Skessuhorn - 19.08.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 20206
Tölur um
nemendur og
kennara
VESTURLAND: Í ljósi þess
að nú eru grunnskólar að
hefja starf eftir sumarleyfi er
áhugavert að rýna í tölu Hag-
stofa Íslands um fjölda barna
og starfsmanna í grunnskól-
um landsins. Þar kemur m.a.
fram að haustið 2019 störf-
uðu 8.600 í grunnskólum
hér á landi í 7.644 stöðugild-
um. Þar af störfuðu 5.458
við kennslu. Kennurum án
kennsluréttinda fjölgaði um
152 frá skólaárinu á und-
an. Fjöldi nemenda í grunn-
skólum landsins á síðasta ári
var 46.254 og skiptist þann-
ig að drengir voru 23.713 og
stúlkur 22.541. Hér á Vest-
urlandi voru grunnskóla-
börn við upphaf skólaárs fyr-
ir ári 2.234; 1.197 drengir og
1.037 stúlkur. Drengir voru
því 160 fleiri en stúlkurnar.
Haustið 2019 voru nemend-
ur 6. bekkjar fjölmennasti ár-
gangurinn á Vesturlandi, eða
237, en nemendafjöldi var
mjög svipaður í öllum bekkj-
ardeildum utan 1. bekkjar, en
þar voru nemendur á Vestur-
landi 197 í fyrrahaust. -mm
Fjórir
fíkniefnaakstrar
VESTURLAND: Fjór-
ir ökumenn voru stöðvað-
ir í umdæmi Lögreglunnar
á Vesturlandi í vikunni sem
leið, grunaðir um akstur und-
ir áhrifum fíkniefna. tveir
þeirra sem stöðvaðir voru
fyrir fíkniefnaakstur reynd-
ust enn fremur aka eftir að
hafa verið sviptir ökuréttind-
um. Þá ók einn mannanna
sem var stöðvaður of hratt,
en hann var gripinn á 113 km
hraða á klst. úti á þjóðvegin-
um. Það sem af er ári hafa 50
mál sem lúta að akstri und-
ir áhrifum ávana- og fíkni-
efna komið inn á borð lög-
reglunnar á Vesturlandi. Það
gera 6,25 mál á mánuði að
meðaltali, eða tæplega 1,5
mál á viku. Slíkur fjöldi mála
er ekki óþekktur og þau hafa
verið fleiri hér í umdæminu
einstök ár, en mál sem þessi
eru þó að sögn lögreglu allt-
af of mörg. -kgk
Óvenju mörg
hraðakstursmál
VESTURLAND: Óvenju
mikið hefur verið um hrað-
akstur í umdæmi Lögregl-
unnar á Vesturlandi und-
anfarna viku. Alls voru 168
ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur í vikunni, sem
lögregla segir óvenju mikinn
fjölda miðað við meðalviku.
Af þessum 168 sem voru
kærðir komu 135 hraðakst-
ursmál inn á borð lögreglu
í gegnum myndavélabílinn.
Sá sem hraðast ók var tek-
inn á 135 km hraða á klst. á
Vesturlandsvegi undir Hafn-
arfjalli. -kgk
Eitt tilboð í
Gufufjörð
REYKHÓLAHR: Borgar-
verk ehf. í Borgarnesi átti
eina tilboðið í endurbygg-
ingu og breikkun 6,6 km
kafla Vestfjarðavegar um
Gufufjörð. tilboð fyrirtæk-
isins hljóðar upp á rúmar 305
milljónir króna, sem er tæp-
um 17 milljónum yfir kostn-
aðaráætlun. Verkið skip-
ist í tvo kafla. Annars vegar
er um að ræða 1,2 km kafla
frá Melanesi að Skálanesi,
sem er hugsaður sem hluti
af Vestfjarðavegi til framtíð-
ar. Hins vegar er um að ræða
5,4 km kafla frá Gufudalsá
að Melanesi. „Sá kafli er ekki
hluti af framtíðar Vestfjarða-
vegi en mun þjóna umferð
um Gufudal þar til þverun
Gufufjarðar og Djúpafjarðar
verður framkvæmd,“ segir á
vef Vegagerðarinnar.
Fimmtán
sóttu um
AKRANES: Akraneskaup-
staður auglýsti starf for-
stöðumanns íþróttamann-
virkja laust til umsókn-
ar um miðjan júlí síðastlið-
inn. Umsóknarfrestur rann
út sunnudaginn 9. ágúst og
sóttu 15 um starfið. Um-
sækjendur eru, í stafrófsröð:
Brynja Kolbrún Pétursdótt-
ir, Dagný Ósk Halldórsdótt-
ir, Davíð Svansson, Gunnar
ásgeir Karlsson, Hallgrím-
ur Viðar Arnarson, Jón Þór
Hallgrímsson, Kristín Þórð-
ardóttir, María Esther Guð-
jónsdóttir, Páll Guðmundur
ásgeirsson, Pétur t. Gunn-
arsson, Ragnar Heimir
Gunnarsson, Salvör Sigríð-
ur Jónsdóttir, Valdimar Leó
Friðriksson, Vignir Björns-
son og Þorvaldur Hjaltason.
-kgk
Heildarvelta innlendra greiðslu-
korta hér á landi nam 81,2 millj-
örðum króna i júlí en þar af nam
verslun 44,7 milljörðum króna.
Aldrei hefur kortavelta Íslendinga
hérlendis verið jafnhá í einum mán-
uði, að því er fram kemur í könn-
un Rannsóknaseturs verslunarinn-
ar. Hlutfallsvöxtur innlendra korta
hérlendis nam 18,5% frá sama
mánuði í fyrra. „ástæðu kröftugr-
ar neyslu Íslendinga hérlendis má
rekja til þess að fáir landsmenn hafa
leitað út fyrir landsteinana í sum-
ar. Hefur neysla því færst hingað til
lands í staðinn.
Íslendingar greiddu ríflega tvö-
falt meira til gististaða í júlí síðast-
liðnum samanborið við júlí í fyrra,
alls 2,2 milljarða í júlí í ár saman-
borið við 930 milljónir í fyrra. Í
júnímánuði var innlend kortavelta
gististaða einnig há eða um 1,3
milljarðar, 75% meira en í júní í
fyrra. Innlend kortavelta veitinga-
staða jókst hóflegar á milli ára, um
29% og nam 6,8 milljörðum í júlí
sem leið. Þá jókst eldsneytissala til
Íslendinga um tæp 7% samanborið
við júlí 2019.
Verslun var sömuleiðis blómleg í
júlí og nam innlend kortavelta versl-
unar, líkt og áður sagði 44,7 millj-
örðum króna í mánuðinum, 27,4%
meira en í júlí í fyrra. Óvenjulegt er
að verslun sé jafn fjörug í júlímán-
uði og til samanburðar má nefna að
verslun í desember síðastliðnum,
stærsta verslunarmánuði ársins,
nam ríflega 45 milljörðum króna út
frá sama mælikvarða.
Innlend kortavelta jókst á milli
ára í öllum undirflokkum verslunar
sem Rannsóknasetrið birtir. Versl-
un á netinu jókst á milli ára um
83% og versluðu Íslendingar fyrir
1,7 milljarða í innlendum netversl-
unum í júlí. Þegar samkomutak-
markanir voru sem mest íþyngjandi
í apríl, var hlutfall netverslunar af
heildarverslun 9%.
mm
Vegna malbikunarvinnu hefur Vest-
urlandsvegur verið lokaður milli
Geldingaár og Lyngholts í Hval-
fjarðarsveit síðustu tvö kvöld, milli
klukkan 20:00 og 07:00 að morgni.
Verður vegurinn einnig lokaður á
sama kafla í kvöld og annað kvöld,
vegna framkvæmdanna. á með-
an á vinnu stendur er sett upp hjá-
leið um Hvalfjarðarveg og Borgar-
fjarðarbraut. Þannig þarf fólk sem
kemur að sunnan að beygja inn á
Hvalfjarðarströnd, aka yfir Drag-
háls og koma niður í Skorradal og
þaðan sem leið liggur niður á Borg-
arfjarðarbraut og þjóðveginn sunn-
an við Borgarfjarðarbrú. Hér er því
um töluvert langa hjáleið að ræða.
kgk
Lokunin merkt með rauðu og hjáleið
með grænu. Teikning: Vegagerðin.
Kvöldlokun Vesturlandsvegar
Innlend kortavelta Íslendinga hefur
aldrei verið meiri