Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr Mosfellsbæ6 Söfnunardagar á Nærveru í júlí Stelpurnar á snyrtistofunni Nærveru ætla að halda söfnunardaga 10. og 11. júlí fyrir Önnu Lilju Marteins- dóttur, snyrtifræðing á stofunni. „Anna Lilja missti manninn sinn, Jóhann Magnússon, nýverið og er því orðin einstæð móðir með tvo unga drengi og einn uppkominn stjúpson,“ segir Ragnheiður Bjarna- dóttir eigandi stofunnar. „Hún er sjálfstætt starfandi og á því hvorki launað veikinda- né sumarfrí. Við ætlum að leggja okkar af mörkum og bjóða upp á snyrtimeðferðir þessa daga og viðskiptavinir leggja andvirðið inn á styrktarreikning- inn.“ Ragnheiður bendir á styrktar- reikning sem þær hafa stofnað fyrir Önnu Lilju og hvetur Mosfellinga til að láta gott af sér leiða og styðja við Önnu og drengina. Semja um ljósleiðara­ væðingu í dreifbýli Mosfellsbær og Míla hafa undir- ritað samkomulag um styrk til handa Mílu, til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Mosfells- bæjar. Samningurinn nær til þeirra íbúðarhúsa og fyrirtækja sem ekki hafa aðgang að VDSL tengingum (ljósnetinu) við undirritun samn- ings. Mosfellsbær fékk að lokinni umsókn til fjarskiptasjóðs á síðasta ári úthlutað styrk til uppbyggingar ljósleiðaradreifikerfis í dreifbýli sveitarfélagsins. Verkfræðistofan EFLA hefur séð um ráðgjöf, umsóknir og útboð í tengslum við málið fyrir Mosfellsbæ. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og verði lokið á þessu ári. Frestun fasteigna­ gjalda vegna COVID Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000: 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október og 15. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga. Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufall milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020. Deiliskipulag í landi Blikastaða – taktu þátt í að móta þitt umhverfi Kynntu þér málið, sendu okkur hugmyndir, athugasemdir, spurningar eða taktu þátt í samkeppni um nafn á svæðið á reitir.is/blikastadir Við vinnum að nýju deiliskipulagi atvinnukjarna í landi Blikastaða. Okkar markmið er að svæðið byggist upp í takt við þarfir fyrirtækja með atvinnu, náttúru, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi. Við viljum velta við hverjum steini og hvetjum íbúa til að taka þátt í mótun svæðisins, og hjálpa okkur að finna því viðeigandi nafn. Ný og ung stjórn tekin við • Lyft hefur verið grettistaki • Æfingar fyrir börn og unglinga MotoMos í endurnýjun lífdaga Íslandsmeistaramót um helgina Þann 13. maí var kosin ný stjórn í MotoMos og við tók ein yngsta stjórn landsins hjá fé- lagi innan MSÍ (Mótorhjóla- & vélasleða- sambandi Íslands sem er hluti af ÍSÍ). Formaður er Jóhann Arnór Elíasson en aðrir stjórnarmenn eru Leon Pétursson, Egill Sverrir Egilsson, Pétur Ómar Þor- steinsson og Örn Andrésson. Varamenn í stjórn eru þeir Egill Sveinbjörn Egilsson og Einar Sverrir Sigurðsson. Á bakvið stjórn félagsins eru öflugir for- eldrar og aðrir velunnarar félagsins. Stjórn- ina skipa eingöngu heimamenn héðan úr Mosfellsbæ. Með innkomu nýrrar stjórnar má segja að MotoMos gangi í ákveðna endurnýjun lífdaga en takmörkuð starfsemi hefur verið í gangi síðustu þrjú ár. Grettistak í viðhaldi á svæðinu Lyft hefur verið grettistaki í viðhaldi á svæðinu sem var komið til ára sinna. Allt húsið hefur verið tekið í gegn, frágangur á dreni á svæði bættur og nú standa yfir miklar viðgerðir á vökvunarkerfi. MotoMos-brautin var opnuð í fyrsta sinn í ár laugardaginn 13. júní en sjaldan eða aldrei hefur brautin verið opnuð jafn seint á árinu eftir að hún tók til starfa. Stafar það af aðkallandi þörf á viðhaldi sem stendur enn yfir. Vilja ná til nýrra og ungra iðkenda Markmið nýrrar stjórnar er að ná til nýrra ungra iðkenda í Mosfellsbæ og koma þeim á einn stað til að stunda þessa skemmtilegu en krefjandi íþrótt. Liður í því er að hafa gott æfingasvæði. Fyrir þá sem þekkja ekki þá er motocross talin ein allra erfiðasta íþrótt í heimi í dag. Það er mjög misjafnt í hvaða íþróttum börn finna sig. Sannað er að fáar íþrótta- greinar höfða jafn mikið til barna með athyglisbrest og motocross. Nýlega setti félagið á laggirnar æfingar fyrir börn og unglinga og fara þær fram tvisvar sinnum í viku út sumarið. Hver æfing stendur í minnst tvo tíma og er í höndum aðila sem er með þjálfararétt- indi og er einnig crossfit-þjálfari í Crossfit Reykjavík. Halda Íslandsmeistaramót í Mosó Á döfinni er fyrsta Íslandsmeistaramótið í motocrossi sem haldið verður 27. júní, en ekki hefur verið haldið Íslandsmeistaramót hjá MotoMos síðan 2017. Gert er ráð fyrir um 100 keppendum í öllum aldursflokkum og fjölda áhorfenda en frítt er á svæðið fyrir áhugasama. MotoMos skorar á þá sem ekki hafa fylgst með svona keppni að koma og sjá bestu ökumenn landsins takast á í afar skemmti- legri braut. Það er einstök aðstaða til að fylgjast með keppninni í MotoMos og eru fáar brautir jafn áhorfendavænar en útsýni er yfir alla brautina frá klúbbhúsi. Pétur Ómar, Egill SvErrir, JÓhann arnÓr, Örn og lEon krEfJandi braut Stofutónleikar í sumar á Gljúfrasteini Stofutónleikar Gljúfrasteins hefjast á sunnudaginn en þeir eru haldnir hvern sunnudag til 30. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskóla- aldri. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari leikur meistaraverk fyrir einleiksselló eftir J.S. Bach og Hafliða Hallgrímsson á fyrstu stofutónleikum ársins á Gljúfrasteini 28. júní kl. 16:00. Dagskrá tónleikaraðar sumarsins má finna á www.gljufrasteinn.is og kennir þar ýmissa grasa. Gljúfra- steinn er hús efst í Mosfellsdal við ána Köldukvísl. Húsið var heimili Halldórs Laxness og fjölskyldu hans í meira en hálfa öld en hýsir nú safn um skáldið. Gaui og Vala sem eiga og reka æfinga- stöðina Kettlebells Iceland eru að gefa út bókina „Lifðu! 8 leiðir að bættri heilsu og aukinni hamingju“. Bókin byggir á fimm mánaða ferðalagi þeirra ásamt tveimur yngstu sonum þeirra um bláu svæði (Blue Zones) heimsins í fyrra en þau svæði eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. Í bókinni fjalla þau meðal annars um mikilvægi tilgangs, daglegrar hreyfingar og öflugs samfélags þar sem fólk passar hvert upp á annað. Heimabærinn Mosfellsbær kemur að sjálfsögðu við sögu í bókinni. Bókin er nú í forsölu, fyrstu eintökin koma úr prentsmiðju í fyrri hluta júlí og verða afhent þeim sem kaupa í forsölu um leið. Þá kemur bókin einnig út í hljóðbók- arformi hjá Storytel síðar á árinu. Reynslunni ríkari eftir fimm mánaða ferðalag um Blue Zones Bókin Lifðu! kemur út fJÖlSkyldan fyrir fErðalag Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.