Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 14
Karlar í skúrum hefja starfsemi sína Karlar í skúrum í Mosfellsbæ boða til fundar fyrir áhugasama þriðjudaginn 1. september kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Karla í skúrum í Mosfells- bæ í Litluhlíð 7 í Skálatúni. Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur karlmönnum stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Kenna tölvum að skilja íslensku Hópur nemenda í Vinnuskóla Mos- fellsbæjar, svokallaður viðburða- hópur, vann í sumar í samstarfi við Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík að því að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Það kann að hljóma flókið en það er ekki raunin. Þátttaka lýsir sér þannig að nemendurnir taka upp á símann sinn setningar sem þeir lesa upphátt. Verkefnið ber heitið Samrómur og á vefsíðu þess, Samrómur.is, getur hver sem er lagt því lið með því að taka upp sína rödd. Verkefnið er liður í fimm ára máltækniáætlun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að auka aðgengi að íslensku máli í hvers kyns tækni. Raddsöfnun Samróms hefur verið í gangi síðan síðasta haust og hafa hátt í tíu þús- und einstaklingar lagt verkefninu lið og lesið 270 þúsund setningar. Þessi vaski hópur nemenda las hátt í 30 þúsund setningar inn á vef Samróms. Þeim góða árangri var síðan fagnað með ísferð í Mosó Grill. „Er það von okkar að innan fárra ára getum við átt í samskiptum við tækin okkar á íslensku líkt og margir gera nú þegar á ensku. Nemendur vinnuskólans hafa lagt sitt af mörkum og hvetjum við fleiri Mosfellinga til þess að taka þátt á Samrómur.is,“ segir í tilkynningu frá Mál- og raddtæknistofunni. - Fréttir úr bæjarlífinu14 DOMINOS.IS | DOMINO’S APPPI ZZ A AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PANTAÐ Á NETINU EÐA MEÐ APPINU OG GREITT FYRIRFRAM 1.790 K . EIN STÓR PIZZA ÞRJÁR PIZZUR AF MATSEÐLI Á SJÓÐ- HEITU TILBOÐSVERÐI Í HVERJUM MÁNUÐI MÁNAÐARINS Þann 22. ágúst fermdist Eydís Ósk í Lága- fellskirkju ásamt fleirum krökkum úr bæj- arfélaginu. Það er skemmtilegt að segja frá því að kjóllinn sem hún var í við þessa hátíðlegu athöfn hefur áhugaverða sögu að baki en þetta er í fjórða skipti sem þessi kjóll er notaður við stórviðburð í fjölskyldunni. Kjóllinn var upphaflega saumaður árið 1969 sem brúðarkjóll á Ingigerði Magnús- dóttur sem gekk í hjónaband með Sigur- hans Wium það sama ár. Dóttir þeirra Rakel Katrín fermdist svo í kjólnum árið 1993 og báðar dætur hennar, þær Ásta Margrét sem fermdist 2013 og svo Eydís Ósk 2020. Skemmtilega sígildur kjóll „Soffía Þórðardóttir sem átti verslunina Kjóllinn sérsaumaði þennan kjól á mig, en hún var afasystir mannsins míns. Kjóllinn er svo skemmtilega sígildur,“ segir Ingigerð- ur sem er ánægð með hvað dóttir hennar og barnabörn hafa verið spenntar fyrir að nota kjólinn. Rakel tekur undir það og segist ekki hafa fundið neitt sem hana langaði í þegar hún var að spá í kjóla fyrir ferminguna sína. „Ég byrjaði því að gramsa í skápunum hjá mömmu og fann þennan kjól og mátaði. Eftir það kom aldrei neitt annað til greina en að fermast í þessum kjól. Það var svo sama sagan þegar Ásta dóttir mín fermd- ist, hún skoðaði ekki einu sinni aðra kjóla,“ segir Rakel. „Í fermingarveislunni hjá Ástu var mikið verið að tala um kjólinn og sögu hans. Eydís var þá 6 ára og sagði strax að hún ætlaði sko líka að fermast í þessum kjól. En kjóllinn er alveg sérstaklega fallegur, klassískur og sniðið er alveg tímalaust,“ segir Rakel að lokum en Eydís dóttir hennar fermdist í kjólnum góða í Lágafellskirkju síðastliðinn sunnudag. Kjóll með sögu • Óbreyttur í hálfa öld • Fyrst notaður í brúðkaupi • Klassískur kjóll Kjóll með sögu - frá árinu 1969 1969 ingigerður 1993 rakel katrín 2013 ásta margrét 2020 eydís ósk Miklar framkvæmdir hafa verið við Varmár- skóla í sumar. Gerðar hafa verið breytingar á kennslurýmum og starfsmannaaðstöðu í bæði yngri og eldri deild Varmárskóla með það að markmiði að bæta vinnuaðstöðu nemenda og starfsmanna. Bókasöfnin í báðum deildum eru nú í opnum rýmum á efri hæðum skólanna og byggjast á hugmyndafræði um upplýsinga- miðstöðvar. Hljóðvist verður í samræmi við notkunina með því að setja hljóðdempandi loftaplötur í rými bókasafnanna. Á neðri hæð yngri deildar er búið að inn- rétta móttökueldhús þar sem tekið verður á móti mat úr mötuneyti eldri deildar. Loks voru loftaklæðningar í stofu 117 endurnýj- aðar. Skrifstofum og fundarherbergjum hef- ur verið breytt til að bæta vinnuaðstöðu auk þess að bæta við rými fyrir kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Hand- og myndmenntastofur voru aflagðar síðastliðinn vetur og er nú búið að flytja þá aðstöðu yfir í lausar stofur á lóð Varmár- skóla. Viðhald og endurbætur Unnið hefur verið að þakviðgerðum í sumar og er nú verið að leggja lokahönd á þakskipti í austurálmu yngri deildar. Meginverkþættir þess verks í heild sinni eru: • Endurnýjun þaks, þakkanta og þak- renna á austurálmu og tengibygginu milli álma skólans auk múrviðgerða og málunar á veggjum á austurálmu. • Í vesturhluta skólans verður sumarið 2021 skipt um glugga á suður- og norður- hlið ásamt endurnýjun veggklæðningar. Loks verður þak norðurálmu (kringlu) endurnýjað. Verkinu verður skipt niður á árin 2020 og 2021 þar sem taka verður tillit til skólastarfs og tryggja að hávaðasamar framkvæmdir trufli ekki starfsemi skólans. Áður hafði þak elsta hluta yngri deildar verið endurnýjað sumarið 2019. Viðgerðir vegna rakaskemmda Frá sumrinu 2019 hefur verið unnið jafnt og þétt að framkvæmdum vegna rakaskemmda í Varmárskóla og er þeim framkvæmdum lokið. Byggingarefni sem samkvæmt úttekt reyndust innihalda asbest voru fjarlægð í sumar bæði í yngri og eldri deild Varmár- skóla. Tekin voru loftsýni áður, á meðan og eftir að framkvæmdum lauk og komu þau öll vel út. Framkvæmdum sumarsins í Brúarlandi er jafnframt lokið. Þar er búið að fjarlægja rakaskemmt byggingarefni úr starfsmanna- rými og fataklefum á fyrstu hæð og er end- urgerð þeirra lokið. Samhliða þessum að- gerðum var drenlögn við húsið endurnýjuð og tengdar framkvæmdir. Markmiðið að bæta vinnuaðstöðu nemenda og kennara Viðhald og endurbætur í Varmárskóla í sumar MOSFELLINGUR HVað er að frétta? Sendu oKKur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.