Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Gunnólfur Þór Dal Lárusson fæddist 20. apríl 2020. Hann var 12 merkur og 48 cm. Foreldrar hans eru Lárus Gunnólfsson og Bára Dal Björnsdóttir. Systkini eru Linddís Lilja Dal Lárus- dóttir og Eva Sóley Dal Lárusdóttir. Í eldhúsinu Á sjó í covid Það er svo ótrúlega margt sem maður getur skrifað þegar manni er gefið tækifæri að fá að skrifa um hvað sem e r og svo ótrúlega margt sem maður vær i til í að koma frá sér en vegna ástands sem við öll glímum við (covid-19) þá finnst mér vel við hæfi að tala um það og efla ust ólíklegri aðstæður en flestir standa frammi fyrir. Covid skall á Ísland í febrúar og var fólk mislengi að átta sig á alvarleika málsins en eftir því sem á leið þurfti fó lk að byrja að breyta daglegum venjum sínum, æfa heima, vinna heima, hætta að vera í margmenni. Veitingastaðir þurf tu að selja nánast allan sinn mat út úr hú si og margir misstu vinnuna. Hlutir sem fæst okkar hafa þurft að upplifa áður. Ástandið var hreint út sagt ekki gott og er enn ekki orðið gott. Það leit ekkert rosalega vel út fyrir mig að hugsa til þe ss hvort ég myndi mæta til vinnu aftur þa r sem ég vinn á frystitogara sem er ekki beint besti kosturinn þegar maður á a ð halda sig frá margmenni. Að passa up p á tveggja metra regluna úti á sjó með 25 köllum hljómaði eins og að bjóða hættunni heim. En eftir símafund með skipstjóranum var ákveðið að þeir sem boðaðir hefðu verið á sjó væru settir í hálfgerða heimaeinangrun viku fyrir brottför og var manni nánast ráðlagt að fara ekki út í matvöruverslun. Í vik u passaði maður sig vel og fylgdist vel m eð ráðleggingum þríeykisins og út á sjó v ar farið með það efst í huga að vonandi hefðu allir passað sig svo enginn mynd i sýkjast af veirunni. Úti á sjó erum við 10 saman á vakt og erum ekki alltaf í þeirri stöðu að geta haldið miklu bili á milli manna en til a ð reyna allt sem við gátum þá reyndum við að vera ekki í návígi við hina vakti na sem eru líka 10 kallar og á vaktaskiptu m voru borðsalur og klefar sprittaðir hát t og lágt, þótt maður hugsaði með sér a ð við værum nú fastir allir inni í þessu skipi saman í mánuð andandi að okku r sama súrefninu í loftræstingunni. Ef einhver væri smitaður þá værum við þ að sennilega allir og það kæmi ekki endil ega í ljós fyrr en eftir tveggja vikna samver u. Þetta var mjög óþægileg tilfinning því þetta var ákveðin óvissa í þessar tvær vikur og þurfti maður að leggja 100% traust á þá sem maður vann með, að þ eir hefðu passað upp á sig jafn vel og ég h afði gert. Við komum í land eftir 25 daga á sjó og höfðum verið í algjörri einangrun f rá öllum og öllu sem gerðist á föstu landi . Blessunarlega veiktist enginn um borð og var maður gríðarlega þakklátur fyrir þ að. Við sem þjóð höfum staðið okkur mjö g vel við að virða náungann, halda fjarlæ gð og náð gríðarlegum árangri í baráttu v ið þessa veiru. Bið ég fólk að halda áfram að huga vel að því að veiran getur veri ð handan við hornið, ekki bara þín vegn a heldur líka fyrir náungann sem er líka að treysta þér fyrir eigin heilsu eins og ég þarf að gera úti á sjó. Anna og Arnlaugur skora á Kolbrúnu Reinholds og Sigurjón að deila næstu uppskrift Anna Birgitta Bóasdóttir og Arnlaugur Helgason deila að þessu sinni með Mosfell- ingi uppskrift að Porchetta, sparipurusteik. Hráefni: 1,3-1,5 kg grísasíða með puru. Það er líka hægt að nota bita sem er nefndur lúxushryggur, stundum á umbúðum nefnt dönsk purusteik. Aðalmálið er að þetta sé flott kjötstykki með puru og beinlaust. • 4 hvítlauksrif fínt söxuð • 1 msk saxað ferskt rósmarin • 1 msk saxað ferskt timian • 1 msk söxuð fersk salvia • 1 msk svartur pipar mulinn í mortéli • 1 tsk chili flögur muldar í mortéli • 1 msk fennel pollen þurrkrydd (val) (líka hægt að nota mulin fennelfræ í staðinn) • Salt • Kjötgarn • 2-3 msk smjör • 1 msk ólífuolía • ½ msk kjötkraftur/grænmetiskraftur • salt og pipar Aðferð: Byrjið á að snyrta kjötið og skera það gætilega frá annarri hlið kjötstykkisins. Farið í miðjan vöðvann og skerið næstum alla leið í gegn, aðeins nægilega langt til að geta fletta kjötinu í sundur og gert þannig helmingi stærri flöt. Mynda stykki þar sem puran er þá eftir á aðeins á helmingi bitans. Snúið kjötinu þannig að puran snúi niður. Dreifið kryddi jafnt yfir allan kjötflötinn og klappið á kjötið. Næst rúllið þið upp kjötstykkinu með þeim hætti að puran endi utan um rúlluna eða a.m.k. að mestu leyti. Notið kjötgarn og bindið upp rúlluna frekar þétt svo hún haldi góðri lögun og verði flott stykki aftur. Komið kjötrúllunni fyrir á rist og inn í ofn við 160-170 gráður. Undir kjötinu þarf að koma fyrir nægilega djúpum bakka með 1 ½ lítra af vatni. Bakið Porchetta-rúlluna á þessum hita í 2 klst. Hækkið ofninn upp í 230 gráður og eldið áfram a.m.k. 30 mín. í viðbót svo puran „poppi“ betur og verði stökk. Í lokin til að ná enn betri gyllingu og stökkum hjúp á puruna má setja ofninn í smá stund á yfirhita (grill) og fylgjast vel með, gæta þess að brenna ekki puruna. Látið kjötið hvíla 30 mín. í stofuhita áður en þið klippið burtu garnið sem hélt rúllunni saman, skerið niður í sneiðar og berið fram. Kartöflur, rótargrænmeti og rósakál er t.d. tilvalið að hafa sem meðlæti. Mælum með t.d. sveppasósu með þessu lostæti að Íslendinga sið.  Verðiykkuraðgóðu. bragi þór Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is Porchetta hjá önnu birgittu og arnlaugi - Heyrst hefur...32 heyrst hefur... ...að íþróttafréttamaðurinn Ívar Ben sé að setja í loftið Handbolti.is sem verður fréttasíða um allt sem snýr að handbolta. ...að starfsfólk og börn á Huldubergi séu farin í sóttkví eftir að starfsmenn greindust með kórónuveiruna. ...að Móey Pála hafi eignast barn á dögunum. ...að Hilmar Stef hafi haldið heljar- innar fertugs-hlöðuball á milli samkomubanna. ...að Barion ætli að halda sína eigin bæjarhátíð með þriggja daga vakt frá fimmtudegi til laugardags. Boðið verður upp á bingó, karókí og tónlist. ...að stofutónleikar á Gljúfrasteini í ágúst hafi fallið allir niður. ...að Mosfellingurinn Ísak Snær sé á leiðinni heim og ætli að spila með knattspyrnuliði ÍA út tímabilið. ...að Steinunn Guðmunds sé á lista yfir 40 Íslendinga á uppleið erlendis en hún er lögfræðingur í San Francisco. ...að fjárréttir á Hraðastöðum fari fram sunnudaginn 13. september. ...að Mosfellsbær sé búinn að kæra Reykjavíkurborg vegna breytinga á skipulagi á athafnasvæðinu á Esjumelum. ...að fyrsti hanboltaleikur vetrarins í Olís-deildinni sé áætlaður fimmtu- daginn 10. sept. gegn Þór Akureyri. ...að gerð minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkur við Kjalnesinga hafi verið sett á bið en verkefnið hlaut framgang í Hverfið mitt- kosningunum. ...að hin árlega sultukeppni á græn- metismarkaðnum að Mosskógum fari fram á laugardaginn. ...að Dagný Kristinsdóttir, fyrrum formaður Aftureldingar, sé orðin skólastjóri Hvassaleitisskóla. ...að Valdimar Birgisson, oddviti Viðreisnar, sé að fara í hálfs árs leyfi frá pólitíkinni og hyggist flytjast með fjölskyldunni til Spánar. ...að Erla og Andri eigi von á öðru barni á nýju ári. ...að Helgi Björns og félagar séu að byrja með þáttinn Það er komin Helgi sem sendur verður beint frá Hlégarði í vetur en fyrsti þáttur fer í loftið 19. september. ...að knattspyrnumaðurinn Bjarki Steinn sé búinn að skrifa undir við Venezia á Ítalíu. ...að Örn Ingi, bróðir hans, sé að koma heim úr handboltaævintýrinu í Svíþjóð. ...að Villý og Palli hafi eignast tvíbura- stelpur í sumar. ...að Alli Rúts sé búinn að setja upp hestagerði og opni Kaffi Áslák um helgina. ...að Grafarvogsbúar kvarti sáran yfir fnyknum sem kemur frá jarðgerðinni á Álfsnesi en til stendur að færa hana nær Mosfellingum, á Esjumela. ...að Jón Páls og Hrönn séu að flytja úr Mosó eftir 19 ára búsetu. Úlfhildur Brák Bjarnadóttir fæddist heima hjá sér í Vogatungu þann 14. janúar 2020. Foreldrar hennar eru Bjarni Kristinn Gunnarsson og Unnur Heiða Harðardóttir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.