Mosfellingur - 25.06.2020, Síða 10

Mosfellingur - 25.06.2020, Síða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Laugardaginn 29. ágúst 2020 Kynntu þér tindahLaup MosfeLLsbæjar á hlaup.is Utanvegahlaup fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. fjórar vegalengdir í boði: 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (34 km) og 7 tindar (38 km). glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í öllum vegalengdum. Ný flokkunarlína fyrir úrgang var tekin í notkun 18. júní í móttökustöð SORPU í Gufunesi, sem markar upphaf prófunar- ferlis á flokkun úrgangs frá heimilum. Um er að ræða mikilvægt undirbúningsskref fyrir vinnslu í nýrri gas- og jarðgerðarstöð (GAJA) á Álfsnesi. Nýja flokkunarlínan tekur við lífrænum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæð- inu, hreinsar úr honum plast og málma og býr til efni sem er hæft til vinnslu í GAJA. Við sama tilefni var GAJA kynnt fyrir stjórn SORPU, fulltrúum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og fjölmiðlum, en miðað er við að tilraunavinnsla hefjist í stöðinni í júlí. Losun koltvísýrings minnkar gríðarlega Þegar GAJA kemst í fullan rekstur verður hætt að urða lífrænan úrgang á svæðinu en í stað þess verða unnin úr honum gas- og jarðgerðarefni. Áætlað er að það muni minnka losun koltvísýrings um 90 þúsund tonn á ári sem jafngildir því að taka 40 þúsund bensín- eða díselbíla úr umferð og hægt verður að nýta innlenda orku í auknum mæli í stað innflutts eldsneytis. Auk þriggja milljóna rúmmetra af metani verða til í stöðinni ár- lega um 12 þúsund tonn af moltu sem nýtt verður til landgræðslu og jarðarbóta. Skuldbindingar á sviði loftslagsmála Höfuðborgarsvæðið er með þessu verk- efni í leiðandi hlutverki í umfangsmesta umbreytingaverkefni á sviði umhverfismála hérlendis og liður í því að gera Íslandi kleift að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar í loftlagsmálum. Miðað er við að stöðin verði komin í fulla starfsemi á næstu mánuðum. Vinnslan þarf að standast þær kröfur um gæði sem kveðið verður á um í starfsleyfi stöðvarinnar og því skiptir eftirlit með vinnslunni höfuðmáli. Urðun lífræns úrgangs hverfi alfarið „Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi er mikilvægt umhverfismál fyrir Íslendinga en um leið ákaflega mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur Mosfellinga. Þeg- ar fullri afkastagetu verður náð verður unnt að hverfa alfarið frá urðun lífræns úrgangs á Álfsnesi sem fylgt hefur lyktarmengun við vissar aðstæður, sem nauðsynlegt var að bregðast við með stórtækri aðgerð. Næsta verkefni er síðan að fara í aðgerðir til að breyta ásýnd svæðisins frá Mosfellsbæ séð sem felur í sér að reisa mön þannig að athafnasvæðið blasi ekki við í beinni sjón- línu,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Gas- og jarðgerðarstöðin hefur starfsemi á næstunni • Ný flokkunarlína í Gufunesi „Mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur Mosfellinga“ fulltrúar mosfellsbæjar við opnun stöðvarinnar Ný íslensk Lopa ullarteppi Fáanleg á Lopidraumur.is Frí heimsending innanlands Fylgist með okkur: ístex-lopi Fyrirmyndarveggur settur upp í Mosó „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni. Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Verið er að setja upp ,,TAKK veggi” víða um land þar sem skemmtilegt er að taka myndir og deila á samfélagsmiðlum með því að merkja myndir @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar. Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefur sett upp slíkan vegg á húsi Barion sem snýr að torginu og eru íbúar hvattir til að taka mynd af sér og sínum og deila á samfélagsmiðlum. Þá fengu landsmenn sent póstkort þann 17. júní með yfirskriftinni ,,Takk fyrir að vera til fyrirmyndar” þar sem fólk var hvatt til þess að senda slíka kveðju á þann einstakling sem fólk telur að sé til fyrirmyndar.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.