Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 14
Hjónin Þóra Jónasdóttir og Guðmundur Ásgeirsson eru þátttakendur í verkefninu Team Rynkeby. Team Rynkeby er sam- norrænt góðgerðaverkefni þar hjólað er frá Danmörku til Parísar, um 1300 km á 8 dögum, til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. „Verkefnið byrjaði árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar til að sjá lok Tour de France. Þessir aðilar voru duglegir að safna styrkjum, en ágóðinn af verkefninu var svo gefinn til deildar krabbameinssjúkra barna við há- skólasjúkrahúsið í Óðinsvéum og þar með var hefðinni komið á,“ segir Gummi en þess má geta að undanfarin þrjú ár hefur þetta verkefni styrkt Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna (SKB) um fimmtíu milljónir. 57 lið frá allri Evrópu Í dag samanstendur Team Rynkeby af 2.100 hjólreiðamönnum og 550 aðstoðar- mönnum sem skiptast í 57 lið frá Evrópu. Þátttakendur eru valdir úr þúsundum um- sækjenda sem fylla út umsóknareyðublað á heimasíðu Team Rynkeby. „Íslendingar stofnuðu hjólalið árið 2017. Í liðinu eru um fjörutíu manns. Við hjónin ákváðum að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að safna fyrir krabbameinssjúk börn á Íslandi og fjölskyldur þeirra. Þarna kemur saman að styrkja gott mál- efni, hjóla og kynnast nýju frábæru fólki í hópnum ásamt því að fá góða hreyfingu í kaupbæti,“ segir Þóra en allir þátttakendur greiða kostnað sinn sjálfir, þar með talin hjólin og hjólafatnað en öll Team Rynkeby liðin eru á eins hjólum. Breytt plan vegna COVID–19 „Liðin eru valin í september ár hvert og skuldbinda þeir útvöldu sig til að sinna verkefninu vel og safna sem mestu fyrir þetta verðuga verkefni. Við höfum leitað til nokkurra fyrirtækja og hafa flest tekið vel í beiðnina og lagt okkur lið með peningum eða vörum. Við seldum einnig konfekt fyrir jólin og páskaegg fyrir páskana og gekk sal- an mjög vel en þar komu vinir og ættingjar sterkir inn. Eins og margt annað í heiminum í dag er breyting á þessu verkefni vegna COVID- 19. Æfingaplanið breyttist aðeins og þurft- um við að æfa í minni hópum síðastliðna mánuði. Íslandshópurinn hefur skipulagt hjóla- ferð hringinn í kringum landið dagana 4.-11. júlí. Við ætlum ekki að hjóla hefð- bundinn hring heldur höfum við fundið skemmtilegar og óhefðbundar hjólaleiðir,“ segja þau hjón að lokum og hvetja alla til að leggja þessu frábæra verkefni lið. Hægt er að nálgast allar upplýsingar á Facebook síðunni Team Rynkeby Ísland. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is ÓSKUM EFTIR TILNEFNINGUM TIL JAFNRÉTTISVIÐURKENNINGAR Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar. Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020, þarf: 1. Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum. 2. Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa: a) Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum. b) Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna. c) Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla. d) Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað. e) Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál. Við hvetjum ykkur til að fara inn á mos.is/jafnretti og senda tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 17. ágúst 2020. Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar, sem haldinn verður hátíðlegur þann 18. september n.k. - Bæjarblað allra Mosfellinga14 Þóra og Gummi hjóla til styrktar krabbameinssjúkum Taka þátt í risa góðgerðaverkefni Gummi oG Þóra í Góðum félaGsskap á Bessastöðum stífar æfinGar fyrir hrinGferðina Hægt er að leggja verkefninu lið með því að hringja í styrktarnúmer, allur ágóði rennur óskiptur til SKB. 907- 1601 fyrir 1.500 kr., 907-1602 fyrir kr. 3.000 kr. og 907-1603 fyrir kr. 5.000 kr. Flest getum við verið sammála um að ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu og þeirri ábyrgð þurfum við að miðla áfram. Til að gera nemendur meðvitaðri um þá ábyrgð þarf að þroska með þeim umhverfis- vitund, gera þá læsa á sitt nánasta umhverfi og þar með hvaða gildi það hefur. Skólar á grænni grein eða Grænfána- verkefnið er alþjóðlegt umhverfismennt- arverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Unnið ötullega að markmiðunum Lágafellsskóli ásamt útibúi skólans Höfðabergi skráði sig til leiks í Grænfána- verkefnið haustið 2018 og hefur verið unnið ötullega að heilmörgum verkefnum sl. tvo vetur til að ná þeim markmiðum að gerast Grænfánaskóli. Þeim áfanga náði skólinn nú á vordög- um 2020. Af því tilefni mætti fulltrúi Land- verndar, Margrét Hugadóttir og afhenti full- trúum nemenda í umhverfisnefnd skólans fána. Fánarnir voru svo dregnir að húni bæði við Lágafellsskóla og Höfðaberg og þar með er skólinn orðinn Grænfánaskóli. „Það er svo einlæg von okkar að þeir siðir og venjur sem nú þegar hafa skapast í verkefnum okkar eigi eftir að festast í sessi í skólastarfinu og gefa okkur tækifæri til að hlúa að nýjum og fjölbreyttum verkefnum í anda grænfánans á komandi árum,“ segir Helga Þorsteinsdóttir í umhverfisnefnd Lágafellsskóla. Flöggun grænFánans höfðaBerGláGafellsskóli www.fastmos.is 586 8080 Sími: Örugg og góð þjónusta Hafðu samband Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.