Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 30
 - Íþróttir30 N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Það var flottur hópur stúlkna úr 5. flokki Aftureldingar sem fór á TM mótið í Vestmannaeyjum 10.–13. júní. Mótið var það 31. í röðinni. Fyrirkomulag mótsins var með hefðbundnu sniði þrátt fyrir boð og bönn vegna COVID-19. Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, 30 félagslið tóku þátt og sendu inn 100 lið til keppni. Þátttakendur voru því rétt tæplega 1.000. Aftureldingarstúlkurnar stóðu sig með prýði og voru taplausar í 8 af 10 leikjum. Leikgleðin var í fyrirrúmi og minningar skapaðar sem seint munu gleymast. Fulltrúi Aftureldingar í leik Landsliðs og Pressuliðs var Fjóla Rut Zoëga Hreiðarsdóttir og skoraði hún 2 mörk í þeim leik fyrir Landsliðið. Fjóla Rut var einnig valin í úrvalslið TM-mótsins. Stúlkunum hefur einnig gengið mjög vel á Íslandsmótinu sem nú er í gangi. Framtíðin er björt hjá þessum duglegu stúlkum enda með frábært þjálfarateymi, þá Þorfinn Gústaf Þorfinns- son og Guðjón Breka Guðmundsson. Stelpurnar í 5. flokki á TM mótinu • Fjóla Rut í landsliðið Frækileg ferð til Eyja Fjóla rut okkar stelpur í vestmannaeyjum Frábær árangur hjá 5. flokk eldri og 6. flokki yngri í vetur sem töpuðu ekki leik á Íslands- mótinu og þess ber að geta að strákarnir á eldri ári í 5. flokki hafa ekki tapað leik síðustu þrjú árin. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum strákum næstu árin. Taplausir Íslandsmeistarar sigursælir strákar ásamt þjálFurunum bjarka og ingimundi Handboltastelpurnar ásamt þjálfurum og meistarsflokksráði héldu lokahóf eftir skrýtið tímabil í Olís-deildinni. Afturelding mun spila í Grill 66-deildinni á næsta tímabili og ætla sér stóra hluti þar. Lokahóf eftir COVID-vetur Strákarnir í 16-liða úrslit • Mæta ÍBV í deild á sunnudag Boltinn byrjaður að rúlla Fótboltinn er farinn aftur af stað eftir COVID. Afturelding sigraði Árborg 3-0 í bikarnum á þriðjudaginn. Næsti leikur er á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti ÍBV í Lengju- deildinni. Leikurinn fer fram á Fagverksvellinum kl. 16.00 Meistaraflokkur kvenna fær Víking í heimsókn á föstudaginn kl. 19:15. Nú er um að gera fyrir Mosfellinga að fjölmenna á völlinn og styðja okkar lið í baráttunni í sumar. marki Fagnað á Fagverksvellinum sigri Fagnað í mjólkur- bikarnum á þriðjudaginn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.