Skessuhorn - 19.08.2020, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 15
ir var valin íþróttamaður ársins árið
1992 og svo seinna þegar við fórum
að upplifa velgengni golfarana. Allt
í þessum dúr, í tengslum við íþrótt-
irnar, var mjög skemmtilegt,“ segir
Gísli.
Rauður þráður
„Ég æfði sem krakki, var í fótbolta
í KR í gamla daga og spilaði eitt-
hvað af leikjum fyrir KR í meist-
araflokki.“ Seinna gekk hann til
liðs við Old Boys lið Skagamanna
og varð með því tvöfaldur Íslands-
meistari. „Svo var ég lengi í körfu-
bolta í meistaraflokki og í landslið-
inu. Eftir að ég kom upp á Skaga
spilaði ég í nokkur ár með Skag-
anum í körfunni,“ segir hann. Við
það má bæta að ef flett er upp í
gömlum tölublöðum Skagablaðs-
ins má sjá að Gísli spilaði með
körfuknattleiksliði ÍA eftir að hann
tók við starfi bæjarstjóra, auk þess
að þjálfa liðið. Spilandi þjálfarar
eru þekkt stærð í liðsíþróttum, en
færri dæmi eru þekkt um spilandi
bæjarstjóra.
Síðar varð Gísli formaður
Knattspyrnufélags ÍA og tók sæti
í stjórn KSÍ, þar sem hann starfar
enn. „Íþróttirnar eru rauður þráð-
ur í gegnum mitt líf eiginlega. Þar
skiptir auðvitað máli að Hallbera
konan mín er gömul sunddrottn-
ing og áhugamanneskja um íþrótt-
ir. Börnin okkar hafa verið í íþrótt-
um. Þeir Jóhannes og Þorsteinn
spiluðu báðir með Skagaliðinu og
svo er náttúrulega Hallbera ei-
lífðardrottning í þessum fótbolta-
heimi,“ segir Gísli, en Hallbera
dóttir þeirra er sem kunnugt er fyr-
irliði Íslandsmeistara Vals og hefur
verið fastamaður í landsliðinu til
margra ára. „Hún er með vinstri
fótinn hans pabba síns,“ segir Gísli
og hlær við. „En hún hefur reynd-
ar náð betri tökum á honun,“ bætir
hann við, léttur í bragði.
Eftirminnileg augnablik
Hafandi verið viðloðandi íþróttir
alla tíð, hverjar eru eftirminnileg-
ustu stundirnar? „Það eru kannski
tvö atvik sem standa alltaf nálægt
manni, þó auðvitað sé að finna
hafsjó af atvikum og augnablik-
um,“ segir Gísli og fer í fyrsta lagi
aftur til ársins 1981. „Þá spilaði
ég síðasta leikinn minn fyrir KR,
einmitt á móti ÍA. Það var dálít-
ið skrautlegur leikur og við félag-
arnir hérna á Skaganum höfum oft
minnst hans sem dálítið sérstaks
leiks,“ segir Gísli. KR-liðið var þá í
harðri fallbaráttu. Leikinn gegn ÍA
þurfti KR að vinna, en hafði ekki
unnið síðan á sjöunda áratugnum.
„Það endaði með því að KR vann,
2-1, en það urðu eftirmálar. Leik-
urinn var kærður en að lokum fór
það svo að úrslitin stóðu. Þetta var
eftirminnileg stund,“ segir hann,
en sigurinn gegn ÍA gerði það að
verkum að KR-ingar björguðu sér
frá falli.
„Næsta atvik sem er sérstaklega
eftirminnilegt er þegar Skaginn
varð Íslandsmeistari 2001 í Vest-
mannaeyjum. Það var mjög drama-
tískt,“ segir Gísli og er það varlega
til orða tekið. „Í öllum aðdraganda
þess tímabils höfðu verið fjárhags-
erfiðleikar hjá félaginu. Við, Gylfi
Þórðarson og Haraldur Sturlaugs-
son, komum að því að rétta við
skútuna. Leikmennirnir sýndu af
sér einstakan þroska, þéttu raðirn-
ar og stóðu svo uppi sem Íslands-
meistarar í Vestamannaeyjum eft-
ir mikla dramatík í lokaleiknum,“
segir Gísli. Það voru einmitt Eyja-
menn sem höfnuðu í öðru sæti,
með jafn mörg stig og ÍA. Þeir
þurftu sigur í lokaleiknum til að
komast upp fyrir Skagamenn, en
honum lauk með 2-2 jafntefli eftir
að mark hafði verið dæmd af ÍBV,
eins og frægt varð. „Þetta var alveg
ógleymanleg stund,“ segir hann.
Gefandi og
árangursríkur tími
Eins og áður greinir hefur Gísli
verið hafnarstjóri Faxaflóahafna
undanfarin 15 ár, en samhliða starfi
bæjarstjóra Akraness var hann hafn-
arstjóri yfir Akraneshöfn. „Þann-
ig að ég er svo sem búinn að vera
í hafnarmálum frá 1987. Upp úr
aldamótum var gerður samning-
ur um að Akraneshöfn sæi líka um
höfnina á Grundartanga. Þannig að
þegar ég byrjaði hjá Faxaflóahöfn-
um þá var ég að fara inn á svið sem
ég þekkti ágætlega til,“ segir Gísli.
„Hafnarmálin eru mjög skemmti-
leg og þessi tími hjá Faxaflóa-
höfnum hefur verið mjög gefandi
og að mörgu leyti árangursríkur,
með mörgum skemmtilegum verk-
efnum,“ bætir hann við. Hver eru
þau helst? „Stærstu málin tengjast
höfnunum í Reykjavík, uppbygging
á Sundahöfn og þróun og breyting-
ar á gömlu höfninni í Örfirisey, þar
sem hefur verið reynt að finna jafn-
vægi milli atvinnulífsins annars veg-
ar og hins vegar aðgengis almenn-
ings og ferðamanna. Það hefur að
mörgu leyti tekist ágætlega,“ seg-
ir Gísli. „Að hluta hefur líka orð-
ið jákvæð þróun inni á Grundar-
tanga, þó síðustu árin hafi þar verið
tiltölulega rólegt. Þar er hins veg-
ar ennþá mýgrútur af tækifærum til
að byggja upp skynsamlega atvinnu
sem myndi styrkja bæði höfnina og
samfélagið,“ segir hann og nefnir
sem dæmi framleiðslu rafeldsneyt-
is, sem nú er í skoðun hjá Þórunar-
félagi Grundartanga og hefur áður
verið greint frá í Skessuhorni.
Hann segir þó að hann hefði viljað
sjá meiri grósku í höfninni á Akra-
nesi á sínum tíma. „Það var mark-
miðið að styrkja Akranes sem fiski-
höfn, en þar má segja að þróunin
hafi farið á annan veg, með tilfærslu
á fiskvinnslunni sem var auðvitað
áfall bæði fyrir höfnina og Akranes
í heild,“ segir Gísli. „En þá þarf að
finna ný tækifæri til að byggja upp til
framtíðar. Það eru verkefni sem bíða
eftirmanns míns,“ segir hann og
brosir, en bætir því við að hann von-
ist til að nýtt þróunarfélag á Breið-
inni geti stutt við þá uppbyggingu.
„Síðan verður að geta þess að síð-
asta árið hafa menn staðið vel sam-
an hérna á Skaganum í að reyna að
halda vel utan um þessa smábátaút-
gerð sem þó er hér og hefur verið
þungamiðjan í starfseminni, ásamt
sements- og áburðarflutningum,“
segir hann. „Aðstaðan hér fyrir smá-
bátaútgerð er mjög góð og maður
hefur séð fleiri aðkomubáta hér und-
anfarið en áður. Það er gott og skilj-
anlegt, því aðstaðan og þjónustan er
góð,“ bætir hann við.
Þenur nikkuna
í frístundum
Gísli hefur haft í mörg horn að líta
um langt skeið. Hefur hann haft
einhvern tíma til að sinna öðru en
vinnu og félagsstörfum undanfar-
in ár? „Já, ég er í tónlistarskólan-
um á Akranesi,“ segir hann og hlær
við. „Ég var búinn að horfa til þess
lengi að einhvern tímann myndi ég
vilja spila á harmonikku. Hugsunin á
bakvið það var að prófa að gera eitt-
hvað sem maður kynni alls ekki og
athuga hvað maður kæmist langt,“
segir hann léttur í bragði. úr varð
að fyrir nokkrum árum síðan skráði
hann sig í hálft nám á harmonikku
í tónlistarskólanum. „Það hefur hins
vegar verið að vinda upp á sig,“ seg-
ir Gísli og heldur áfram: „Ég var svo
heppinn að lenda hjá henni Rut Berg
Guðmundsdóttur tónlistarkenn-
ara, sem hafði í fyrsta lagi skilning
á þekkingarleysi mínu á verkefninu
í upphafi og þolinmæði til að koma
mér áfram,“ segir hann. „Það end-
aði með því að fyrir tveimur árum
síðan tókum við ákvörðun um að
ég færi í stigspróf og lauk grunn-
stigi. Og nú erum við sammála um
að stefna á miðstig,“ segir hann og
hlær við. „Þetta hefur verið mjög
gefandi og skemmtilegt og ég vil
meina að barnabörnin og fjölskyld-
an sé farin að geta hlustað á mig án
þess að kvarta,“ bætir hann við létt-
ur í bragði.
Engar áhyggjur
af framtíðinni
á þessum tímamótum sem nú standa
yfir, þegar hann lætur af störfum sem
hafnarstjóri er ekki úr vegi að biðja
Gísla að líta heildstætt yfir farinn
veg. „Ég er þakklátur fyrir allt sem
ég hef fengið að taka þátt í á þessum
árum eftir að ég kom hingað á Skag-
ann. Flest hefur sem betur fer geng-
ið vel. Auðvitað hafa verið þrösk-
uldar á leiðinni, en maður hefur til-
hneigingu til að gleyma þeim,“ seg-
ir Gísli. Hann er þannig ekki einn
þeirra sem muna alltaf mótlætið.
„Ég er mjög innstilltur á að það sé
gott að þekkja fortíðina en til þess
að vita hverju er hægt að breyta og
hafa áhrif á, þarf alltaf að horfa fram
á veginn, því fortíðinni breytir mað-
ur ekki,“ segir hann.
En hvað tekur við hjá Gísla nú
þegar hann hefur látið af hafnar-
stjórastarfinu? „Núna fram að ára-
mótum verð ég í nokkrum smærri
verkefnum, m.a. fyrir Faxaflóahafnir
og svo tók ég að mér að sitja í stjórn
nýs þróunarfélags á Breiðinni. Ég er
líka í nefnd fyrir hönd Faxaflóahafna
varðandi Sundabraut. Við skulum sjá
til hvort ekki verður hægt að koma
því í eitthvað horf, þannig að málið
komist áfram. Þetta eru verkefnin
fram að áramótum, en eftir áramót-
in hef ég bara ekki hugmynd,“ seg-
ir hann og hlær við. „Og það er líka
ákveðin áskorun í því, að vita ekk-
ert endilega að hverju maður geng-
ur. Maður er pínulítið að kasta sér út
í ákveðna óvissu, sem ég held að sé
bara hollt,“ segir Gísli og kveðst fyr-
ir löngu hafa verið búinn að ákveða
að haga málunum á þennan veginn.
„Ég hef ágætis tíma til að skoða hvað
tekur við. Það er mjög ólíklegt að
það verði eitthvað fast starf, ég stefni
ekki á það. Mig langar að fá að gera
hitt og þetta og ráða tíma mínum
sjálfur með henni Hallberu minni
eins og hægt er. Ég vona að ég og við
bæði verðum við góða heilsu, hún
skiptir gríðarlega miklu máli til að
maður hafi ánægju af lífinu og lífs-
gæði. Ef manni gefst það þá hef ég
engar áhyggjur af framtíðinni,“ segir
Gísli Gíslason að endingu. kgk
Hjónin Gísli og Hallbera Jóhannesdóttir koma í mark í Akraneshlaupinu árið
1992. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness/ Árni S. Árnason.
Skóflustunga tekin að Akraneshöll vorið 2005. Gísli var þá bæjarstjóri og fylgist
hér með knattspyrnuhetjunni Ríkharði Jónssyni taka fyrstu skóflustunguna ásamt
Stefáni Teiti Þórðarsyni sex ára og Bryndísi Rún Þórólfsdóttur sjö ára, sem bæði
eru lykilmenn í meistaraflokkum ÍA í dag. Ljósm. úr safni/ mm.
Gísli veitir hér sýnikennslu í því að bera björgunarmaska, þegar Spölur gaf
Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar rafbíl ásamt tækjum og björgunarbún-
aði. Ljósm. úr safni/ þá.
Grundartangahöfn í maí síðastliðnum. Þar segir hafnarstjórinn mýgrút af
tækifærum til uppbyggingar. Ljósm. úr safni/ mm.