Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 27

Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 27
Íþróttir - 27 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is ÓSKUM EFTIR TILNEFNINGUM TIL JAFNRÉTTISVIÐURKENNINGAR Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar. Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020, þarf: 1. Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum. 2. Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa: a) Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum. b) Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna. c) Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla. d) Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað. e) Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál. Við hvetjum ykkur til að fara inn á mos.is/jafnretti og senda tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 31. ágúst 2020. Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar, 18. september n.k. VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Mosfellsbær styrkir eins og fyrri ár frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun sem varir í 10 vikur eða lengur. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Í ár bætist nýr aldurhópur inn, 5 ára börn sem eru á síðasta ári í leikskóla fá 26 þúsund til niðurgreiðslu á sinni frístund. Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest kerfi frístunda- félaga. Í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð. Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir. Allar nánari upplýsingar á www.mos.is Frístundaávísun

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.