Skessuhorn - 19.08.2020, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 20202
Mikil veðurblíða hefur verið á Vest-
urlandi undanfarna daga og má
búast við áframhaldandi sólskini.
Því er vert að minna á sólarvörn-
ina og mikilvægi þess að löðra á
sig slíkri vörn til að vernda húðina
áður en farið er út. Ekki viljum við
verða eins og gamlar leðurtöskur!
Á morgun verður norðaustanátt og
hvassast við suðausturströndina,
skýjað með köflum og yfirleitt þurrt.
Hiti 5-10 stig austast á landinu, en
allt að 16 stig á Vesturlandi. Á föstu-
dag helst sama vindátt. Skýjað verð-
ur á austanverðu landinu. Sums-
staðar má búast við vætu en annars
léttskýjað. Hiti 5-14 stig og hlýjast á
suðvesturhorninu. Á laugardag er
reiknað með hægri norðlægri átt
og víða björtu veðri. Kaldi og skýjað
með austurströndinni. Á sunnudag
og mánudag er útlit fyrir hæglætis-
veður, bjart með köflum og milt að
deginum.
„Ætlar þú að ganga til berja í sum-
ar,“ var spurningin á vef Skessu-
horns í síðustu viku. Flestir segjast
örugglega ætla það, eða 37%. Næst-
flestir segjast ekki ætla á berjamó,
eða 28%. 21% sögðust sennilega
fara í berjamó en fæstir, eða 14%
voru ekki vissir hvort þeir myndu
ganga til berja í sumar.
Í næstu viku er spurt: Saknar þú
þess að komast ekki til útlanda?
Ingimundur Ingimundarson í Borg-
arnesi hefur verið öflugur við þjálf-
un og ekki síður að skipuleggja og
stýra púttmótum fyrir eldriborg-
ara í sinni heimabyggð og mótum
á Vesturlandsvísu. Vestlenskir pútt-
arar eru þar af leiðandi komnir í rað-
ir þeirra öflugustu. Ingimundur er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Umfjöllun en
ekki stjórnsýslu-
rannsókn
LEIÐRÉTT: Í síðasta tölu-
blaði var frétt með fyrirsögn-
inni „Sveitarstjórnarráðuneyt-
ið boðar stjórnsýslurannsókn.“
Um er að ræða ákvörðun ráðu-
neytisins þess efnis að fram fari
skoðun á embættisfærslum á
umhverfis- og skipulagssviði
Borgarbyggðar. Í tilkynningu
frá Borgarbyggð til Skessuhorns
í kjölfar birtingu fréttarinnar
var óskað eftir leiðréttingu þess
efnis að sveitarstjórnarráðu-
neytið er ekki að taka stjórn-
sýslu Borgarbyggðar til rann-
sóknar. „Rannsókn myndi þýða
að starfsmenn ráðuneytis tækju
stjórnsýsluna út og skila eigind-
legri niðurstöðu þar sem far-
ið væri yfir vankantana í stjórn-
sýslunni. Ráðuneytið hefur til-
kynnt Borgarbyggð að það sé
að hefja formlega umfjöllun þar
sem leitast verði við að gefa út
leiðbeiningar/álit um lögmæta
athafna sveitarfélagsins og að
ráðuneytið muni einungis beina
sjónum sínum að því hvort
stjórnsýsla sveitarfélagsins hafi
verið í samræmi við meginregl-
ur stjórnsýsluréttar og vandaða
stjórnsýsluhætti. Ráðuneytið
tekið svo ákvörðun um hvort og
þá með hvaða hætti ráðuneyt-
ið fylgi eftir umfjöllun sinni.
Það er því mikill greinamunur á
þessum tveimur orðasambönd-
um,“ segir í tilkynningu frá
Borgarbyggð. Ritstjóri biðst af-
sökunar á ónákvæmri orðanotk-
un í fyrirsögn, en tekur fram að
staðið er við efni fréttarinnar að
öðru leyti. -mm
Slasaðist á fæti
HVALFJ: Um klukkan 18:30 á
sunnudagskvöld fengu björgun-
arsveitir á Vesturlandi boð um
að koma slasaðri konu til að-
stoðar á gönguleiðinni að foss-
inum Glymi í Hvalfirði. Björg-
unarsveitarmenn komust á fjór-
hjóli til konunnar og gátu ekið
með hana niður að bílastæði í
veg fyrir sjúkrabíl. Hún var ekki
alvarlega slösuð, samkvæmt
upplýsingum frá Landsbjörgu.
Verkefninu var lokið tæpum
tveimur tímum. -mm
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Almennt er reiknað með að at-
vinnulausu fólki fjölgi í haust þeg-
ar uppsagnafrestur rennur út hjá
mörgum. Ekki hvað síst mun fjölga
í hópi starfsfólks ferðaþjónustu og
tengdra greina sem missir fram-
færslu sína á vinnumarkaði. „Þetta
er veruleiki sem blasir við allt of
mörgum en í júní reiddu 16.165
einstaklingar sig á atvinnuleysis-
bætur. Það þarf því ekki að fara
mörgum orðum um það að mán-
aðarlegar skuldbindingar eru jafn-
an hærri en atvinnuleysisbæturn-
ar; húsnæðiskostnaður, samgöngu-
kostnaður, sími, tryggingar og svo
mætti áfram telja,“ segir Drífa Snæ-
dal forseti Alþýðusambands Íslands
í vikulegum föstudagspistli sínum.
Drífa bendir á að grunnatvinnu-
leysisbætur í dag eru 289.510 kr. á
mánuði. Það þýðir um 240 þúsund
krónur útborgaðar. Að auki fá at-
vinnuleitendur 11.580 krónur með
hverju barni undir 18 ára aldri. Í
þrjá mánuði fær fólk þó tekjutengd-
ar atvinnuleysisbætur (70% af með-
altali heildarlauna) þó að hámarki
456.404 kr. á mánuði.
„Að vera atvinnulaus er fjárhags-
legt og félagslegt áfall. áhyggjur
af framfærslu, skert sjálfstraust því
maður er ekki að „standa sig“, töp-
uð tengsl við vinnufélaga og það að
detta úr rútínu í daglegu lífi reynist
mörgum afar erfitt og er ekki hlut-
skipti sem fólk almennt velur sér,“
skrifar Drífa. „Að halda fólki sem
missir vinnuna í fátæktargildru er
ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir
einstaklinga sem lenda í slíku og býr
til meiri samfélagleg og efnahags-
leg vandamál en við glímum við nú
þegar. Þess vegna er nauðsynlegt
að hækka útgreiddar atvinnuleysis-
bætur og lengja tímabilið þar sem
fólk fær tekjutengdar bætur,“ skrif-
ar Drífa í áskorun til stjórnvalda.
mm
Dagurinn í dag, miðvikudagurinn
19. ágúst, verður síðasti strand-
veiðidagurinn á þessu tímabili. Frá
og með morgundeginum verða
strandveiðar bannaðar, tæpum
tveimur vikum áður en veiðitíma-
bilið er á enda. Greint hefur verið
frá þessu á vef Fiskistofu.
Strandveiðitímabilið er frá 1. maí
og út ágústmánuð, en útgefnar afla-
tilboð í fyrsta áfanga breikkunar
Vesturlandsvegar um Kjalarnes voru
opnuð hjá Vegagerðinni þriðjudag-
inn 11. ágúst síðastliðinn. Aðeins tvö
tilboð bárust og átti Ístak hf. lægra
tilboðið, eða rúmar 2.305 milljónir
króna sem er um fjórum prósentum
yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði
upp á 2.226 milljónir. Hærra boðið
var sameiginlegt tilboð Suðurverks
og Loftorku, upp á 2.587 milljónir,
eða um 16% yfir kostnaðaráætlun.
Í þessum fyrsta áfanga verks-
ins felst breikkun Vesturlands-
vegar á 4,13 km löngum kafla frá
Varmhólum að Vallá, með hring-
torgi við Móa og undirgöngum
við Varmhóla og Saltvík, auk hlið-
arvega og stíga. Núverandi Vestur-
landsvegi verður breytt í 2+1 veg
með aðskildum akbrautum. Verk-
inu skal vera að fullu lokið fyrir
júní 2023.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Strandveiðar stöðvaðar í dag
heimildir duga ekki til að ljúka yfir-
standandi vertíð. Við upphaf tíma-
bilsins lá fyrir að leyfilegur heild-
arafli yrði 11.100 tonn, þar af tíu
þúsund tonn í þorski. Um miðjan
júlí var ljóst að þær heimildir dygðu
ekki til að ljúka tímabilinu og 20.
júlí ákvað sjávarútvegsráðherra að
bæta við 720 tonnum í þorski.
Var leyfilegur heildarafli þar með
orðinn 11.820 tonn, þar af 10.720
tonn í þorski. Er sá kvóti nú að
klárast. Síðastliðinn fimmtudag
stóð þorskaflinn í 10.244 tonnum
og heildaraflinn í 11.253 tonnum,
að því er fram kemur á vef Lands-
sambands smábátaeigenda.
Alls hefur 676 bátum verið róið
til strandveiða á yfirstandandi
veiðitímabili, eða 47 fleiri en á
tímabilinu í fyrra. Bátum með út-
gefin strandveiðileyfi hefur fjölgað
á öllum svæðum, mest á svæði D
þar sem þeir eru 25 fleiri en á síð-
asta ári og næstmest á svæði A þar
sem þeim hefur fjölgað um 16.
kgk
Unnið við löndun strandveiðiafla í Grundarfirði fyrr á veiðitímabilinu.
Ljósm. úr safni/ tfk.
Forseti ASÍ hvetur til hækkunar bóta
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ístak átti lægra boðið í
breikkun á Kjalarnesi