. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Káramenn þjálfaralausir Ungur piltur hleður í skot á Norðurálsmótinu síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Breytt skipulag Norðuráls- mótsins vegna Covid-19 Boltinn byrjar í júní

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.