Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 22
 - Bókasafnsfréttir og kirkjureið22 Vinn, vinn Listasalur Mosfellsbæjar Nú eru síðustu dagar sýningar Ásgerðar Arnardóttur, Út frá einu og yfir í annað, í Listasal Mosfellsbæjar. Næsta sýning heitir Vinn, vinn og verður opnuð föstudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýnir Sara Björk Hauksdóttir, nemi í Listaháskóla Íslands, fjölbreytt verk sem eru öll gerð í samstarfi við aðra listamenn. Flest verkin urðu til á tímum COVID-19 sem setti samstarfinu ákveðnar skorður og hafði óvænt áhrif á útkomuna. Sara Björk hefur margsinnis sýnt í Svíþjóð en þetta er fyrsta einkasýning hennar hérlendis. Það var margt um manninn þegar Dr. Bæk heimsótti Bóka- safnið laugardaginn 13. júní. Doktorinn mætti með tæki og tól og gerði fríar ástandsskoð- anir á hjólhestum bæjarbúa, sem nú ættu að vera klárir í hjólaferðir sumarsins. Gaman var að sjá hve margir mættu og nýttu sér þjónustuna og hafði doktorinn í nógu að snúast. Hjólaeigendur nýttu biðina í að njóta nýrrar aðstöðu á torgi í Kjarna og kíkja í Bókasafnið en þar er skráning í sumarlestrar- átak safnsins enn í fullum gangi. Dr. Bæk í heimsókn Bókasafn Mosfellsbæjar sara björk ástandsskoðun í kjarnanum doktorinn að störfum Fjölmennt var í Mosfellskirkju á sjómanna- daginn þegar félagsmenn í hestamannafé- laginu Herði fjölmenntu ríðandi að Mosfelli og og hlýddu á guðsþjónustu þar sem sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónaði. Ræðumaður var grínarinn Jóhannes Kristjánsson og fullyrða má að sjaldan hafi hlátur hljómað oftar í almennri messu. Lífið á líka að vera öðrum þræði gleði. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga sungu og var lagavalið ekki síður tengt hesta- mennsku. Kirkjukaffi var í Harðarbóli að athöfn lokinni. Þar var boðið upp á brauð- tertur, vöfflur, kleinur og heitt súkkulaði. Ræðumaður og sóknarprestur að lokinni athöfn. Lilla fararstjóri og Ragnheiður Þórólfsdóttir. Félagar úr hestamannafélaginu Herði riðu til kirkju Kirkjureið og guðs- þjónusta að Mosfelli M yn di r: G ei r A . G uð st ei ns so n kata og anna komu ríðandi til kirkju

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.