Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2020, Page 23

Skessuhorn - 19.08.2020, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 23 Káramenn unnu góðan útisigur á Völsungi, 2-3, þegar liðin mætt- ust í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var norður á Húsavík. Heimamenn fengu óskabyrjun, þegar Elvar Baldvinsson kom Völ- sungi yfir strax á 2. mínútu leiks- ins. En Káramenn voru betri í fyrri hálfleik. Þeir jöfnuðu metin á 20. mínútu með marki frá Páli Sindra Einarssyni. á 33. mínútu leiksins skoraði Elís Dofri G. Gylfason og kom Kára í 1-2 og þannig var stað- an í hálfleik. Aðeins fjórar mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleiknum þegar Andri Júlíusson skoraði þriðja mark Kára. Þannig stóðu leikar þar til tíu mín- útur voru eftir. Þá minnkaði ásgeir Kristjánsson muninn fyrir Völsung og þar við sat. Kári vann 2-3. Káramenn hafa 14 stig í 8. sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en ÍR en stigi á eftir næstu liðum. Deildin er afar jöfn og aðeins sex stig skilja að 1. og 8. sætið. Næsti leikur Kára er gegn Þrótti V. í Akra- neshöllinni í kvöld, miðvikudaginn 19. ágúst. kgk ÍA og Víkingur R. skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Akraneshöllinni á mánudagskvöld. Leikurinn var markalaus framan af, eða allt þar til skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þá skoraði Unnur Ýr Haraldsdóttir og kom Skagakon- um yfir. Þannig var staðan lengi vel og virtist stefna í að þær gulklæddu færu með sigur af hólmi. Það var ekki fyrr en tíu mínútur lifðu leiks að gestirnir úr Víkingi R. jöfnuðu metin með marki frá Dagnýju Rún Pétursdóttur. Staðan því orðin 1-1 og þannig lyktaði leiknum. Skagakonur sitja í 6. sæti deild- arinnar með átta stig eftir átta leiki, jafn mörg og Víkingur R. og Augnablik í sætunum fyrir neðan en stigi á eftir Aftureldingu. Næsti leikur ÍA er útileikur gegn Gróttu á laugardaginn, 22. ágúst næstkom- andi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Skagamenn unnu dramatískan sig- ur á Fylki, 3-2, þegar liðin mætt- ust í Pepsi Max deild karla í knatt- spyrnu á laugardaginn. Leikið var á Akranesi. Snemma leiks settu Skagamenn boltann í stöngina en þess utan voru gestirnir hættulegri fram á við í fyrri hálfleik. Þeir komust yfir á 39. mínútu þegar Arnór Gauti Ragnarsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Valdimar Ingimundarsyni. Steinar Þorsteinsson jafnaði fyrir ÍA á 55. mínútu. Hann fékk bol- tann fyrir utan vítateiginn vinstra megin, sneri inn á miðjuna og sen- di hann í stöngina fjær og í netið. Einstaklega laglegt mark hjá Stei- nari. Skagamenn voru sterkari eft- ir jöfnunarmarkið og þeir komust yfir á 75. mínútu. Fylkismönnum mistókst að hreinsa eftir hornspyr- nu sem endaði með því að boltinn barst á Stefán teit Þórðarson sem var einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora úr mark- teignum. En Fylkismenn voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu metin á 84. mínútu, þegar Orri Sveinn Stefánsson skoraði með skalla eft- ir laglega fyrirgjöf frá Djair Partiff- Williams. Orri átti eftir að koma meira við sögu á lokamínútum leiksins. Þe- gar komið var fram í uppbótartí- ma var boltinn sendur innfyrir vörn Fylkismanna á tryggva Hrafn Haraldsson, sem var kominn einn á móti markmanni í vítateignum þegar Orri braut á honum. Hlaut hann rautt spjald að launum og Sk- agamenn fengu vítaspyrnu. tryg- gvi fór sjálfur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og tryggði Skag- amönnum dramatískan sigur, 3-2. Skagamenn hafa 13 stig í 7. sæti deildarinnar, jafn mörg og Víkingur R. í sætinu fyrir neðan en tveimur stigum á eftir Fylki. Næs- ti leikur ÍA í deildinni er útileikur gegn KA laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Í gær mættu Skag- amenn liði Vals á Hlíðarenda í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur var hins vegar ekki hafinn þegar blaðið fór í prentun, en um- fjöllun um hann má sjá á vef Skes- suhorns. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Snæfellingar áttu sér ekki við- reisnar von gegn KFR, þegar lið- in mættust í 4. deild karla í knatt- spyrnu á laugardaginn. Leikið var í Stykkishólmi, þar sem gestirnir skoruðu hvert markið á fætur öðru en Snæfell komst ekki á blað. Gest- irnir skoruðu sjö mörk í fyrri hálf- leik og héldu áfram í þeim síðari, þar sem þeir skoruðu sex. Snæfell- ingar komust hins vegar ekki á blað og leiknum lauk með því að KFR sigraði með hvorki fleiri né færri en 13 mörkum gegn engu. Aron Daníel Arnalds skoraði sex mörk fyrir KFR, þeir Ævar Már Viktors- son, Kristinn ásgeir Þorbergsson og Kacper Bielawski skoruðu tvö mörk hver og Helgi Valur Smára- son skoraði eitt. Snæfellingar hafa eitt stig í 7. og neðsta sæti B riðils 4. deildarinnar, þremur stigum á eftir álafossi í sæt- inu fyrir ofan. Næsti leikur Hólm- ara er gegn Kormáki/Hvöt á úti- velli föstudaginn 22. ágúst næst- komandi. kgk/ Ljósm.sá. Víkingur Ó. beið lægri hlut gegn Þrótti R. á heimavelli, 1-2, þeg- ar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Var þetta fyrsti sigur Þróttar í deildinni í sumar. Ólafsvíkingar fengu prýðilegt færi strax í upphafi leiksins. Ívar Reynir Antonsson fékk þá boltann á fjærstöng eftir fyrirgjöf, átti gott skot að marki sem Franco Lalic í marki Þróttara varði vel. Bæði lið sýndu annars ágætis tilburði fram- an af fyrri hálfleik. Þróttarar fengu dauðafæri á 25. mínútu þegar Oli- ver Heiðarsson slapp einn í gegn en Brynjar Atli Bragason varði vel frá honum. Ísinn var brotinn á 33. mínútu leiksins þegar Esau Rojo Martinez kom Þrótti yfir. Hann fékk boltann í teignum eftir fyrirgjöf og potaði honum í stöngina, tók síðan sitt eigið frákast og kom því yfir lín- una. Ólafsvíkingar voru öflugri eftir að hafa lent undir og náðu að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Harley Willard fékk þá boltann eft- ir vandræðagang í vörn gestanna, fór framhjá nokkrum varnarmönn- um og lagði boltann snyrtilega í hornið fjær. Snemma í fyrri hálfleik kom síðan markið sem átti eftir að ráða úrslit- um. Oliver Heiðarsson fékk bolt- ann úti vinstra megin, geystist fram völlinn. Varnarmenn Víkings virt- ust vera að bíða eftir fyrirgjöfinni og bökkuðu frá honum, en Oliver setti boltann bara fast í hornið og kom Þrótti yfir. Víkingar voru ívið sterkari það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skapa sér nein alvöru tækifæri til að jafna metin. Leiknum lauk því með sigri gestanna, 1-2. Víkingur Ó. situr í 10. sæti deild- arinnar með níu stig eftir níu leiki, stigi á eftir Leikni F. en með fimm stiga forskot á Þrótt. Næsti leik- ur Ólafsvíkinga er útileikur gegn Keflavík í kvöld, miðvikudaginn 19. ágúst. kgk Þrettán marka tap Snæfellinga Harley Willard skoraði eina mark Ólafsvíkinga í tapleiknum gegn Þrótti. Ljósm. af. Þurftu að lúta í gras á heimavelli Vítaspyrna í uppbótartíma réði úrslitum Jafnt í Akraneshöllinni Páll Sindri Einarsson skoraði fyrsta mark Kára í sigrinum norðan heiða. Ljósm. úr safni/ Knattspyrnufélagið Kári. Góður sigur á Húsavík

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.