Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 30
Ljótir skór, sterkir fætur Ég fæ reglulega að heyra að ég gangi í ljótum skóm. Það er mögulega eitthvað til í því, þetta er auðvitað smekksatriði. Það sem einum finnst ljótt, finnst öðrum fallegt. Skór eru eins og tónlist. Mögnuðustu tónleikar sem ég hef upplifað voru með Sigur Rós í Bjarn- arfirði á Ströndum fyrir nokkrum árum. Útitónleikar í göldróttu veðri. Sumum viðstöddum fannst minna til koma. Náðu engri tengingu við hljómsveitina. Á sama hátt tengja sumir við skóna mína, aðrir barasta alls ekki. Ljótu skórnir snúast ekki beinlínis um fagurfræði, heldur form. Þeir eiga það sameiginlegt að vera þunnbotna, nánast án-botna, og eru yfirleitt breiðir að framan. Það er engin stuðningur í skónum, engin dempun, engin innlegg. Formið gerir að verkum að fæturnar ná góðri tengingu við jörðina og tærnar eru ekki kramdar saman heldur eru óheftar í skónum og ná þannig að grípa í jörðina. Þetta styrkir fæturna, þeir verða hreinlega að styrkjast þegar stuðningurinn er enginn. Ég kynntist svona skóm fyrir 14-15 árum og hef í mörg ár ekki gengið í öðruvísi. Spariskór, við hátíðleg tækifæri, eru undantekning. Ástæðan fyrir því að ég fór þessa skóleið í lífinu er einföld. Ég var með mjög flatar iljar sem barn, man eftir heimsókn til læknis sem sagði „Þetta á alltaf eftir að verða til vandræða, ungi maður, sérstaklega þegar þú verður eldri.“ Hjá honum fékk ég hnausþykk innlegg sem ég gekk með í mörg ár, alltof mörg. Fæturnir voru til vandræða þangað til ég henti innleggjunum og byrjaði að fikra mig inn í þunnbotna skóheiminn. Ekki bara hafa fæturnir styrkst, þeir hafa líka breyst, flötu fæturnir heyra sögunni til. Fyrir þá sem hafa áhuga á ljótum skóm og sterkum fótum mæli ég með því að byrja rólega, fæturnir þurfa tíma til að venjast því að fá að ganga aftur á náttúru- legan hátt. HeiLsumoLar gaua - Aðsendar greinar30 www.fastmos.is Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Við erum heldur betur að upplifa breytta tíma. Þar sem mikil óvissa ríkir. Þá er mikilvægt að við hlú- um vel að okkur sjálfum. Hvernig getum við hjálpað okkur að auka hamingjuna og lífsánægjuna? Hér að neðan koma fimm einföld ráð sem byggð eru á vísindalegum grunni. 1. Ræktum tengslin Þrátt fyrir að geta ekki faðmað eða hitt alla þá sem okkur langar til þá er tími til að rækta tengslin. Finnum okkur nýjar leiðir til að búa til minningar. Með því að rækta tengslin við aðra getur það aukið vellíðan okkar. Dæmi til að rækta tengsl á tímum COVID, er sem dæmi að hringja myndsímtöl eða t.d efna til spilakvölda á samskiptaforritum líkt og ZOOM eða Messenger. 2. Hreyfum okkur Dönsum við skemmtilega tónlist eða skellum okkur í sund. Förum í hjólatúra eða fjallgöngur. Njót- um þess að vera úti í náttúrunni. Hreyfing veitir okkur aukna vellíð- an. Hér væri hægt að slá tvær flug- ur í einu höggi og taka fjölskyldu- meðlim með í sér í hreyfingu. Það er þó mikilvægt að finna hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg. 3. Tökum eftir Verum til staðar hér og nú. Tökum eftir því hvernig litirnir á himinum eru þegar sólin sest. Eða þegar árstíðarnir breyta um lit. Höldum í forvitnina og njótum þess að vera til. 4. Höldum áfram að læra Það er hollt fyrir okkur að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt? Skrá sig á námskeið. Rifja upp gömul áhugamál. Læra nýtt tungumál eða prófa nýja uppskrift. Setjum okkur skemmtileg markmið. Finnum eld- móðinn og höldum ótrauð áfram að vaxa. 5. Gefum af okkur Það þarf ekki að kosta neitt að gefa af sér. Það er frítt að brosa. Hrósum þeim sem eiga það skilið. Gefum af tíma okkar. Tökum þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum. Það eflir okkur að gefa af okkur. Hlúum vel að okkur á þessum skrítnu tímum. Við komust í gegnum þetta saman. Höldum áfram að gera það sem veitir okkur ánægju. Sjáumst á hreyfingu um bæinn! Berta Þórhalladóttir Veittu þér vellíðan! Á síðast fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkti meiri- hluti nefndarinnar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Uglugötu. Breytingin felur í sér að í stað þess að ekið sé að húsunum við Uglugötu 14-20 frá Uglugötu sjálfri, á nú að aka að húsunum í gegnum botnlanga frá Vefarastræti fram hjá bílastæðum og aðkomu að bílakjallara þess húss. En af hverju? Jú, vegna þess að byggingaraðilinn gerði mistök þegar hann lagði aðkomu að húsunum við Uglugötu sem leiddi til þess að halli frá innkeyrslunni að húsunum nr. 14-20 varð allt of mikill og aðkoman Uglugötumegin þar með ófær. Í stað þess að gera byggingaraðilanum að bæta úr þessum mistökum sínum var ráðist í það að leysa málið með því að gera nágrönnunum við Vefarastræti 8-14 að þola breytingu á sínu deiliskipulagi (deiliskipulag 1. áfanga Helgafellshverfis) í stað þess að deiliskipulagi fyrir Uglu- götuna (deiliskipulag 2. áfanga Helgafellshverfis) væri haldið til streitu og byggingaraðilanum gert að laga mistök sín. Undirritaður fulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar ásamt fulltrúa M- lista Miðflokksins í skipulagsnefnd bókuðu eftirfarandi við afgreiðslu málsins í skipu- lagsnefnd. Bókun fulltrúa L-lista og M-lista: Undirritaðir fulltrúar í skipulagsnefnd (umferðarnefnd) sitja hjá við afgreiðslu þessa máls og vísa allri ábyrgð á uppkom- inni stöðu á byggingaraðila að Uglugötu 6- 20. Það hefur verið ljóst í málinu frá upphafi að það var handvömm byggingaraðila sem leiddi til þess að aðkoma að Uglugötu 14-20 varð erfið sökum mikils hæðarmunar milli Uglugötu 14-20 og Uglugötu 6-12. Það hefur því allan tímann verið hans að leiðrétta þau mistök og ósanngjarnt að leysa þann vanda með því að ganga á skipulagsleg réttindi íbúa við Vefarastræti 8-14. Það er afstaða Vina Mosfellsbæjar að breytingar á deiliskipulagi eigi ekki að gera nema að vel ígrunduðu máli. Við deili- skipulagsbreytingar eigi ekki bara að líta til hagsmuna þess sem óskar eftir breyting- unni heldur eigi einnig að líta til þess hvort hagsmunir séu af breytingunni fyrir aðra íbúa/hagsmunaaðila sem eiga að lifa með breytingunni, hagsmunir næstu nágranna, götunnar, hverfisins, samfélagsins alls. Stefán Ómar Jónsson bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar. Enn ein breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi Nú fer að líða að því sem allir hafa verið að bíða eftir: Íþrótta- og tómstundastarf hefst á ný eftir sumarfríið! Við erum svosem alltaf spennt á haustin, en það er ekki laust við að fiðringurinn sé örlítið meiri en venjulega að þessu sinni. Fyrir margar vetraríþróttir var þetta sumar heldur lengra en við höfðum séð fyrir okkur – af ástæðum sem ættu að vera öllum kunnar. Þannig þurftum við að læsa dyrunum að okkar æfingasölum og slökkva ljósin talsvert fyrr en við erum vön. Í haust ætlum við að keyra allt starf í gang strax í næstu viku. Við búum sérstaklega vel þegar kemur að starfsfólki og erum ákaf- lega stolt af því hvernig þjálfarar okkar og sjálfboðaliðar tóku á málunum í vor þegar samkomubann var sett á vegna COVID-19. Þá kynntu þau til sögunnar fjaræfingar sem fóru ýmist fram í gegnum Face- book eða æfingaforritið Sideline. Sideline Sports er forrit sem allir foreldrar með iðkendur hjá okkur ættu að hafa heyrt um og kynnt sér. Þar eiga öll samskipti á milli þjálfara og foreldra — og þjálfara og iðkenda í eldri flokkum — að fara fram. Þjálfarar geta sett upp æfingaplön og tímatöflur, auk þess að senda skilaboð til iðkenda eða foreldra þeirra í kringum æf- ingar og keppnir. Félagið hefur unnið hægt og örugglega að því að taka Sideline í notkun síðan í fyrra, en í haust er stefnan sett á að keyra það í almenna notkun og ættu allir foreldrar að sækja það og koma sér inn í það. Frekari leiðbeiningar er að finna á heimasíðunni okkar, www.afturelding.is, en þar er einnig að finna aðrar nauðsynlegar upplýsingar, eins og stundatöflur vetrarins. Að auki má finna ítarlegar upplýsingar um þær 11 deildir sem við starfrækjum fyrir alla aldurshópa. Með Mosfellingi í dag ætti líka að fylgja bæklingur þar sem deildirnar kynna sitt starf. Við hvetjum foreldra til að setjast niður með börnunum sínum og aðstoða þau við að finna sport við sitt hæfi. Skrán- ingar eru hafnar í öllum deildum, nema knattspyrnudeildinni. Þar sem fótboltafólkið okkar er enn að spila sitt tímabil tefjast skráningar í hana örlítið. Yngstu flokkarnir klára í byrjun september og hefst nýtt tímabil hjá þeim um miðjan þann mánuð. Við hlökkum svo sannarlega til næstu vikna þegar íþróttalífið kviknar. Sjáumst! Bestu kveðjur, Hanna Björk Halldórsdóttir Íþróttafulltrúi Íþróttalífið af stað eftir sumarfrí Gæðingamót Harðar var haldið helg- ina 13.-14. júní í blíðskaparveðri á félagssvæði Harðar. Á myndinni má sjá verðlaunahafa í barnaflokki. 1. sæti Oddur Carl Arason, 2. sæti Steindór Nói Árnason, 3. sæti Sölvi þór Oddrúnarson, 4. sæti Anika Hrund Ómarsdóttir, 5. sæti Stefán Atli Stefáns- son, 6. sæti Kristín María Eysteinsdóttir. Mótanefnd hestamannafélagsins vill koma á framfæri þökkum til allra keppenda, áhorfenda og sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg en mótið þóttist takast mjög vel. verðlaunahafar í barnaflokki á gæðinga- móti bakka ásamt formanni félagsins Gæðingamót

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.