Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 25.06.2020, Blaðsíða 28
 - Fréttir úr bæjarlífinu28 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Úthlutun lóða í Desjamýri Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsa- lóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar. Um er að ræða atvinnuhúsalóðir við Desjamýri númer 11, 12 og 13. Einungis lögaðilum er heimilt að sækja um lóðirnar og skulu umsækjendur uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 3. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar. Tilboðin í lóðirnar þrjár skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 7. júlí 2020 og verða móttekin með rafrænum hætti í Íbúagátt Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Desjamýri mos.is/atvinnulodir og hjá Arnari Jónssyni, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar í síma 525-6700. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Tilkynning um framlagningu kjörskrár Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram fara laugardaginn 27. júní 2020 liggur frammi almenningi til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. júní 2020 til kjördags. Mosfellsbæ 16. júní 2016 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ Félagið Álafosskvos sem sá um sölutjöldin Í túninu heima í nokkur ár hefur slitið fé- laginu og formlega lagt það niður. Félagið hefur ákveðið að gefa börnum og ungmennum í Reykjadal allar eigur sínar við slit félagsins. Alls voru þetta 520.857 krónur sem renna óskertar til Reykjadals sem er sumar-og helgardvalarstaður fyrir börn og ungmenni með fötlun. Að félaginu stóðu: Ásgarður handverkstæði, Guðmund- ur Arnar Jónsson (Addi í Álafossi), Íshamar verktakar og Sundlaugin hljóðver. Félagið Álafosskvos hefur slitið félaginu óskar frá ásgarði færir thelmu rut starfsmanni reykjadals ágóðann Nú í vor gaf foreldrafélag Varmárskóla skólanum eldstæði að gjöf. Pakkinn sam- anstendur af Espegard hlóðaleggjum með 70 cm eldstæði hangandi í keðjum. Í pakkanum voru einnig vindhlífar, 10 lítra pottur og 6 lítra ketill. Hægt er að nota eldstæðið til að grilla, steikja á pönnu, baka og laga dýrindis kakó. Eldstæðið er mjög meðfærilegt, einfalt að taka fætur í sundur og pakka saman eftir hverja notkun. Er það von foreldrafélagsins að þessi gjöf sé skref í að gera útikennsluna enn öflugri. Á myndinni má sjá Málfríði, formann for- eldrafélags Varmárskóla, afhenda Þórhildi, skólastjóra eldri deildar, gjöfina. Eldstæði og fleira til útikennslu Foreldrafélag færir gjafir málfríður og Þórhildur N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.